Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 4
telja víst, að hægt sé að leysa það. í þessu sam- bandi má nefna þann möguleika, að ríkið leyfði bæjar- og sveitarfélögunum að vera einum um að leggja beina skatta á fyrirtæki og fasteignir. Einnig gæti ríkið tekið á sig mikið af þeim út- gjöldum, sem það hefur í æ ríkara mæli verið að leggja þessum aðilum á herðar. Ekki yrði verulegt gagn að niðurfelling beinna skatta til ríkissjóðs, ef útsvör á einstaklinga yrðu ekki einnig felld niður. Þá fvrst heíðu menn ekki lengur möguleika til að draga undan skatti og hin miklu verkefni skattstofanna myndu mjög dragast saman. V erðbréf aviðskipti Ef mönnurn tækist að draga svo úr verðbólg- unni og breyta skattakerfinu þannig, að þetta hvort tveggja hvetti ekki lengur til eyðslusemi og óarðbærrar fjárfestingar, er ekki að efa, að stór- lega myndi draga úr hinum margumtalaða láns- fjárskorti; sem raunar táknar það eitt, að eftir- spurn eftir lánsfé sé meiri en framltoðið. Og jafn- framt því sem grundvöllur myndaðist fyrir heil- brigða sparifjársöfnun, mvndu skapast skilyrði fyrir því, að fleiri en áður legðu fjármagn í at- vinnufyrirtæki. Gæti það reynzt efnahagslífinu mjög mikilvægt, ef almenningur fengi tækifæri til að ávaxta sparifé sitt á þann hátt. Verðbréfamarkaður, eða kauphöll, myndi gera fólki kleift að fá meira fyrir fé sitt, en venjulega innlánsvexti í banka, án þess að það tæki að jafnaði á sig nokkra verulega áhættu. A slíkum markaði gætu opinberir aðilar aflað fjár til fjár- festingar, sem að sama skapi myndi létta af bönkunum að þurfa að lána til óeðlilega langs tíma; en útlán til langs tíma geta raunar ekki samræmzt því að hafa nær eingöngu undir hönd- um óbundið innlánsfé. Fyrirtæki, sem skráð væru í kauphöllinni, myndu geta boðið þar fram hlutabréf sín og þannig aflað fjármagns, enda er það hin eðlilega þróun hlutafélaga, að eigendurnir séu margir, að bréf þeirra séu seld á frjálsum markaði og að árleg arðsúthiutun sé það mikil, að hlutabréfin þyki eftirsóknarverð eign. Þar sem verðbréfamarkaður myndi gera mönnum kleift að selja hlutabréf og skuldabréf sín aftur, þegar þeir þörfnuðust peninga, þá myndu margir sjá sér fært að festa fé sitt á þennan hátt. Þannig gæti ungt i’ólk tekið beinan þátt í uppbvggingu atvinnulífsins, með þeim peningum, sem ætlaðir væru til íbúðarkaupa síðar; sama væri að segja um peninga, sem for- eldrar ætluðu börnum sínum til langskólanáms, og þannig mætti lengja telja. En hafa verður í huga að taka mun alllangan tíma að byggja upp öflugan verðbréfamarkað og að traust efnahags- líf er nauðsynlegt skilyrði þess, að slík starfsemi gangi vel. Frelsi er undirstaða heilbrigðrar framþróunar Eitt hið alvarlegasta við efnahagslífið á Is- landi í dag er það, hve eríitt er að gera sarnan- burð á mikilvægi hinna ýmsu atvinnugreina fyrir þjóðarbúið. Þegar gengisskráningin væri komin á réttan grundvöll, gjaldmiðillinn orðinn traustur og hin óeðlilegu höft og styrkir afnum- in, yrði þetta mun auðveldara. Og þá myndi fjármagnið sjálfkrafa leita mjög í þá atvinnu- vegi, sem eru þjóðinni hagkvæmastir. Slíkar að- stæður og aukið athafnafrelsi myndi jafnframt krefjast meiri ábyrgðar af atvinnurekendum, sem eiga ekki að hafa tækifæri til að velta áhættu sinni yfir á hið opinbera. Menn verða að gera sér grein fyrir, að at- hafnafrelsi er undirstaða heilbrigðrar efnalegrar framþróunar á sama hátt og andlegt frelsi er skilyrði fyrir blómlegu menningarlífi. I þessu „Ég vona ad þér sé ljóst, aS það er einmitt svona eríiSi, sem veldur hjartaslagi." 4 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.