Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 8
vettvang og skýrir fyrir verzlunarstjóranum skyldur hans samkvæmt búðarlögunum. Sex mánuðum seinna lítur hann aftur inn til forstjórans og innir hann eft- ir, hvort ekki sé allt í lagi. í þriðja sinn kemur hann þar að óvörum, á venju- legri skoðunarferð. Finni hann einhverju ábótavant, áminnir hann verzlunarstjórann um að gæta skyldu sinnar við Iögin. Síðar gengur hann enn við, til þess að sjá, hvort áminningin bar árangur. Ef svo reynist ekki vera, sendir hann umkvörtun til eftirlitsskrifstof- unnar, er sendir nýja áminningu til verzlunarinnar. Ef forstöðumaðurinn lætur enn eigi skipast, er hann sóttur til sekta fyrir dómstóli. Aðeins 200 slík dómsmál koma fyrir rétt í London á ári hverju. Er reglunum yfirleitt fylgt út í æsar, einkum af öllum stærri verzlunum, og skýrir það, hversvegna eftirlitsmennirnir geta komizt yfir svo mikið starf. Þó verða þeir stöðugt að vera á vappi um umdæmi sitt, og ekki kvað sízt á sunnudögum og stundum að kvöldi til, til þess að ganga úr skugga um, að ákvæðunum um lokunartíma sé hlýtt. Margar undantekningar eru veittar frá aðalreglum laganna, sem eftirlitsmaðurinn verður að kunna, og margbrotnar reglugerðir, nýjar og nýjar, verður eftir- litsmaðurinn að læra og kunna næstum utan að. Götusalarnir valda eftirlitsmönnum mestum erfið- leikum. Sumir þeirra flakka með söluvagna sína frá einni götu til annarrar, jafnvel inn.á götur, þar sem slík sala er bönnuð, og virða reglur búðarlaganna að vettugi. Ef til saksóknar kemur fyrir dómstóli, er. stundum erfitt fyrir skoðunarmanninn að færa fram vottfestar sannanir fyrir máli sínu, en það hjálpar honum, að dómarar fylgja yfirleitt þeirri reglu að taka eiðfestan vitnisburð eftirlitsmanna trúarlegan. iSkrifstofunni bersl árlega aragrúi af kærum frá kaupmönnuin, sem kvarta yfir því að nágranninn fylgi ekki reglunum um lokunartíma sölubúða, og að sjálf- sögðu eru slíkar kærur teknar til athugunar jafnóðum og þær berast. Starfsháttum eftirlitsmanns fékk ég að kynnast af eigin raun. Vinnubrögðin eru á þá leið, að þegar í verzlunina kemur, athugar hann hvort afgreiðslu- stúlkum sé séð fyrir hvíldarsætum. Þá lítur hann eftir að hreinlætistæki séu fyrir hendi til afnota fyrir slarfs- fólk og hefur viðtal við einn unglinginn um starfs- tíma hans, ef einhver er innan 18 ára. Ennfremur inn- ir hann verzlunarstjórann nákvæmlega um tölu starfs- rnanna, karla og kvenna, yfir og undir 18 ára að aldri og færir svörin í bækur sínar. Að lokum biður hann um leyfi til þess að mega sjá þær skrár og tilkynningar, sem lögin ákveða að hanga skuli upjii á vegg, aðgengilegar fyrir alla starfs- menn og fyrir eftirlitsmanninn, nákvæmlega útfylltar, hvenær sem hann kann að bera að garði. Þessir papp- írar hanga venjulega að hurðarbaki eða í kompu inn af verzluninni. Þelta er ekkert smáræði 1. Útdráttur úr búðarlögunum 1950, allstaðar þar sem fólk undir 18 ára aldri vinnur. 2. Yfirlýsing, undirrituð af forstöðumanni búð- arinnar um það, að séð sé fyrir sætum handa afgreiðslustúlkum, í samræmi við ákvæði laga frá 1950. 3. Yfirlýsing l'rá sama um það, hvaða dag vik- unnar hverjum starfsmanni sé ætlaður 1/2 frídagur, í samræmi við lagaákvæði, er voru fyrst innleidd 1912. 4. Útfyllt skýrsluform, er sýnir nöfn og aldur starfsmanna yngri en 18 ára, klukkan hvað hver þeirra byrjar vinnu, hve langt kaffi- og matarhlé er og hvenær vinnu er lokið. Þetta verður að skrifast daglega, en viklulega er skipt um eyðublöð. 5. Skýrsla um vinnutíma þeirra sem vinna á sunnudögum. Var auðséð, að þetta eftirlit af hálfu hins opinbera var vel virt af verzlunareigendum og notað til enn ítarlegra eftirlits af þeirra hálfu, með ástundun starfs- fólksins og árvekni verkstjóranna. Eflirlitsmenn gefa daglega skýrslur til eftirlitsskrif- slofunnar, þar sem endurskoðun á þeim er framkvæmd jafnóðum. Ný löggjöf á leiðinni. Nefnd var skijiuð árið 1946 til þess að endurskoða sölubúðarlögin. Hefur hún síðan verið kennd við for- manninn, Sir Ernest Arthur Gowers, og kölluð Gow- ers-nefndin. Nefndin skilaði ítarlegu áliti og búizt er við, að ráðuneytið leggi tillögur hennar innan skamms fyrir þingið í frumvarjisformi. Fyrir nefndinni Iágu óskir frá starfsmannafélögum um stytting lokunarlímans og óskir neytenda um, að sölubúðn væru ojinar á kvöldin, eftir venjulegan vinnutíma. Nefndin segir um lokunarákvæðin á þá leið, að þrátl fyrir það, að fjölmargir kaujimenn fylgi þeirri reglu, að loka löngu fyrr en lagatakmörkin segja, sé ekki hægt, neytenda vegna, að br.eyta ákvæðunum um lok- Framh. á bls. 86. 80 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.