Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 26

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 26
síðan til Kaupmannahafnar og lestaði þar 514 smálestir af ýmsum vörum, þar á meðal stóran spennubreyti, sem vó 22 smálestir. M.s. „Selfoss“ er búinn 30 smálesta lyftiás, en stöðugt er burð- arþol lyftiásanna aukið samkvæmt þörfum inn- flytjenda, og þá helzt í sambandi við rafvæðingu landsins. Frá Kaupmannahöfn sigldi „Selfoss“ til Hamborgar og lestaði þar 1520 smálestir. Að lestun lokinni sigldi skipið til Reykjavíkur, og þar var strax tekið til óspilltra málanna að losa það. Það er fróðlegt að gægjast lítið eitt í farm- skírteini varanna, sem skipið kom með til Reykjavíkur. Þessar 2043 smálestir voru merkt- M.s. Selfoss hleypur ctf stokkunum 12. júní 1958 ar á 45 staði á landinu, en þó miklu mest til Reykjavíkur eða um 80%. Vörutegundir voru margvíslegar: fóðurvörur, matvæli, sement, smurolíur, smjörlíkisolíur; timbur, bílar, járn, pappír, vefnaðarvara, skólavörur, vélar o. s. frv. móttakendur þessara vara voru 483, en send- ingar alls rúmlega 1000. í þetta sinn var varan það fyrirferðarmikil, að lestar skipsins voru full- ar, og þar að auki um 60 smálestir á þilfari, þó að heildarþunginn væri aðeins um 2000 lestir. Af jafnþungri vöru, sem fyllir um 68 rúmfet hver smálest, getur „Selfoss“ borið um 3000 smálestir og jafnframt haft nægan forða elds- neytis og vatns til 30 daga siglingar. . Þessi farmur „Selfoss“ er aðeins „almennt" sýnishorn af flutningi til landsins. Það eru mörg handtök og margt átakið, sem þarf til þess að smala saman vörum, lesta þær, sigla með þær, losa og stafla í vörugevmslu. Það er ekki aðeins sýnileg vinna beint við vöruna, heldur einnig skipulögð skrifstofu- og vörugeymsluvinna, l'lu tn- ingur, skatthcimta hins opinbera o. s. frv. Það eru sjálfsagt mjög fáir, sem gera sér grein fyrir öllum þeim mannfjölda, sem beint eða óbeint hefur hjálpað til að við fáum okkar molakaffi engu síður en Brasilíubúinn. Eimskipafélagið keypti gamla „Selfoss“ 1928, þá 14 ára gamlan. En skipið (sem áður hét Wille- moes) hafði verið í eigu íslenzka ríkisins, sem notaði það til olíuflutninga fyrir landsverzlunina. Samanburður á nýja og gamla „Selfossi“ er ó- sanngjarn, þar sem sá fyrri var alls ekki smíð- aður fyrir staðhætti hér, þótt hann hafi verið óvenjuvel hæfur til siglinga við landið (hann var keyptur til íslands árið 1917). Nýi „Selfoss“ ber þrisvar sinnum meira en hinn gamli. og hann er einnig þrisvar sinnum stærri að lestarrúmi. Sá gamli gekk 9 mílur, en sá nýi 15. Skipshöfn á þeim gamla var 21, en 30 á þeim nýja. Sá gamli gat flutt árlega um 12000 smálestir til og frá landinu, en sá nýi gæti flutt um 60000 smál. Kaupvex-ð gamla „Selfoss“ var 140.000 krónur, en þess nýja um 52 milljónir. Ekki er enn hægt að bera saman þann gamla og þann nýja að heppni, en óskandi væri, að lánið fylgdi nafn- inu, því að gamli „Selfoss“ var mesta happaskip. Það er ósk allra þeirra, sem vilja ísland frjálst og fullvalda, að floti landsmanna byggist upp af traustum og hagkvæmum skipum, í höndum þeirra, sem bezt kunna að sigla þeim, öllum landsmönnum til beztra nytja. MYNDACÁTAN Allmargar ráðningar bárust á verðlaunamynda- gátunni, sem birtist í jólahefti Frjálsrar Verzlunar, og voru flestar réttar. Dregið var úr réttum ráðn- ingum og hlutu eftirtaldir menn bókaverðlaun: Kristinn Kristjánsson, Hellnum, Snæfellsnesi. Loftur Baldvinsson, Nýja-Garði, Reykjavík. Guðlaugur Jónsson, Seyðisfirði. 26 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.