Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 10
aði, sem leiddi af þessari kauphækkun og hækk- un yfirfærslugjalda. A hinn bóginn var tjóst, að ef kaupgjald hækkaði frekar að nokkrum mun, yrði óhj ákvæmilegt að hækka útflutnings- og yfirfærslubætur eða bæta upp kostnaðaraukann á annan hátt. I október s.l. var kaup verkamanna orðið 10,7% hærra en útflutningssjóðslögin gerðu ráð fyrir og kaup flestra annarra stétta 7,1% hærra. Kaupgjaldsvísitalan hækkaði um 17 stig, eða um !),1% 1. desember s.l., þannig að verkamanna- kaup var orðið 21% hærra og annað kaup 17% hærra en kaup það, sem útflutningsuppbætur voru miðaðar við á síðastliðnu vori. Að öllu óbreyttu hefðu verðhækkanir siglt óðfluga í kjölfarið, yfirfærslubætur og gjöld hefðu verið hækkuð og síðan kaupgjald og verð- lag á víxl. Aætlað hefur verið, að verðlag og kaupgjald hefði hækkað um ca. 25% fyrir næsta haust, og á næsta ári hefði verðbólguþróunin orðið mun örari. Afleiðingum slíkrar þróunar hefur verið lýst svo rækilega, að óþarft er að endurtaka það hér. Niðurfærsla kaupgialds og verðlags ITið hækkaða kaupgjald í desember og janúar s.l. var yfirleitt ekki látið koma fram í hækk- uðu vöruverði, nema að því er snerti dreifingar- kostnað landbúnaðarvara. Eins og kunnugt er, var sú leið valin til stöðv- unar á víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, að kaupgjald var frá 1. febrúar s.l. fært niður um 5,4% frá því, sem það var í haust eða um 13,3% frá því, sem það var í desember og jan- úar, og vöruverð lækkað sem kaupgjaldslækk- uninni nemur. Jafnframt voru niðurgreiðslur auknar og munu enn verða auknar, þannig að kaupmáttur tímakaups verði um 1%, hærri en í október s.I. Gert er ráð fyrir, að hinar auknu niðurgreiðsl- ur frá 1. janúar s.l. um 13 vísitölustig muni kosta 75 milljónir kr. á árinu. Nú þarf að auka niðurgreiðslur enn um 3—4 stig til þess að lækka vísitölu framfærslukostnaðar í 202 stig, eins og ætlunin er, og mun það kosta um 18 millj. á árinu til viðbótar. Með niðurfærslu launa og verðlags hefur tek- izt að komast hjá hækkun hinna almennu út- flutningsbóta. Hins vegar er i frumvarpinu til breytinga á útflutningssjóðslögunum gert ráð fyrir aukningu sérbóta og greiðslu tryggingar- iðgjalda fyrir báta o. l'l. úr útflutningssjóði. Ut- gjaldaaukning þessi er áætluð 77,5 millj. kr., miðað við sajna aflamagn og 1958. Þar sem tekjur útflutningssjóðs eru áætlaðar líkar því, sem þær voru í fyrra, mun hann ekki geta staðið undir þessari útgjaldaaukningu, sem nemur alls um 170 millj. kr. Það verður vafa- laust stefnt að því, að láta hágjaldavörur ganga fyrir um innflutning og sennilega. verður einhver samdráttur á innflutningi byggingarefna vegna minni fjárfestingar, en á þeim eru yfirleitt lág gjöld. Róðstafanir í fjármálum og peningamálum Að öðru leyti er ætlunin að leysa þennan vanda í sambandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1959. Það verður gert með lækkun út- gjalda, fyrst og fremst fjárfestingarútgjalda, notkun tekjuafgangs frá 1958 og ef til vill hækkun á verði einkasöluvara og hækkun vissra gjalda. Þannig er gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiði verulegar upphæðir til útflutningssjóðs. Það er augljóst, að því aðeins verður tekið fyrir verðbólgumyndun frá þessum sjóðum, að ekki verði um hallarekstur að ræða. Hvort það tekst, er undir ýmsu komið, fyrst og fremst hver sjávaraflinn verður. Virðist nokkuð tæpt teflt í Jjessu efni. Þeiin mun meiri ástæða er til, að þær verð- bólguuppsprettur, sem mest hefur runnið úr á undanförnum árum verði byrgðar sem fyrst. Hér er fyrst og fremst um að ræða opinbera fjárfestingarsjóði, svo sem raforkumálasjóð, ræktunarsjóð og fiskveiðasjóð, sem veitt hafa lán til fjárfestingar langt umfram það, sem eðli- leg fjáröflun hefur leyft. Ennfremur er nauð- synlegt, að lán á vegum Húsnæðismálastjórnar verði takmörkuð við heilbrigða fjármyndun. Bankarnir hafa á undanförnum árum aukið útlán langt fram yfir þau takmörk, sem eðlileg aukning innlána og eigin fjár setur. A þennan hátt hefur verið ýtt undir verðbólguna og jafn- vægisleysið í efnahagslífinu og viðskiptunum við útlönd. Hér valda mestu um of fastskorðuð afurðalán og lán viðskiptabankanna til opin- berrar fjárfestingar. f þessum efnum verður að breyta um stefnu, ef verðbólgan á að stöðvast. 10 FRJÁLS VBR Z LUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.