Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 8

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 8
B FRJÁLS' VERZLUN öllu á norskar hendur og drógust um leið mjög saman. VIÐSKIPTIN HIN SÍÐARI ÁR. Nú vendi ég kvæði mínu í kross og hleyp yfir aldirnar, en ætla að freista að gera svolítið yfirlit yfir viðskipti okkar nú á dögum, sem eru ánægjulega mik- il og blómleg. Áður en sögunni víkur til við- skiptanna nú hin síðustu ár, er athyglisvert að renna huganum lítillega yfir þróun þeirra undan- farna þrjá áratugi. Taflan hér að neðan er tekin úr norskum skýrsl- um og sýnir viðskipti íslendinga og Norðmanna árin 1938, 1948, 1958 og 1966. í þúsundum norskra króna voru þau sem hér má sjá: Útfl. Isl. Innfl. ísl. til Noregs: frá Noregi: 1938 .... 4.848 2.878 1948 . .. . 1.469 4.070 1958 .... 6.283 16.788 1966 . . . . 28.114 102.965 Af þessari töflu má sjá, að það er fyrst á hinum síðustu 8—10 árum, að viðskipti okkar hafa blómgazt verulega. Það er tæp- ast nokkur tilviljun, að einmitt á þessu tímabili hafa fiskveiðar íslendinga aukizt að mun. Af- raksturinn af og fjárfestingin í þessum atvinnuvegi setja greini- legt mark sitt á tölurnar hér að ofan. Magn viðskiptanna milli ís- lands og Noregs getur verið háð miklum sveiflum frá ári til árs. Ef athugaðar eru upphæðirnar hin síðustu þrjú árin, ættum við að geta fengið nokkuð ljósa hug- mynd um gang viðskiptanna. Tölurnar sýna milljónir íslenzkra króna: 1964 1965 1966 Innfl. ísl. frá Noregi .... 609,2 367,9 677,8 —þar af skip og önnur flutn.tæki . . 312,7 53,3 251,1 Innfl. auk skipa 296,5 314,6 426,7 Útfl. ísl. tii Noregs .... 303,4 86,0 164,6 — þar af síldarlýsi . . . 222,2 16,0 74,9 Útfl. auk síld- arlýsis . . . 81,2 70,0 89,7 Eins og sjá má, eru það fyrst og fremst viðskipti með skip og síldarlýsi, sem valda sveiflunum frá ári til árs. Af sérstökum ástæðum, sem snerta þessar vör- ur, er heppilegast að greina þær út úr heildarupphæðunum til þess, að viðskipti með aðrar og frekar „venjulegri“ vörur komi betur í ljós. Sé litið á innflutn- inginn frá Noregi auk skipa, sést, að hann eykst frá 1964 til 1966 um tæp 50%, á sama bili og út- flutningur til Noregs auk síldar- lýsis eykst aðeins um hér um bil 10%. Heildarupphæðirnar sýna, að vöruskiptajöfnuðurinn hefur ver- ið ákaflega óhagstæður fslend- ingum öll árin. Að sjálfsögðu er þetta nátengt atvinnulífi beggja landanna. Sjávarafurðir nema meira en 90% útflutnings íslend- inga, en innflutningsmöguleikar fiskjar til Noregs eru takmark- aðir, þar eð Norðmenn lifa einn- ig að miklu leyti á útflutningi þessara sömu vörutegunda, sem kunnugt er. Frá 1965 til 1966 fluttist Nor- egur úr 6. sæti í hið 4. í röð selj- enda til íslands og frá 13. sæti til hins 12. í röð kaupenda frá land- inu. Árið 1966 komu nær 10% innflutnings til íslands frá Nor- egi, en aðeins u. þ. b. 2,7% ís- lenzks útflutnings fóru til Nor- egs. Hvað kaupa íslendingar í Nor- egi? Auk skipa má nefna í hópi helztu varanna þessi þrjú ár, sem áður var getið, í millj. ísl. króna: 1964 1965 1966 Trjávara og korkur Vélar, auk 90,6 52,0 92,2 rafvéla 34,2 40,7 81,3 Málmvarningur Rafvélar, við- 19,4 27,6 35,4 tæki, raf- magnstæki . . 15,1 20,8 31,6 Garn, vefnaðar- vörur 33,0 32,7 29,9 Efnavara, frum- efni, efna- sambönd . . . . 1,5 23,1 29,0 Tilbúinn áburður ... Ýmsar fuli- 41,3 43,9 20,5 unnar vörur 11,4 14,0 20,0 Járn og stál .. Pappír, pappi 5,8 7,1 13,7 og aðrar pappírsvörur 9,5 11,6 12,4 Það er athyglisvert, að þær vörur, sem viðskipti þeirra sýna mesta aukningu, eru framleiðslu- tæki, svo sem vélar, og hráefni, sem sagt hlutir til uppbyggingar í landinu. Þær vörur, sem Norðmenn keyptu af íslendingum, auk síld- arlýsis, voru þessar: 1964 1965 1966 Sérverkuð saltsíld 26,9 30,4 Venjuleg saltsíld .. 18,0 6,7 6,4 Fryst kindakjöt .. - - 21,1 Saltað kindakjöt .. 14,3 16,3 4,0 Frystur humar og rækjur ........... - 0,9 8,7 Þorskalýsi ......... 24,4 7,4 4,9 Athyglisverður þáttur hins ís- lenzka útflutnings til Noregs er, að fryst kindakjöt er nýtilkomið, 1966, og selst fyrir 21 millj. króna. En þess í stað hefur út- flutningur saltaðs kindakjöts dregizt mjög saman. Samt sem áður hefur útflutningur kinda- kjöts til Noregs vaxið úr 451 tonni á 16,3 millj. árið 1965 upp í 715 tonn á 25,1 millj. árið 1966. Um 43% alls útflutnings íslend- inga á frystu kindakjöti fór til Noregs árið 1966. Og eins og áð- ur keyptu Norðmenn svo til allt saltað kindakjöt, sem íslendingar fluttu út á árinu. Hlutur Noregs í útflutningi íslendinga á kinda- kjöti jókst þannig frá u. þ. b. 1/3 árið 1965 í u. þ. b. 1/2 árið 1966. Annar þáttur, sem kom til skjalanna árið 1965, hefur náð allsæmilegri upphæð árið 1966, en það eru frystur humar og rækjur. Á hinn bóginn dregst sala þorskalýsis saman. ÞAÐ, SEM AF ER ÁRSINS. Fyrsta fjórðung yfirstandandi árs hefur innflutningur frá Nor- egi minnkað frá u. þ. b. 83 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi 1966 í um 63 millj. í ár. Af einstökum vörutegundum minnkar innflutn- ingur einkum á vélum, auk raf- málmum og málmvörum, en inn- flutningur rafvéla og rafmagns- tækja, ásamt efnavörum, frum- efnum og efnasamböndum hefur í staðinn aukizt. Útflutningur íslendinga til Noregs hefur aukizt frá u. þ. b. 17 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.