Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 46
46 FINNBOGI GUÐMUNDSSON tölvulagna, svo og hússtjórnarkerfisins komið jafnframt í hlut þess. Pegar Þorvaldur S. Þorvaldsson varð forstöðumaður Borgar- skipulags Reykjavíkur 1984, lét hann af samstarfi sínu við Man- freð Vilhjálmsson. Aðalsamstarfsmaður Manfreðs hefur síðan verið Árni Þórólfsson arkitekt. Eins og áður hefur verið skýrt frá, var Einar Sigurðsson 1987 skipaður formaður fimm manna samstarfsnefndar með fulltrúum beggja bókhlöðusafnanna og menntamálaráðuneytisins, og skyldi hún hafa forgöngu um undirbúning vegna lokahönnunar bók- hlöðunnar og í framhaldi af því tillögugerð um rekstrarfyrir- komulag hins sameinaða safns. Við fráfall Gríms M. Helgasonar deildarstjóra í Landsbókasafni 1989 tók Nanna Bjarnadóttir deildarstjóri sæti hans í nefndinni. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra skipaði með bréfí 26. janúar 1993 svokallaða samstarfsnefnd um nýtt þjóðbókasafn. I nefndina voru skipaðir Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Ögmundur Helgason deildarstjóri samkvæmt tilnefningu Landsbókasafns íslands, Þórir Ragnarsson aðstoðarháskólabóka- vörður og Þorsteinn I. Sigfússon prófessor samkvæmt tilnefningu Háskólabókasafns, Stefán Stefánsson deildarstjóri úr mennta- málaráðuneytinu og Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur, er jafnframt skyldi vera formaður nefndarinnar. I erindisbréfi nefndarinnar, dagsettu sama dag, segir svo m.a.: 1. Samstarfsnefnd um nýtt þjóðbókasafn er skipuð af mennta- málaráðherra til eins árs í senn. I nefndinni eru sex menn. Tveir eru skipaðir skv. tilnefningu Landsbókasafns, tveir skv. tilnefningu Háskólabókasafns, einn er fulltrúi menntamála- ráðuneytis og loks er formaður skipaður án tilnefningar. 2. Nefndin starfar í umboði menntamálaráðuneytis. Hún leysir af hólmi samstarfsnefnd um Þjóðarbókhlöðu, sem stofnað var til með bréfi menntamálaráðherra 27. mars 1987. Nefndinni er ætlað að sinna eftirfarandi verkefnum: a) Að leggja hönnuðum til forsagnir, í samráði við byggingar- nefnd, um þá þætti sem enn eru óleystir varðandi innra skipulag bókhlöðunnar. b) Að hafa forgöngu um og samhæfa vinnu í söfnunum tveimur, Landsbókasafni og Háskólabókasafni, til undir- búnings sameiningu þeirra. Þetta gerir nefndin m.a. með því að setja á fót starfshópa í söfnunum, sem vinni tíma-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.