Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 23
verkfærum. Af þessari ástæðu er vinnsla silfur- bergs orðin svo dýr, að það er vafasamt, hvort hún á sér nokkra framtíð, nema ef vera skyldi þar sem vinnuafl er mjög ódýrt. Mór og surtarbrandur Mórinn er gamalkunnur orkugjafi, sem liefir löngum verið notaður til eldsneytis víða um land. Vinnsla hans hefir aðallega farið fram með handverkfærum og er þess vegna bæði dýr og seinleg. Móvinnsla heíir því farið minnkandi hin síðari ár, og vafasamt er, að hún aukist á nýjan leik, nema breyttar vinnsluaðferðir og véltækni komi til. Um það bil þrír hundraðshlutar lands- ins eða 300 km2 eru þaktir mómýrum, og má það ljóst vera, að í mónum okkar liggja mikil verðmæti ónotuð. Auk þess að mórinn er orku- gjafi, er unnt að vinna úr honum nokkurn veg- inn sömu efni og úr timbri og kolum. Sem kunnugt er, skortir landið bæði skóg og kol. Þess vegna er það mikilvægt rannsóknarefni fyrir Tslendinga, hvernig bezt má nýta þau verð- mæti, sem í mónum felast. Mókol eða surtarbrandur finnast allvíða í millilögum innan um blágrýtið okkar. Stundum hafa þau verið notuð til eldsneytis, einkum þegar erfitt hefir verið um aðdrætti steinkola erlendis frá. Mókol hafa minna hitagildi en steinkol og liggja auk þess víðast hvar í þunn- uni lögum, oft fjarri vegum og góðum höfnum. Er vinnsla þeirra og flutningur því bæði dýr og erfiður. Ofaníburður og steypuefni Hér að framan hefir verið getið nokkurra jarðefna, sem á liðnum öldum hafa verið hag- nýtt á íslandi. ()11 voru þau unnin í fremur smá- um stíl, og í dag hefir vinnsla þeirra fyrst og fremst sögulegt gildi. Með akvegagerð og steinsteypu hafa möl og sandur hafizt til vegs sem hagnýtt jarðefni. Með hverju árinu, sem líður, gleypa vegir og götur meira og meira af ofaníburði, sem skiptir nú milljónum lesta árlega. Samt hafa vegir hér á landi, til þessa dags, verið byggðir fyrir fremur létt farartæki. IMeð tilkomu hinna þungu flutn- ingatækja, sem nú eru óðum að ryðja sér til rúms, aukast kröfurnar til vegagerðar að mikl- um mun. Það er því fyrirsjáanlegt, að þörf okk- ar fyrir ofaníburð eykst hratt næstu árin. Senni- lega hrekkur þá möl. sandur og bruni ekki til, heldur rekur að því, fyrr eða seinna, að taka verði grófan ofaníburð úr fjallaskriðum og jafn- vel að vinna grjót úr föstu bergi til þess að full- nægja þörfinni. Steinsteypugerð er ekki gömul iðn á Islandi, þó mun nú láta nærri, að árleg notkun malar og sands til steypugerðar nemi um hálfri milljón lesta alls á landinu. Verðmæti steypuefnis er mjög undir því kom- ið, hvernig það liggur við þéttbýli og flutningum. Góður malarkambur eða sandfjara er drjúgur tekjustofn landeigendum við sunnanverðan Faxaflóa. Aftur á móti mun enginn hafa safnað auði á því að selja steypuefni úr Sólheimafjöru. 1 öllum menningarlöndum heims, þar sem vik- ur og annað frauðgrýti er að finna, er það notað sem byggingarefni, bæði í steinsteypu og til einangrunar. Hér á landi fer notkun frauðgrýtis til steinsteypu í vöxt, en tæplega þó eins hratt og vænta mætti í landi, sem er jafnríkt að frauð- grýti og Tsland. Bygging íbúðar er langmesta fjárfestingin, sem venjulegur borgari þessa lands ræðst í um ævina. Auk þess eru steinsteypubyggingar snar þáttur í flestum ef ekki öllum tæknilegum fram- kvæmdum á vegum hins opinbera. Þess vegna veltur á miklu, að vel sé vandað til allra steypu- framkvæmda, bæði um meðferð steypunnar og val á efni í hana. Bæði þessi atriði eru mikilvæg- ari, en menn hafa almennt gert sér ljóst. Skeljasandur og ljósgrýti Við strendur landsins, einkum að vestan, er skeljasandur algengur bæði í sandfjörum og á sjávarbotni í flóum og fjörðum. í söndum þessum er skelin misjafnlega blönduð blágrýtis- eða mó- bergssandi, og er kalkmagnið (CaCO O yfir 90%, þegar bezt lætur. Það er raunar kunnara en svo, að frá þurfi að segja, að nú hefir verið byggð sementsverksmiðja á Akranesi, þar sem skelja- sandur úr botni Faxaflóa er helzta hráefnið. í skeljasandinn vantar kísilsýru (SiO), og fæst hún úr ljósgrýti, sem unnið er við Bláskeggsá í ITvalfirði. Önnur nauðsvnleg steinefni fást að nokkru úr móbergssandinum, sem er blandaður skelinni í botni flóans, en það. sem á vantar, i'æst úr ljósgrýtinu auk kísilsýrunnar. Þannig eru öll hráefni sementsins, að gipsinu undan- skildu, unnin úr íslenzku bergi. Framh. ó bls. 29 riiJÁLS VEIiZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.