Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 3
trausti þess, að peningalán þurfi aldrei að greiða að fullu aftur, nema að nafninu til, vegna verð- bólgunnar. Vísitalan Hinn nýi tíðarandi hefur einnig leitt til óraun- liæfs mats á ýmsum atriðum. Þannig var sú að- ferð mikið átrúnaðargoð hjá mörgum að binda laun við vísitölu framfærslukostnaðar; þetta átti að tryggja réttláta skiptingu þjóðarteknanna og koma í veg fyrir vinnudeilur. Flestum mun nú vera ljóst, að vísitölubindingin hefur reynzt launþegum lítil trygging fyrir góðum kjörum, og ekki þarf að minna á vinnudeilur síðustu ára. En liins vegar hefur vísitölubindingin magnað verðbólguna að miklum mun og spillt mjög fyrir möguleikunum til koma á jafnvægi, sem gæti leitt til heilbrigðra utanríkisviðskipta. Engan skyldi undra, þótt kaupgjaldsvísitala, sem byggir að verulegu leyti á röngum forsend- um, leiði margt illt af sér. Þegar verðhækkanir verða t. d. vegna afla- eða uppskerubrests, eða að erlendar vörur hækka í verði án samsvarandi hækkunar útflutningsafurða, þá myndi kaup liækka vegna hækkunar á vísitölu framfærslu- kostnaðar. En allir hljóta að sjá, að erfitt ár- ferði verður ekki bætt með prentun peninga, og í fyrrnefndum dæmum væri kauplækkun miklu eðlilegri. Kerfi, sem þannig hefur hausavíxl á hlutunum, getur ekki leitt til blessunar fyrir land og þjóð. Annað mál væri, ef kaup væri greitt eftir vísitölu, sem miðaði við þjóðarframleiðsluna og tæki tillit til gjaldeyrisstöðunnar. Þegar meira er framleitt, þá er meiru að skipta og eiga allar stéttir rétt á að fá sjálfkrafa hlutdeild sína í aukningunni. Þetta mun erfitt í framkvæmd vegna ófullkominna þjóðhagsreikninga. En hví- líkur munur er ekki á því að byggja á réttum grundvelli, þótt vissir eríiðleikar séu því sam- fara, lieldur en að vera sífellt að eltast við vit- leysuna, ef svo mætti segja? Beinu skattarnir Verðbólguna og ýmislegt það, sem beinlínis stuðlar að henni, ber eðlilega mest á góma, þegar rætt er um efnahagsástandið á íslandi; en margt fleira þarfnast vissulega athugnar, og má í því sambandi nefna beinu skattana á einstaklingum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er það staðreynd, að mjög miklar tekjur eru ár- lega dregnar undan skatti. Beinu skattarnir eru það háir, að fæstir hika við að draga einhverjar tekjur undan, ef þeir hafa skilyrði til þess; enda má í ýmsum tilfellum frekar líkja sköttunum við eignaupptöku en venjulegan skatt. Afleiðingarnar af þessu eru bæði margar og slæmar. Andófið gegn beinu sköttunum eykur á virðingarleysið fyrir lögum almennt. Aðstöðu- munurinn leiðir til mikillar óánægju, sem svo aftur veldur því, að mikil ásókn er í margar starfsgreinar, þar sem auðvelt er að draga undan skatti. Enda fer ekki lítill tími og hugsun í það hjá landslýðnum að finna leiðir til að leika á skattayfirvöldin. Peningar, sem dregnir eru undan skatti, eru ekki til frjálsrar ráðstöfunar, nema að nokkru leyti. Jafnvel má segja, að fátt sé hægt að gera við þá, sem sé verulega hagkvæmt frá sjónar- miði þjóðarheildarinnar. Ekki er hægt að leggja slíka peninga í atvinnufyrirtæki svo nokkru nemi, þótt það væri efnahagslífinu fyrir beztu í flestum tilfellum, og ekki geta menn komið sér upp liúsnæði með þeim (nema að einhverju leyti á mjög löngum tíma), svo dæmi séu nefnd. En peninga, sem dregnir liafa verið undan skatti, er hægt að nota til kaupa á hvers konar glysvarningi til neyzlu og einnig má nota þá til að skrautbúa íbúðarhús, að innan og utan, og eitt af því einfaldasta er að drekka þá hreinlega út, svo fátt eitt sé nefnt. Ætli flestir kannist ekki við þessi fyrirbæri í þjóðlífinu? Án efa myndi margt gott af því leiða, ef unnt reyndist að afnema beina skatta á einstakling- um. En ýmsir erfiðleikar munu því samfara. Frá sjónarmiði ríkisins ætti þetta þó að vera tiltölu- lega auðvelt í framkvæmd, því eins og réttilega hefur verið bent á, er aðeins lítils hluta af tekj- mn ríkissjóðs aflað á þennan hátt. I þessu sam- bandi er rétt að benda á, að ef Fríverzlunar- svæði Evrópu verður stofnað og Islendingar ger- ast aðilar að því, þá munu tollar ekki hafa söinu þýðingu og áður, en söluskattar ættu þá að verða því mikilvægari. Ef tollar og söluskattar þættu ekki nægja til hæfilegrar jöfnunar á tekju- skiptingunni, mætti styrkja þá, sem búa við erfiðust kjör, til dæmis á vegum almannatrvgg- inganna. En þegar kemur að útsvörum bæjar- og sveit- arfélaga, er málið mun erfiðara viðfangs. Þó má FR.TALS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.