Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 48

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 48
Aldrci er cleilt uin aldur barna, sem ferðast með járnbrautum í Chile. í öllum farmiðasölum er fest fjöl á einu vegginn, sem er nákvæmlega 140 cm. frá gólfi. 011 börn, sem eru of stór til að geta staðið upprétt uudir fjölinni, verða að borga fullt fargjald. ★ Hyggnir húseigendur í París hafa komið ákvæði inn í leigusamninga, þar sem leigjendum er levft að lialda raunverulega „villimannaveizlu" í íbúð sinui, einu sinni í mánuði. Söngur og dans, píanó- lcikur og lúðrablástur, hrindingar og slagsmál, allt þetta er leyfilegt að viðhafa alla nóttina og til kl. 8 næsta morgun. Aðeins eitt skilyrði er sett, og Jiað er að leigjandi tilkynni skriflega, með tveggja daga fyrirvara, um- sjónarmanni húss síns, að hann ætli að gera allt vitlaust Jiessa tilteknu nótt. Umsjónarmaðurinn scndir þá tilkvnninguna til allra hinna leigjend- anna, sem gera eitt af þrennu: Fara burt úr borg- inni yfir nóttina, kaupa sér bómull til að troða í eyrun, eða ef Jjeir halda að vcizlan verði skemmti- leg, þá reyna þeir að koma ]>ví svo fyrir að þeim verði boðið. „Þarna sjóið þér hvernig slys geta auðveldlega skeð í heimahúsum — en svo við snúum okkur aítur að trygging- unni, sem ég var að bjóða yður . . ." Feiti maðurinn og kona hans reyndu að finna aftur sæti sín eftir hléið í leikhúsinu. „Stcig ég ofan á tærnar á yður, þegar ég fór út?“, spurði sá feiti mann, sem sat í yztu röð. „Svo samiarlega gerðuð þér ]iað“, svaraði hinn reiðilega og bjóst við afsökun. Sá feiti sneri sér þá að konu sinni og sagði: „Þetta er okkar bekkur María“. ★ „Þú þarft ekki annad en að líta sakleysislega út — lúttu mig um allt hitt." * Lundúnabúi, scm var á leið til Edinborgar, var í klefa mcð gömlum, önugum Skota. Á fyrstu stöðinni, þar sem lestin staðnæmdist, æddi Skotinn út úr klefanum og hljóp eftir brautarpallinum og kom síðan til baka móður og másandi. Þegar þetta hafði endurtekið sig á þremur stöðvum, gat Lund- únabúinn ekki hamið forvitni sína og spurði Skot- ann, hvers vegna hann hagaði sér svo undarlega. „Jú, sjáið þér til“, svaraði Skotinn. „Ég fór til Lundúna til að hafa tal af sérfræðingi í hjartasjúk- dómum og liann sagði að ég væri með mjög veikt hjarta og að ég gæti dottið niður dauður hvenær sem væri, ef ég væri ekki varkár. Þess vegna kaupi ég ekki farmiða nema frá einni stöð til annarrar í einu“. 48 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.