Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 16

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 16
því að fallandi forsætisráðlierra, sem ekki vill drýgja pólitískt sjálfsmorð, verður í Frakklandi að „taka sig út“ í ræðustóli, þegar hann kveður. Hann verður að kunna listina að falla. Felix Gaillard, nemandi „hinna miklu skóla“, kunni sig, enda var honum óspart klappað lof í lófa, er hann lauk máli sínu með orðunum: „Þið mun- uð fella stjórn mína. Það mun koma ný stjórnar- kreppa. Hvaða fjármála- og efnahagsörðugleika mun sú kreppa hafa í för með sérp Við hvaða þingmeirihluta mun næsta stjórn styðjast? Og hver mun verða hennar stefna?“ Sútarinn frá Sankti Symphorien „Frakkinn hefur hjartað vinstra megin, en budduna liægi a megin.“ André Sicgjried. Þá er tími til komin, áður en lengra er haldið, að greina dálítið frá einni persónu, sem mjög kemur við sögu í þessu greinarkorni. Það er Antoine Pinay. Hann er franskur sveitamaður, fæddur 30. des. 1891 í smáþorpinu Saint Symph- orien-sur-Coise í Rhone-dalnum. Sjálfur taldi hann sig í upphafi til iðnaðarstéttar, eins og bakarasonurinn Daladier, sem einnig er fæddur í Rhone-dalnum, en báðum rann þó blóð til bændastéttarinnar. Litlar sögur fara af einkalífi Pinays, svo að það verður ekki rakið hér, heldur aðeins getið um nokkra helztu áfangana á opin- berum starfsferli hans. Pinay tók þátt í fyrri heimsstyrjöld, særðist og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir vasklega framgöngu. Að ófriði loknum hélt hann heim í sinn dal og sneri sér að sútaraiðn, stofnaði sút- unarfyrirtæki og leðurgerð. Varð hann brátt at- hafnasamur iðnrekandi og kaupsýslumaður í þeirri grein og var kjörinn til trúnaðarstarfa og forustu í samtökum leðurframleiðenda í Loire- héraði. Styttist þá leiðin til annarra opinberra mannvirðinga og þátttöku í þjóðmálum. Var hann fyrst kjörinn borgarstjóri í heimabæ sínum Saint-Chamond og síðar í Loire-héraðsstjórnina, og í fulltrúadeild franska þjóðþingsins var hann kosinn árið 193(i. Bauð hann sig fram fyrir Oháða radikalaflokkinn og var kosinn í Loire- kjördæmi. Á árunum 1938—40 var hann senator fyrir Loire-kjördæmi og gegndi þá varafor- mennsku í pólitískum samtökum, sem nefndust Lýðræðisbandalagið. Hann var einn í hópi þeirra 568 þingmanna, sem samþykktu hið sérstaka valdaumboð Pétains marskálks, og átti hann sæti í skammlífri þjóðstjórn Pétains. En þegar Þjóðverjar hernámu landið, tók hann harða af- stöðu gegn þeim og hvarf frá þátttöku í frönslc- um stjórnmálum, þar til eftir stríð. Þá tók hann þátt í myndun hægri flokks, sem bar nafnið Oháði lýðvehlisflokkurinn og var fljótlega aftur kjörinn á þing, og árið 1948 varð hann efna- hagsmálaráðherra í stjórn Queuilles. Síðan varð hann ráðherra í fjórum ráðuneytum, þeirra Ple- vens, Queuilles og Faures á árunum 1950—52. Hinn 8. marz 1952 myndaði Antoine Pinay ríkis- stjórn og gegndi auk forsætisráðherraembætt- isins störfum efnahags- og fjármálaráðherra. Gerði ráðuneyti Pinays eina alvarlegustu til- raunina, sem fram til þessa hafði verið gerð í Frakklandi eftir ófriðinn, til þess að stöðva dýr- tíð og verðbólgu, en þrátt fyrir verðstöðvun um stundarsakir tókst tilraunin ekki. Árið 1955 varð Pinay utanríkisráðherra í stjórn Edgars Faures, og 1. júní 1958 varð hann efnahags- og fjár- málaráðherra í ráðuneyti De Gaulles hers- höfðingja. Antoine Pinay er ekki einn af hinum litríku stjórnmálamönnum Frakklands á borð við sælkerann Herriot, lýðskrumarann Blum eða mælskumanninn Briand. Hann hefur því heldur ekki hlotið neitt viðurnefni, eins og mjög hefur tíðkazt, um franska stjórnmálamenn, svo sem „Tígrisdýrið“ (Clemenceau), „Hákarlinn“ (Tar- dieu), „Skýjakljúfurinn“ (Flandin) og „Nautið“ (Daladier). Sjálfur telur hann sig ekki fyrst og fremst vera stjórnmálamann, heldur kaupsýslu- mann. Pinay hefur ekki skrifað neinar bækur og sárafáar blaðagreinar; hann er heldur enginn fræðimaður né kenningasmiður á sviði hagvís- inda eða fjármála. Víst er þó, að hvað lífsskoðun og fjármálastefnu snertir hefur hann bæði hjarta og buddu hægra megin, þótt öðrum Frökkum sé tamt að skjóta þessu nokkuð hvoru til sinnar hliðar. Ræður hans bera vott um óbrotna hugs- un og einfalt mál, og virðist hann eiga afar hægt með að gera flókin mál einföld og setja fram hugmyndir sínar um kjarna efnahagsmálanna svo útúrdúralaust, að hverju meðalgreindu mannsbarni verði auðskilið. — Þetta er haft eftir Clemenceau: „Briand veit ekkert, en skilur allt; Poincaré veit allt, en skilur ekkert.“ Hvor- ugt á við um Pinay, en trúlega bæði veit hann og skilur töluvert margt og hefur jafnframt áræði 16 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.