Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 43

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 43
Skrafað um verzlun fyrr á tímum Marteinn Þorsteinsson segir frá verzlun á Fá- skrúðsfirði á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Mörgum lesendum Frjálsrar Verzlunar mun Marteinn Þorsteinsson vel kunnur. Ilann stundaði verzlun á Fáskrúðsfirði um nær hálfrar aldar skeið og rak sjálfur mikla verzlun og útgerð þar í þrjátíu ár. Fréttamaður blaðsins gekk fyrir nokkru á fund Marteins, og er eftirfarandi spjall hluti af lengra viðtali. „Hvenær byrjaðir þú að fást við verzlun?“ „Ég var 25 ára þegar ég byrjaði að fást við þau störf. Ég stundaði sjómennsku frá fjórtán ára aldri, en fór á búnaðarskóla til Torfa í Ólafsdal, þegar ég var tuttugu og tveggja ára og var þar tvö ár. Fyrst eftir að ég kom austur aft- ur, stundaði ég búnaðar- störf, en svo atvikaðist það þannig, að Olgeir Friðgeirs- son, sem var verzlunarstjóri á Fáskrúðsfirði, vantaði mann í verzlunina, og bauðst mér starfið — og tók ég því. Olgeir var eins og ég sagði verzlunarstjóri verzlunar þeirrar, sem Örum & Wulf áttu á Fáskrúðsfirði. Örum & Wulf var danskt fyrirtæki, sem átti fimm verzlanir fyrir norðan og austan — á Húsavík, Þórshöfn, Vopna- firði, Fáskrúðsfirði og Berufirði." „Með hvað var verzlað þarna og hverjir voru helztu viðskiptavinirnir?“ „Það var verzlað með allt milli himins og jarðar. Örum & Wulf átti stærstu verzlunina á Fáskrúðs- firði og fvrirtækið keypti framleiðsluna á fisk- og landbúnaðarvörum, en seldi í staðinn alls kyns vör- ur, bæði til neyzlu og til framleiðslunnar. Helztu viðskiptavinirnir voru útvegsbændurnir — en land- bændur skiptu þar töluvert líka.“ „Var danskurinn sanngjarn í þessum viðskipt- um?“ „Já, þegar komið var fram á þennan tíma, voru verzlunarhættir dönsku kaupmannanna allt aðrir en lýst hefur verið frá dögum einokunarinnar. Álagningunni var stillt í hóf, og þeir gerðu eins vel við viðskiptamennina og þeir gátu. Þetta á að minnsta kosti við um það, sem ég kynntist hjá Örum & Wulf. Á þessum árum fyrir fyrra stríðið áttu aldraðar konur fyrirtækið, og mér er nær að híilda, að þær hafi aldrei rakað saman neinum gróða á rekstri þess, enda var þeim víst fyrst og fremst annt um öruggar tekjur frekar en miklar.“ „Áttuð þið ekki mikil viðskipti við útlendinga?“ „Jú, þarna kornu Fransmenn í stórhópum, en einnig Englendingar. Ég man eftir því að ég taldi einu sinni sextíu og fimm frönsk og níu ensk ski]g sem lágu inni á höfninni. Jjá voru útlendingarnir í miklum meiri hluta í þorpinu. Fransmennirnir hegðuðu sér yfirleitt vel og gerðu engum mein, en Englendingarnir voru ekki eins góðir viðskiptis og voru miklu uppivöðslusamari. Mér líkaði alltaf vel við Fransmennina, þetta voru beztu náungar.“ „Hvernig gekk ykkur að tala við þá?“ „Nú, það gckk einhvern veginn. Olgeir var t. d. góður frönskumaður, og það kom sér vel fyrir verzl- unina, því að samkeppnin milli verzlananna um við- skiptin við Fransmennina var hörð. Annars töluðu þeir mismunandi mállýzkur og skildu ckki alltaf hvorir aðra. Þarna kom t. d. oft franskt eftirlits- skip og þurftu yfirmenn þess að fá túlk til þess að skilja suma frönsku sjóarana." „Iívað keyptu Fransarar helzt hjá ykkur og með hverju borguðu þeir?“ „Þeir keyptu ýmislegt — nautakjöt og fleira mat- arkyns, en greiddu í vörum, mest í kcxi og brauði, færum og salti. I>essi viðskipti voru það mikil, að mig minnir, að á árunum 1902 til 1910 hafi ekkert salt verið keypt til Fáskrúðsfjarðar, nema það, sem Fransmenn seldu þar. Annars greiddu þeir líka stundum í frönkum. I>eir gengu náttúrulega eins og íslenzk mynt. I’essu þurftu búðarmennirnir öllu að breyta og voru því líka alvanir. I>á var frank- Marteinn Þorsteinsson FRJÁLS VERZLUN 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.