Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 17

Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 17
til þess að hagnýta sér hvorttveggja og fram- fylgja skoðunum sínum, og það eru mannkostir, sem geta orðið Frökkum mikilsvirði í glímunni við erfið vandamál nánustu framtíðar. Við beð sjúkrar móður „I’að er leiðinlegt, að svo mikill maður skuli vera svo illa uppalinn." 'Fattcyrand um Nayóleon Það syrti ört að í landi sólkonungsins. Efna- hagsmálin urðu æ torleystari, og utanríkismálin voru á góðum vegi með að hlaupa í óleysan- legan hnút. Hallinn á ríkisbúskapnum varð mik- ill árið 195ö, en árið 1957 varð halli fjárlaga þó enn meiri. Á árinu 195(5 tókst ríkinu að afla sér ríflegra lána til langs tíma til þess að jafna hall- ann, en árið 1957 reyndist þessi leið ekki fær, og varð að grípa til þess óyndisúrræðis að stór- auka yfirdrætti hjá Frakklandsbanka. Allt árið 1957 var því verðbólgan í fullum gangi. Frá júní 1957 til janúar 1958 hækkaði vísitala heildsölu- verðs um 18,3%, og framfærslukostnaður jókst á sama tíma um 14,2%. Utanríkisverzlunin var óhagstæð og reynt var að halda innflutningi í skefjum með höftum. 1 byrjun árs 1958 greiddist þó nokkuð úr fjár- málavandræðunum, og var það m. a. fyrir til- verknað efnahagsaðstoðar frá O.E.E.C. og Al- þjóða gjaldevrissjóðnum. Vegna þessa og verð- hjöðnunarstefnu ríkisstjórnanna dró úr verð- bólgunni fyrri hluta 1958, og fjárhagur ríkisins fór batnandi, en engu síður voru utanríkisvið- skiptin þó áfram mjög öndverð og stórlega skorti enn á allt efnahagslegt jafnvægi í landinu. Þótt heldur vænkaðist hagur Frakka á sviði eínahagsmáhinna, keyrði um þverbak í stjórn- málunum og þá fyrst og fremst á sviði utanríkis- og nýlendumála, og þar kom að því, að segja mátti um ástandið eins og Robert Schuman orð- aði það á sínum tíma: „Þetta eru ekki stjórn- mál, heldur stríð.“ — Uppreisn hersins í Alsír var bein ógnun um stríð og heima í Frakklandi voru stjórnmálamennirnir tvístígandi og sund- urþykkir og í svipuðu hugarástandi og Herriot, er hann friðmæltist við Poincaré og sagði: „Við megum ekki rífast yfir sjúkrabeði móður okk- ar.“ Ástandið var í sjálfu sér talsvert áþekkt því, þegar rómversku legíónirnar gerðu upp- reisnir í skattlöndunum, marséruðu til Róma- borgar, tóku völdin af ráðlausum senötum og dubbuðu sigursæla generála til keisara. — Nú stóð De Gaulle við sitt Rubicon-fljót, og ten- ingunum var kastað, þegar franska þingið sam- þykkti 1. júní 1958 með 329 atkvæðum gegn 224 að veita honum stuðning sem forsætisráð- herra. Mynd De Gaulles hafði um árabil varpað skugga sínum á franskar stjórnir og beint eða óbeint orðið mörgum þeirra að falli. Að vissu leyti hefði De Gaulle getað sagt eitthvað svipað og Talleyrand varð að orði, þegar Lúðvík XVIII. spurði liann, hvernig hann hel'ði farið að því að steypa direktóríatinu af stóli og síðan Napó- leon: „lierra minn, ég gerði ekkert til þess; það er bara eitthvað óskýranlegt í mér, sem færir öllum stjórnum, sem forsmá mig, ógæfu.“ Það er svo önnur hlið á sama máli, að ýmsir stjórn- málamenn Frakklands geta sjálfsagt hugsað sér að heiml'æra fleiri spakmæli hins vísa Talleyr- ands upp á De Gaulle, eins og t. d. þau, er liann eitt sinn hreytti út úr sér um leið og hann strunz- aði af fundi Napóleons: „Það er leiðinlegt, að svo mikill maður skuli vera svo illa uppalinn,“ því að valdataka De Gaulles er óneitanlega mjög berhögg í garð þess anda, sem uppeldi „hinna miklu skóla“ er ætlað að skila nemendum sínum í veganesti. Þeir voru báðir hershöfðingjar, Napóleon og Georg Washington, og báðir hlutu að nokkru í krafti herfrægðar sinnar æðstu völd þjóða sinna. Napóleon náði völdum með tilstyrk hers- ins og hélt þeim fyrir atbeina hersins og var steypt af stóli með hervaldi. Georg Washington hlaut aftur á móti að eigin sögn „veraldarinnar mestu verðlaun: viðurkenningu og ást frjálsrar þjóðar.“ En svarið við spurningunni um örlög og árangur hins 68 ára hershöfðingja, er nú hefur hlotið æðstu völd Frakklands, geyma þau blöð sögunnar, sem enn hefur ekki verið flett. Sannleikurinn og strangleikinn „Heiðarleiki og festa er allt og suint, sem ég gel lofað; við það mun ég standa, hvort sem ferðin verður lengri eða skemmri, og enda þótt ég verði yfirgefinn af öllum." Gcorg Wasliington, er hann var kjörinn jorseti. Á þeim átján mánuðum, sem De Gaulle gegndi forsetaembætti á árunum 1945—46, fór fjár- málastjórn landsins engu síður úrhendis en hjá FIIJÁLS V E lt Z L U N 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.