Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 5

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 5
FRJÁLB VERZLUN 5 FRJAI-S VIERZI.LJISI ÁGÚST 1967 2Í. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ MánaSarlegt tímarit um viSskipta- og efnahagsmál — stofnaS 1939. ★ GefiS út í samvinnu viS samtök verzl- unar- og athafnamanna. Útgáfu annast: Verzlunarútgáfan hf. Skrifstofa ÓSinsgötu 4. Simar: 82300 - 82301 - 82302. Pósthólf 1193. Ritstjóri og framkv.stj.: Jóhann Briem. Fréttastjóri: Ólafur Thóroddsen (ábm.) Auglýsingastjóri: GuSmundur Lárusson. Útgáfustjóri: Bjarni Sigtryggsson. Setning og prentun: FélagsprentsmiSjan. ★ VerS í áskrift kr. 65,00 á mánuSi. Kr. 80,00 í lausasölu. Sölustaoir: Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri, SkólavörSustíg. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstrœti. ★ Öll réttindi áskilin. Endurprentun aS hluta eSa öllu leyti óheimil, nema, til komi sérstakt leyfi útgefanda. Bréf frá útgefanda Ef við blöðum gegn um árganga Frjálsrar verzlunar — ogflettum síðan þessu tölublaði, má strax sjá, hversu geysileg breyting verður nú á fomii blaðsins, jafnt að útliti sem efni. Við getum ekki neitað því, að þegar ákveðið var að breyta formi blaðsins, vöktu rikt fyrir okkur hugmvndir um að færa það að nokkru í svipað form og vinsælla, erlendra tímarita, sem gefin eru út á svipuðum grundvelli. Ekki voru þær breytingar hugsaðar hreytinganna vegna. heldur liins, að það form, sem hugsað er að stefna að, er aðgengilegt, fræðandi og hlutlaust, þjónar ýmsum og ólíkum lesenda- hópum og er að ryðja sér til rúms um gjörvallan heim. Hlutverk blaða og tímarita er í sífellu að færast meira í það horf að flytja lesendum fróðléik og fréttaefni á hlut- lausan og sannan hátt — flytja staðreyndir fremur en skoð- anir. Þetta er þróun tímans, og þar eiga hraðvirkari fjöl- miðlunartæki, svo sem útvarp og sjónvarp, mikinn þátt í. Efnisskiptingu F.V. er mjög þannig háttað, að blaðið höfði ekki einvörðungu til þeirra manna, er eiga atvinnu sína og afkomu beint til verzlunar og viðsklipta að sækja, -— heldur er þess vænzt, að hverjum ábyrgum borgara, er fylgist með efnahagsmálum og þjóðarhag, sé blaðið bæði gagn og nauðsyn. Forsíðan er að þessu sinni tengd stærstu grein blaðsins. Ólafur Ó. Johnson er ekki einungis forstjóri einnar elztu heildverzlunar hérlendis, heldur er hann og með yngri mönnum í ábyrgðarstöðum. Ólafur stjórnar gamalgrónu fyrirtæki með nútímabrag, og fróðlegt er að kynnast við- horfum hans og starfsháttum. Nú eru um það bil tveir mánuðir síðan undirbúríingur að útgáfu Frjálsrar verzlunar í þessari mynd hófst af fullum krafti, og ekki verður sagt að sá tími hafi verið ríflegur. Það tekur nokkum tíma fyrír ritið að mótast að fullu, — og þó verður það aldrei fullmótað í þess orðs fyllstu merkingu. Við voniun að stöðugt megi það aðlaga sig kröfum tímans og staðni ekki. Eitt tölublað er aldrei takmark — aðeins áfangi. En þeim mun betur sem hver áfangi er unninn, því nær erum við takmarkinu.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.