Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 31
í fersku vatni. Getur vart þann vatnspytt, salt- an eða ósaltan, sem birta nær til, að ekki úi þar og grúi af kísilþörungum. Við dauða þörunganna falla skeljarnar til botns. Þegar tímar líða, verða af þeim jarðlög, misjafnlega þykk að vísu og misjafnlega hrein. Kísilsetin verða hreinust, þar sem lítið berst að af gruggi. I eldfjallalandi með miklum upp- blæstri fellur aska og áfok af völdum sand- storma í stöðuvötnin og blandast kísilskeljun- um í botni þeirra. Leysingavatn og annað grugg- ugt yfirborðsvatn spillir og kísilsetunum. Hér ú landi er hreinasta kísilmold að finna í tjörnum og stöðuvötnum, sem girt eru hraunum, eða annars staðar, þar sem lítið er um aðrennsli yfir- borðsvatns, og sandfoks gætir ekki til muna. Kísilþörungar náðu mestum blóma á Tertier- tímabili jarðsögunnar og er blómaskeiði þeirra ekki lokið. Vegna þess liggja allar helztu kísil- skeljanámur lieimsins í ungum jarðlögum, en fáar í bergi, sem er eldra en tertíert. Námur þessar hafa fundizt í flestum löndum heims, og vafalaust eru margar slíkar námur ófundnar. Nú vinna Bandaríkjamenn allra þjóða mest af kísilsalla, enda liggja langstærstu kísilskelja- námur veraldar í Bandaríkjunum. Notkun kísilsalla í stórum stíl á sér skamma sögu. Nöfn eins og fjallahveiti og bergmjöl eru til komin vegna þess, að í hungursneyðum tíðk- aðist að drýgja mjölið með kísilmold. Sums staðar í Ameríku voru Indíánar vanir að geyma kar- töflur í kísilmold til þess að verja þær gegn ágengni skorkvikinda og rotnun. Kom þar að gagni hæfni kísilmoldarinnar til þess að draga í sig raka og minnir á það, að nú er kísilsalli notaður til þess að verja tilbúinn áburð gegn raka. Fróðan mann þyrfti til, ef telja skyldi allar þær vörutegundir, sem kísilsalli er að einhverju leyti notaður í nú orðið. Notkun hans er svo ný af nálinni, að hann er naumast búinn að vinna sér þá hefð sem skyldi í skýrslum og öðrum fræðibókum um nothæf jarðefni. Hann hefir verið nefndur þúsund þjala efnið (the non- metal of thousand uses), en sennilega er talan þúsund of lágt til tekin. Sænski hugvitsmaðurinn Alfred Nobel lét kísilsalla drekka í sig nítróglycerín og fann þar með upp sprengiefnið dýnamít. Við framleiðslu þess var kísilsalli notaður fyrsta sinni að marki í iðnaði. Sú notkun er nú að mestu úr sögunni. Um skeið var kísilsalli mikið notaður sem milt fægiefni, og svo er að vísu gert enn, enda þótt nú sé hveríandi lítill hluti heildarframleiðslunnar notaður á þann hátt. Árleg vinnsla kísilsalla um heim allan mun nema hálfri milljón lesta eða rösklega það. Ekki er það há tala, ef hún er borin saman við vinnslu og notkun ýmissa annarra jarðefna. En kísil- sallinn er léttur í vigtina, svo að í rauninni er þessi lestatala allmikið magn, ef miðað er við rúmmálið. Mikið af kísilsalla er notað til þess að hjúpa tilbúinn áburð, svo að hann blotni ekki og hlaupi í kekki við geymslu. Til þess þarf ekki mjög hreina kísilmold, en að magninu til munu áburð- arverksmiðjur vera fremst á blaði um notkun kísilsalla, í Evrópu að minnsta kosti. Næst koma svo síurnar. Hreinsaður og brenndur kísilsalli er notaður til þess að hreinsa og aflita fjölda vökva. Má þar til nefna olíur margs konar, líf- rænar sem ólífrænar að uppruna. Efnafræðileg- ar upplausnir, svo sem lökk, fernissur, sápur og málningavörur. Sykurupplausnir, cil og áfenga drykki, svaladrykki alls konar, litunarvökva, bóluefni og vatn, hvort heldur er til drykkjar eða iðnaðar. Kísilsallinn dregur að sér og bindur hvers konar fíngerð óhreinindi, lífræn sem ólíf- ræn. Meðal annars er talið, að með kísilsíum sé unnt að hreinsa allt að 95% af gerlum og bakteríum úr menguðu vatni. Þannig má geril- sneyða drykkjarvatn með kísilsíum, og halda vatni í sundlaugum hreinu með reglubundinni hringrás gegnum slíkar síur, án þess að skipt sé um vatn í lauginni. Bræðslumark kísilsalla liggur við 1(100° C. Þess vegna er unnt að nota hann til einangrunar við liáan hita. Sem dæmi má nefna ofna, sem notaðir eru við málmbræðslu, glergerð og leir- brennslu. Loks er kísilsalli notaður í stórum stíl sem fylliefni eða burðarefni fyrir ýmiss konar vökva. Einfalt dæmi um þess háttar notkun er dýna- mítið, sem fyrr var nefnt, en þar er kísilsallinn burðarefni, sem drekkur í sig hið fljótandi sprengiefni. Sama máli gildir um ýmiss konar málningavörur og litunarefni, sem gerð eru seig- fljótandi eða deigkennd með kísilsalla. Þá tíðkast að nota hann sem burðarefni fyrir ýmiss konar skordýraeitur, sem notuð eru í duftformi. FIiJÁLS VEHZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.