Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 41

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 41
Árni var gamall skólabróðir minn, þó ekki kandi- dat eins og ég — en sleppum því, Árni var inikill maður þarna suðurfrá. Hann var þjónn á báða bóga, einkum á vesturbóginn. Annaðist ótalmörg miðlarastörf, gerði mörgum greiða. Ágætis-drengar. Á báða bóga. „Öðrum megin í fríðu,“ sagði ég við manninn að vestan, þann sem var á leið á völlinn, — „en hinum megin svo ótalmargt af alls konar varningi, að ekki verður tölu á komið.“ Eg leit auðvitað ekki á Árna, fremur en hann væri núll. — Einhver hló úti í dimmunni. Þurran, Ieiðiidegan hlátur. Árni bretti kragann betur upp og sneri sér frá okkur. Ilann var fínn maður. „Var bíllinn þinn bilaður, Árni?“ spurði é-j — en fékk ekkert svar. Enda var mér saina, var svona að láta manninn að vestan vita, uppá gamlan kunn- ingsskap við Árna, að hann væri mikilmenni, með eigin bíl og allt. Ég hef alltaf svo gaman af að gera mikið úr öðrum.---------- Ég fór að hugsa um hana Olivínu, blessaða konuna. Hún hlaut að vera kominn yfir fimmtugt, Hklega fimmtíu og sex eða sjö ára. Vafalaust tíu árum eldri en ég. Man eftir henni, daginn sem ég var fermdur, þá var hún fullorðin stúlka falleg og fönguleg. Hún hjálpaði lil í fermingarveizlunni. Ef ég man rétt, þá er ég nú fjörutíu og sjö ára. — Já, það var mikið um dýrðir þann dag, stór veizla heima, matur og drykkur, gleði og glaumur. Eg man að Ólivína kom til mín, þar sem ég stóð í stóru stofunni, hún var með bakka með vínglösum. — „Það er óhætt fyrir svona stóran og sterkan pilt að fá sér glas,“ sagði hún og brosti, svo að skcin í mjallhvítar, sterkar tennur milli rauðra, nokkuð þykkra vara. Nei. ekki vantaði neitt ])á! Og svo erfði ég allt, — það var mikill auður, þá var ég víst orðinn stúdent. Eg sá Olivínn stundum á götu um þær mundir, hún bjó víst mcð einhverjum trésmíðameistara, ég lield þau ha.fi aldrei vcrið gift. Þessir peningar og aðrir fjármunir! Blessaðir eða bölvaðir eða hvorttveggja. Það voru þó nokkur ár, scm ]>eir entust, utanlands og inn- an. Háskólapróf tók ég, meira að segja fremur gott próf í — nei, það er nú sama í hverju það var. Ég er orðinn ryðgaður í þeim vísindum öll- um. Olivína tekur nú við pcningunum mínum, sem ég vinn mér inn og gætir mín, er ég kem í bæinn, uin hverja helgi. Ég skil ekkert í því, hvað þessi ekkja er góð við mig, hlúir að mér, dekrar við mig, hlýjar mér og gleður mig. Drekkur með mér eina flösku af sjerrí eða madeiravíni á hverju laug- ardagskvöldi, ef mig þá langar í það — áður en við háttum saman. Hún er há og vel vaxin, ennþá, hárið svart, dálítið hæruskotið. Hún hafði aldeilis ekki mikið húspláss, þessi Ólivína. Eitt herbergi og eldhús. Falleg kona. „Veiztu hvað?“ sagði hún við mig, eitt kvöldið. „Þú hefur alltaf, síðan daginn sem þú fermdist, verið fallegasti pilturinn minn.“ Hún hjúfraði sig' upp að mér í rúminu, hún var hlý og mjúk — vissi ekki hvernig hún ætti að gera sem mest fyrir mig. — Eg vék mér aftur, að þeim nýkomna að vestan. „Var það ekki Matthías sem sagði „flytjum sam- an, byggjnm bæi“? Það var á öldinni sem leið. Honum var ekki gefið um strjálbýlið, karlinum. Nú er þjóðin að flytja saman og byggja bæi, þar seni bezt og lífvænlegast er að vera. Er það ekki sjálfsagt? Nú vi 11 öll þjóðin — eða svo má segja — vera við Faxaflóa og nágrenni — og svo komu þeir, eins og englar af himni sendir, þessir flugvallar- menn, til þess að kóróna það allt saman, ekki satt?“ Hann leit á mig. Nér sýndist hann dapur í bragði og einmanalegur. „Það er erfitt fyrir einyrkjann," sagði hann. „Þrældómur, og engin þægindi að neinu leyti,“ sagði Jón Ká, sem var kominn til okkar — „ég skil satt að segja andvoðans ekki hvernig fólk fer að tóra læknislaust, skemmtanalaust, brennivíns- laust og allslaust, með eina kerlingu með vesældar- dropa á nefinu, náttúrulausa, skítuga! Svei því?“ Mér leiddist Jón Ká. Hann var dóni. Ég fór aftur að hugsa um Ólivínu, ekkjuna, — því hún sagðist vera ekkja, — sem hitti mig á götu, hálfdauðan af kulda og tók mig með sér heim til sín. Þá var ég einn af þessum mönnum, sem fínni tegund fólks kallar róna, átti hvergi alhvarf — satt að segja. Meðan ég átti sæmileg föt, náði ég oft í peninga, en eftir að ég fór að ganga í gömlum fötum og ljótum — já, þá varð það erfiðara. Jafnvel herrar, sem höfðu setið í góðum veizlum hjá mér á velmektardögunum, og sem ég hafði lánað mikið fé, sem aldrei var goldið aftur, létust ekki þekkja mig og ncituðu mér um aura. Var ég reiður við þessa menn? Nei. — En ég skamm- aðist. mín ekki fyrir það, á þeim dögum, ])ótt ein- hver ríkur maður gæfi mér stóran pening, kannski fimmtíu krónur eða hundrað. Iíafði ég ekki, sjálf- ur, gefið nokkur hundruð þúsund krónur, góðar FRJÁLS VERZLUN •41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.