Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 14
 Birgir Kjaran, hagfr.: 0 \ m III. M E N N 0 G M A L E F N I m >|g|r Anfoine Pinay og úrræði Frakka Lýðveldi með númerum „Sagan endurtekur sig" og „sagan endur- tekur sig aldrei" eru álíka sannar fullyríT- ingar. Spumingin er aðeins í liverju tilfelli hvaíla liluti sögunnar endurtekur sig?“ G. M. Trevdyan Að morgni mánudagsins 29. des. s. 1. urðu mikil tíðindi í Frakklandi. Áður en frá þeim verðtir skýrt, þykir rétt að rissa upp dálítinn bakgrunn atburðanna með því að stikla á einum eða tveim kapítulum í Frakklandssögu, en til þeirra má rekja söguþráð líðandi stundar. Miðaldamáltak segir, að Guð hafi gefið ítölum páfadóminn, Þjóðverjum keisaradóminn og Frökk- um lærdóminn. Víst hafa Frakkar löngum þótt lærðir vel og rökhyggju- menn, enda gerzt lærifeð- ur annarra þjóða í mörgu, þar á meðal félagsvísind- um. Þar hefur heldur ekki setið við fræðikenningar einar heldur þjóðfélög- um verið umbreytt, og það þó blóðugar byltingar hafi kostað. Þar hófst lýðstjórn fyrst til vegs, og vagga evrópsks þingræðis, sem fyrst var búin við Ermarsund, stóð öðrum fæti á frjórri grund franskra lýðræðishugsjóna, en hinum á kletta- strönd brezkra erfðavenja. Svo viðbragðsfljótir sem Frakkar hafa virzt til nýmælanna, hafa þeir ekki verið að sama skapi þolgóðir við að þrautreynagagnsemi þeirra. Þess ber saga franska lýðveldisins merki, því að á röskri hálfri annarri öld hefur fimm sinnum verið stofnað til lýðvehlis þar í landi. Antoine Pinay Fyrsta franska lýðveldið var grundað í frönsku byltingunni, 21. sept. 1792, og lauk því með valdatöku Napóleons í nóvember 1799. Annað lýðveldið kom til sögunnar 10. desember 1848, er Lúðvik Napóleon var kjörinn forseti, og lok þeirrar stuttu sögu urðu, er hann gerðist keisari 2. desember 1852 og tók sér heitið Napó- leon III. Eftir ósigur Frakka fyrir Þjóðverjum í orrustunni við Sedan, var svo lýðveldi númer þrjú hleypt af stokkunum 4. september 1870. Reyndist það langlífast og hélt velli, þar til Pétain marskálkur kom á laggirnar stjórn sinni í Vichy í júní árið 1940. Hinn 7. nóvember 1944 var tilkvnnt fjórða skráning franska lýðveldisins undir forsæti De Gaulles hershöfðingja, enda þótt það tæki ekki formlega gildi á franskri storð fyrr en 24. desember 1946. Hinn 8. janúar 1959 hálfnaði svo Frakkland sinn lýðveldatug, þegar De Gaulle gekk í forsetahöllina sem rétt kjörinn forseti Frakklands og kvaddi René Coty, hógværan fyrirrennara sinn og þann, er í haginn bjó, með þeim orðum, að hann væri „mikill borg- ari“, og þá sjálfur að skilnaði hyllingu Cotys, sem með galliskri orðkynngi lýsti því yfir, að „nú væri hinn fremsti meðal franskra æðsti maður Frakklands." „Það er til lítils að vera ungur —" „Franskir forsætisráðherrar verða að kunna listina að falla, ef jieir vilja lialda Afram á stjórnmálabrau tiniii.“ Der Spiegel Það hefur oltið á ýmsu um stjórn franskra lýðvelda. Sameinkenni þeirra allra er þó, að stjórnir hafa verið valtar og skammlífar. Ein ríkisstjórn Herriots lifði aðeins í þrjá daga, en 14 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.