Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 15
algengur meðalaldur hefur verið um 8 mánuðir. Arið 1936 var mynduð hundraðasta ríkisstjórn- in á starfsferli þriðja franska lýðveldisins, og á fjórtán ára skeiði fjórða franska lýðveldis- ins urðu ríkisstjórnirnar 25. Þessar tölur gefa þó ekki alveg sanna mynd af írafári franskra stjórnmála; með þeim er ringulreiðin eilítið ýkt, því að eins og Barthou mun einhverntíma hafa sagt á fundi gamla Þjóðabandalagsins í Genf, „þá hefur hvert land sínar siðvenjur, sum halda stöðugt sömu stefnu þrátt fyrir eilífar manna- breytingar í embættum, önnur halda sömu mönn- urn í ráðherrastólum, en eru alltaf að brevta um stefnu.“ — Þar við bætist svo, að manna- breytingar í frönskum ráðuneytum hafa verið snöggtum færri en aragrúi ráðuneytanna gæti gefið til kynna, enda sumir kunnir þjóðmála- skörungar þar í landi átt langsetur í ráðherra- stólum. í þau 28 ár, sem Briand sat á þingi, var hann t. d. ráðherra í 16 ár og þar af forsætis- ráðherra í fimm ár. Poinearé var í um tíu ár ýmist forsætisráðherra eða forseti Frakklands, og í 28 ár samfleytt gegndu aðeins fjórir mann, Delcassé, Pichon, Poincaré og Briand, störfum utanríkisráðherra. Þá er þess og að gæta, að stjórn Frakklands hefur allt frá dögum Richelieus kardínála ekki verið fyrst og' fremst í höndum þinga og' ríkis- stjórna, heldur hefur franska ríkisbáknið lifað nokkuð sjálfstæðu og samfelldu lífi, sem tryggt hefur verið af harðskólaðri embættismanna- stétt. Þessi embættismannakjarni hefur verið alinn upp til síns hlutverks í „hinum miklu skól- um“. Einn þeirra er Ecole Libre des Sciences Politiques í París. Hann var stofnaður árið 1871, m. a. með það fyrir augum að rétta Frakka úr kútnum eftir ófarirnar í frönsk-þýzku stvrj- öldinni. Þessi skóli undirbjó um áratugi allt að 90% franskra embættismanna undir lífsstörf þeirra. „Hinir miklu skólar“ voru menntastofn- anir úrvalsins, kröfuharðir, en árangursríkir við almenna fræðslu og mótun skapgerðar. f þessa skóla innritast menn eftir stúdentspróf, 17—18 ára að aldri, og sitja á bekkjum þeirra í 5—6 ár og lifa við strangleika hálfgerðs munkalífs. En þrátt fyrir slíkt. úrvalslið embættismanna hefur festuleysið í frönskum stjórnmálum auk- izt í æ ríkari mæli og haft stöðugt uggvænlegri áhril' á efnahag og fjármál þjóðarinnar; þannig hefur gengi frankans t. d. verið fellt 11 sinnum á 21 ári. Margoft hefur verið reynt að spyrna við fótum og ná samkomulagi um lausn vanda- málanna á örlagastundu, og oft hefur voðanum verið bægt frá eða vandinn leystur í bili. — Þeg- ar allt sýndist á hverfanda hveli, var leitað til ungu mannanna og nemenda „hinna miklu skóla“ um úrræðin. Af ungu mönnunum má fyrst telja þá Edgar Faure og Mendes-France. Þeir eru jafnaldrar, Faure fæddur 1908, en Mendes-France 1907. Edgar Faure varð forsæt- isráðherra árið 1952 og reyndi hann með ýmsum skvnsamlegum ráðstöfunum að hemja verðbólg- una, en stjórn hans féll á skattafrumvarpi sínu. Mendes-France, sem var sjn'englærður hagfræð- ingur, tók við stjórnartaumunum 1954, en utan- ríkis- og nýlendumálin urðu honum að falli. A árunum 1957 og 1958 kom svo til kasta langskólamannanna frá Ecole Libre des Sciences Politique. Það var þá fyrst Bourgés-Maunory og síðar Félix Gaillard, sem varð forstætisráðherra í byrjun árs 1958. Hann var aðeins 38 ára, er hann myndaði ráðuneyti sitt og þar með yngsti forsætisráðherra Frakklands í 100 ár. Nánustu samráðherrar hans, Bourgés-Maunory (43 ára), Chaban-Delmas (43) og Maurice Faure (36 ára), voru allir ungir menn og skólabræður hans. Það stóðu töluverðar vonir til þessa ráðuneytis. Búizt var við, að Gaillard tæki efnahagsmálin föstum tökum, því að gárungarnir sögðu um hann, að í stað hjarta hefði hann reiknivél. En nemendur „hinnamiklu skóla“ reyndustekkiöðr- um neitt ratvísari úr ógöngum hinnar pólitísku og efnahagslegu flækju. Gaillard skorti pólitískar forsendur til þess að leysa fjármálavandann. Hann mætti nýjum og gömlum viðfangsefnum aðeins með hefðbundnum bjargráðum, og við- tökur þings og þjóðar voru hroll-kuldalegar. Við umræðurnar í þinginu var hrópað til hans: „Það er lil lítils að vera ungur, ef maður fylgir stefnu hinna gömlu." Stjórn skólamannanna lelck ekki hljómgrunn hjá alþýðu manna, og féll hún í aprílmánuði 1958. Það má til fróðleiks skjóta því hér inn, að Chau- temps var fyrsti og líklega eini forsætisráðherra þriðja franska lýðveklisins, sem sagði af sér án þess að falla á þingi (1934). — Gaillard upplifði nú það stolta augnablik, sem margur franskur forsætisráðherra hefur notfært sér til þess að opinbera meiri heiðarleika, víðsýni og óeigingirni en þeir höfðu kjark til þess að sýna í valdasessi, FIÍ.TALS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.