Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 20
álags á kaupgjald var afnumin. Þó munu allra lægstu launin fylgja áfram vísitölunni, en þau voru jafnframt hækkuð um 4,5% og urðu um 700 þúsund verkamenn aðnjótandi hennar. 6. HaUi fjárlagci minnkaður: Aætlaður halli fjárlaga fyrir árið 1959 var áður en hinar nýju aðgerðir komu til um 40 milljarðar ísl. kr., en var nú skorinn niður um helming. 7. Nýir skattar og brottnám skattaívilnana: Skattaívilnanir til landbúnaðarins voru minnk- aðar og nýir neyzluskattar lagðir á m. a. kaffi, te, tóbak, vín, áfengi, og eru þeir taldir nema um 10 milljörðum ísl. króna. Einnig er gert ráð fyrir nýjum eyðsluskatti, sem jafnað skal á með tilliti til íburðar og ytri ásýndar velmegunar. Þannig er t. d. gert ráð fyrir að hækka upp skatt- skyldar tekjur manna eftir ákvpðnu mati, ef þeir eiga bifreið, lystisnekkju, reiðhest, sumar- bústað, hafa þjónustufólk o. s. frv. Þessi var árbíturinn, sem De Gaulle bar á borð frönsku þjóðarinnar að morgni mánudags- ins 29. desember, og heiti hans á matseðlinum var „Vérité et sévérité“. Eftir er að sjá, hvernig hann fellur í franskan smekk. Vegurinn milli rauðrar eyðimerkur og svarira frumskóga „I hörðum og crtiðum heimi, ]iar sem helg- um menningarverðmætum okkar, kristnum og húmanistískum, er ógnað, verðum við að skapa Frakklandi nýjar slofnanir sam- boðnar hlutverki ]iess og ábyrgð.“ Pinay um liina nýju stjórnar- skrá Fraklclands. Minnugir svörtuskóga fjármálaspillingar Sta- vinsky-tímabilsins og eyðimerkurgöngu hinnar rauðu alþýðufylkingar þeirra Blums og Torez, hafa Frakkar nú valið meðalveginn, enda ekki seinna vænna a. m. k. að dómi Pinays, sem segir: „Ef við liefðum ekki tekið þessa ákvörðun um að endurskipuleggja stefnu landsins í fjár- málum, efnahagsmálum og peningamálum, hefðu skuldir þjóðarinnar rokið upp úr öllu valdi og yfir hefði vofað gjaldþrot, sambærilegt við það hrun, sem gekk yíir sumar þjóðir Mið-Evrópu fyrir 30 árum.“ Frakkar hafa nú kynnzt því, hvað felst í orð- unum „sannleikur og strangleiki“. Sannleikurinn þýðir, að hulunni hefur verið svipt af innviðum fransks efnahagslífs, og strangleikinn felur í sér afnám niðurgreiðslna, verðbóta, styx-kja, skatta- ívilnana og vísitöluuppbóta að viðbættum nýj- um sköttum. Þessar aðgerðir hafa vafalaust í för með sér kjararýrnun, a. m. k. um stund. Eftir er nú að vita, hvernig alþýða manna bregzt við. Það er talið nokkuð víst, að ekki liafi nokk- ur önnur stjórn í Frakklandi þurft að lögbjóða nema sem svaraði eins og einum tíunda hluta af þessum efnahagsráðstöfunum, til þess að búið liefði verið að boða til allsherjarverkfalls innan sólarhrings frá gildistöku laganna. lleynir nii á vinsældir De Gaulles og traust þjóðarinnar til félaga hans, því undir þróun verðlags- og kaup- gjaldsmála á næstu mánuðum er komið, ekki aðeins, hvort tilraun Pinays til viðreisnar frönsk- um fjármálum heppnast, heklur verður jafn- framt skorið úr um örlög De Gaulles og ríkis- stjórnar hans. Frakkar liafa samþykkt stefnu De GauIIes, og nú verða þeir að greiða íyrir hana, en vilja þeir innleysa víxilinn? Verðlag mun hækka í Frakklandi um 3—4 stig vegna þess að hætt er að greiða vísitöluna niður, og aðrar verðhækk- anir geta einhverjar orðið, enda þótt frjáls inn- flutningur eigi með aukinni samkeppni að hamla þar í móti. Hins vegar má verðlag ekki hækka meir en sem nemur 8% í heihl, ef tilraunin á að takast. Mikið veltur því á, að verklýðsfélögin hrindi ekki af stað nýjum reipdrætti verðlags og kaupgjalds. Þá er og áríðandi, að niðuríærslan gangi ekki heldur svo langt, að hjól vei-ðhjöðn- unar og samdráttar fari að snúast svo hratt, að um of dragi úr framkvæmdum og af hljótist al- varlegt atvinnuleysi. Heimspekingurinn Salvador de Madariaga hefur sagt: „Sönn frjálslyndisstefna ein getur vísað veginn, sem liggur milli hinnar rauðu eyði- merkur og hinna svörtu frumskóga." Frakkar hafa valið leið hinnar frjálslyndu stefnu í efna- hagsmálum. Öllum unnendum frelsis er því mik- ið í mun, að tilraun þeirra rnegi takast, því að ef frjálslynda efnahagsstefnan sýnir hæfni sína til þess að skapa þjóðunum öryggi og góð lífs- kjör, þá mun hún hafa meira aðdráttarafl fyrir enn óráðnar þjóðir og móta fremur val þeirra á þjóðfélagsformi og hagkerfi, lieldur en sósíal- istísk röksemdafærsla í formi langdrægra flug- skeyta og tunglskota getur áorkað. Um það mun sagan hafa síðasta orðið. 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.