Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 9

Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 9
urnar voru misjafnar, eftir því hver var talin þörf hinna einstöku útflutningsgreina. Þær voru mismunandi eftir tegundum fisks, hvort hann var veiddur a bát eða togara, hvar hann var veiddur og hvenær. Ymsar atvinnugreinar, sem erlends gjaldeyris öfluðu eða liefðu getað aflað, nutu engra uppbóta. Kerfið stuðlaði þannig að því að halda uppi óhagkvæmum rekstri á ýms- um sviðum og gerði atvinnugreinunum mjög mishátt undir höfði. Gjöldin lögðust einnig mjög misjafnlega á innfluttar vörur. Lægst voru þau á rekstrarvörum sjávarútvegs og landbúnaðar og „nauðsvnjavörum“ (vísitöluvörum), en hæst á þeim vörum, sem ónauðsynlegar eru taldar. Með þessu móti skapaðist mikið misræmi milli verðs erlendrar og innlendrar vöru og þjón- ustu og milli erlendra vara innbyrðis, þar sem innkaupsverðið í erlendum gjaldeyri réði litlu um liið endanlega verð. A mörgum sviðum var þannig ýtt undir óeðlilega notkun erlends gjald- eyris, og átti það sinn þátt í gjaldeyrisskort- inum. Tilgangur hinna nýju laga um útflutnings- sjóð, sem sett voru í maí 1958, var að bæta rekstrarafkomu útflutningsatvinnuveganna, rétta við fjárhag útflutningssjóðs og draga úr misræminu í verðmynduninni og jafna aðstöðu atvinnugreinanna. Enn er þó eftir nokkur aðstöðumunur, þar sem bótaflokkarnir eru þrír, og haldið var áfram sérbótum á smáfisk, á tilteknar fisktegundir og fisk, veiddan á vissum tímum árs. I frumvarpi því um breytingar á útílutningssjóðslögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir hækkun á sérbótum þessum og nýjum sérbótum á saltfisk og skreið. Aðstöðumunur verður að sjálfsögðu, þar til hver eining erlends gjaldeyris, sem aflað er, gefur sömu krónutölu. Að því er innflutninginn snertir er enn mik- ið verðmisræmi, þar sem hinn erlendi gjaldeyrir er mjög misdýr eftir því um livaða vöru er að ræða. Með þessu móti er stuðlað að mikilli gjaldeyriseyðslu í sumar vörur, en dregið óeðli- * lega úr sölu annarra. Orsakir verðbólgunnar Ymis fyrirkomulagsatriði í efnahagsmálunum hafa orðið þess valdandi, að verðbólguþróunin hefur verið svo að segja sjálfvirk. Seðlabankinn hefur í mörg ár endurkeypt framleiðsluvíxla sjávarútvegs og landbúnaðar, og lánað þannig út ákveðinn hluta af verðmæti framleiðslunnar. Þegar framleiðslan vex og birgð- ir safnast fyrir, á þetta fyrirkomulag drjúgan þátt í útlánaaukningu bankanna, eins og átti sér einkum stað á árinu 1955, og ýtir undir verð- bólguþróun. Um langt árabil hefur ríkisvaldið beitt sér fyrir mikilli fjárfestingu og stuðningi við fjár- festingu einstaklinga og sveitarfélaga, einkum í sjávarútvegi og landbúnaði. Þessar aðgerðir ríkisins eru bein afleiðing stefnunnar í gengis- málum og skattamálum. Fyrirtækjunum hefur ekki getað safnazt eigið fé til nauðsynlegrar fjár- festingar og arðsvonin ekki getað dregið fjár- magn til þeirra. Ríkið og bæjarfélögin hafa því gripið inn, ýmist með stuðningi eða beinni þátt- töku í atvinnurekstrinum, og gildir það einkum um bæjarfélögin. Ríkinu hefur samt ekki tekizt að afla nægi- legs fjár til þessara framkvæmda og hefur orð- ið að leita æ meira til lána erlendis og til Seðlabankans. Fjárfestingarframkvæmdir ríkis- ins hafa verið ein helzta undirrót verðbólgunnar í landinu. Síðast en ekki sízt af þeim atriðum, sem kynt liafa undir verðbólgunni, er fyrirkomulag kaup- gjaldsmála og verðlagningar á landbúnaðarvör- um. Auk þess sem kaupgjald hefur liækkað al- mennt eftir vísitölu framfærslukostnaðar hafa átt sér stað grunnkaupshækkanir, sem ekki hafa verið í neinu samræmi við aukningu framleiðsl- unnar. Mestu máli skipta grunnkaupshækkanir á árinu 1955 og sú sem varð á síðastliðnu ári. Verð á landbúnaðarvörum, sem er mikill þáttur í vísitölu framfærslukostnaðar, hækkar árlega í samræmi við kaupgjald og annan framleiðslu- kostnað. Eftir útlánareglum bankanna, sem skýrt var frá hér að framan, hækka útlánin í hlutfalli við framleiðslukostnað, svo að peningaþenslan verð- ur alltaf nægileg til þess að halda uppi hinu hækkaða kaup- og verðlagi. Nýju lögin um útflutningssjóð á síðastliðnu vori ákváðu svo til almenna kaupgjaldshækkun um 5% frá 1. júní s.l., en svipuð hækkun, sem hefði orðið samkvæmt vísitölu frá 1. sept., var felld niður. Við ákvörðun bóta var að sjálfsögðu tekið tillit til þeirrar hækkunar á rekstrarkostn- FllJÁLS V E R Z I, U N 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.