Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 36

Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 36
Tlaraldur Árnason, ráðunautur: I111MI Grein þessi var samin sem útvarpserindi og var flutt í búnaðarþætti hinn 5. janúar sl. Höfundurinn varð góðfúslega við beiðni Frjálsrar Verzlunar um að fá að birta hana. Margir halda því fram, að íslendingar séu gáf- aðri en allar aðrar þjóðir og duglegri til hvers konar vinnu. Ekki skal ég leggja hér neinn dóm á það, hvort íslendingar eru skynsamari eða duglcgri en annarra þjóða menn. Hins vegar virðist skynsem- inni stundum vera misjafnlega beitt og að sumir fari nokkuð sparlega með dugnaðinn. Undanfarin ár hafa hinar ýmsu atvinnustéttir háð allmæðusamt kapphlaup við verðlagið. Menn hafa heimtað hærra kaup til að mæta hækkandi vöruverði, og til þess að ná sömu kjörum og ein- hver önnur stétt, eða helzt betri kjörum. Vcrðbólgan hefur verið skrúfuð upp af meira kappi en forsjá. Stundum virðast kröfur um sam- ræmingu kaup og kjarasamninga stafa meira af öfund en nauðsyn. ()fundin er sennilega nokkuð rík í okkur íslendingum, þó að hennar sé sjaldan get- ið, þegar liælzt er um vegna gáfna eða annarra kosta. Flestir eru vafalaust orðnir þreyttir á þessu ei- lífa kapphlaupi kaupgjalds og vöruverðs, að minnsta kosti er mikið talað um að stöðva verð- bólguna. Væri óskandi, að slíkt gæti t.ekizt án þess, að atvinnustéttirnar teldu nauðsyn á verkföllum. Flestir hafa komizt að raun um, að ekki verður eytt meira en því, sem aflast. Atvinnuvegirnir greiða flestir i laun ]>að, sem þeir þola og sumir meira. Margir halda því fram, að íslendingar séu mjög duglegir til allrar vinnu. Þó held ég að megi full- yrða, að atorkunni sé ekki alltaf beitt sem skyldi, og ekki alltaf á réttan hátt. Viðurkennt mun það vera, að ekki verði komizt hjá einhverri kjararýrnun almennt, nema til komi aukin og bætt afköst við hvers konar vinnu í land- inu. Víða cr unnið mjög vel en á mjög fáum stöðum svo vel, að ekki sé hægt að bæta þar um, annað hvort að auka afköstin eða vinnugæðin, nema hvort tveggja sé. Fólki er það oft ekki ljóst, að með því að vinna vel fyrir vinnuveitandann, er það í raun og veru að leggja inn handa sjálfu sér fyrir framtíðina. Með því, að hagur vinnuveitandans batni, verða mögu- leikarnir betri á, að hann geti borgað meira kaup. Fæstir skilja þó þýðingu bættra vinnubragða og aukinna afkasta nema fá borgað jafnóðum fyrir það, sem þeir láta í té urnfram venjulegar lág- markskröfur. Ákvæðisvinna tíðkast nú í æ fyllri mæli bæði hér og erlendis. Þegar ákvæðisvinna er unnin, er borgað eftir afköstum. Ymist eru mæld og borguð vinnuafköst hvers einstaklings eða heils vinnu- flokks. Menn fá goldið aðeins fyrir það, sem þeir láta í té og virðist það réttlátt, enda mælist það vel fyrir hjá flestum, sem á annað borð eru frískir og sæmilegir vinnumenn. Fyrir nokkrum árum unnu saman við rafsuðu á Keflavíkurflugvelli tveir amerískir rafsuðumenn og nokkrir íslenzkir. Ameríkanarnir unnu í ákvæðis- vinnu og afköstuðu tvisvar til þrisvar sinnum meira en íslendingarnir, scm voru í venjulegri tímavinnu. Reynt var að fá íslendingana til að vinna betur og cftir nokkurt þóf gengust þeir inn á að reyna, enda áttu þeir að fá aukagreiðslu fyrir allt, sem ]>eir unnu umfram meðalafköst, og var þetta reiknað út á hverjum degi. Afköstin meira en tvöfölduðust á einni viku. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ákvæðis- vinna á skurðgröfuin Vélasjóðs. Síðan hafa meðal- afköst á gröfu uicÁra en tvöjaldazt, og þó hefur aðstaða til skurðgraftar frekar versnað. Af þessum dæmum og fjölda mörgum öðrum, scm ég hirði ekki að skýra frá hér, er ljóst að vinnuafköst er hægt að auka gífurlega í flestum 36 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.