Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 18
1 B FRÍJÁLS VERZLU N Orð í tíma töluð/ HNUPL: viðkvæmt vandamál BlöSin ským öðru hverju frá hnupli í verzlunum. Þetta gerist ekki oft, en þegar slíkt kemur fyrir, láta margir í veðri vaka, að þetta sé nú svo sem ekki einsdæmi, — enda er það alkunnugt, að hnupltilfellin eru mun fleiri en fram kemur í blöðum. — Og svo ganga sögurnar, aukast og aukast. Og ekki minnkar málgleðin, þegar einhver, sem þjólfkenndur hefur verið í verzlunum, kemur fram á ritvöllin og segir sínar farir ekki sléttar. Hefur hins mesta ofsa gætt í slíkum málum, verzlunin verið rægð og ýmislegt ófag- urt gerzt. Er því ekki að undra, 'þótt verzlunarstjórar vilji lílið aðhafst, þó að manneskja sé staðin að stuldi. Falla þessi mál þess vegna oftast nær niður. Lögregluskýrslur eru þannig enginn mæli- kvarði á hnupl. En það er ekki einungis, að menn tali um lmupl í verzl- unum, því að ýmsir kaupsýslumenn o. fl. halda því fram, að miklu sé hnuplað um borð í skipum, í vörugeymslum, við uppskipun og víðar. Er ýmislegt, sem styður þá skoðun, að nokkurt hnupl eigi sér stað, en slikt er þó hverfandi lítið miðað við skemmdir og eðlilega rýrnun. Er óorðið, sem komizt hefur á verkamenn, nokkuð ýkt, en þeir geta sjálfum sér um kennt. Þannig hefur það vist komið fyrir, að verkamenn liafa verið staðnir að stuldi, en málinu lauk allt að einu þannig, að sá, sem kærði, varð að hiðja þjófana fyrirgefningar á kærunni. Hvað segja menn nú um annað eins? VerkalýSsfélögin eru þó öll af vilja gerð til þess að girða fyrir hnupl, en leiðindamál eins og það, sem að framan var nefnt, varpa skugga á þessa ágætu viðleitni. — Er ákaflega erfitt að rannsaka hnupl- og þjófnaðarmál við höfnina, þar eð enginn virðist vilja segja eða þora að segja neitt. ★ Frjáls verzlun hefur nú látið athuga hnuplið og vill skýra lesendum sínum frá niðurstöðum könnunarinnar. ER HNUPLIÐ VERULEGT? Við rannsókn hnuplsins var fyrst leitað til opinberra skýrslna. Kom í Ijós, að af þeim 250 þjófn- aðarmálum, sem saksóknaraem- bættið fjallaði um á árinu 1966, lauk 37 málum með ákærufresti. Sundurliðun á eðli málanna er ekki fyrir hendi, en ætla má, að meginhluti þessara 37 mála sé hnupl- og smáþjófnaðarmál í verzlunum. Sést af þessu, að þau eru ekki mörg málin af þessu tagi, sem berast embættinu. Einnig eru kærur til lögreglunnar vegna þvílíkra mála sárafáar. Þetta segir þó einungis hálfa söguna. Niðurstöður könnunar- innar urðu allt aðrar, þegar spurzt var fyrir í verzlunum. — Verður fyrst að geta þess, að fæst hnupl- tilfellin, sem komast upp, eru kærð, og ef þau eru á annað borð kærði þá er oftast fallið frá kærunni. Er það mikiðvegna þess, að hinuopin- bera ber ekki skylda til ákæru í þjófnaðarmálum, þar sem verð- mæti þýfis er undir 3000 kr., — nema í sérstökum tilfellum: endur- tekningu brots o. fl. Eru flest tilfellin, sem fyrir koma í verzlun- um, það lítilfjörleg, að hinu opin- bera ber ekki skylda til að kæra yfir þeim, og falla þau þar af leiðandi niður, þar eð fáir nenna að halda kæru í smámáli til streitu. Það er þess vegna víst, að meiri brögð eru að hnupli og smá- þjófnaði í verzlunum en komið hefur fram í opinberum skýrslum. í sumum greinum verzlunar er hnupl og smáþjófnaður töluvert vandamál. HVAR, HVERJU OG HVE MIKLU ER HNUPLAÐ? Kjörverzlanir. Mest ber á hnupli í sjálfsafgreiðsluverzlunum, er selja mat- og nýlenduvörur. Þó er nokkur munur á verzlunum. Þann- ig verða verzlanir í miðbænum harðast úti. Þar næst koma stór- verzlanir í úthverfum, þar sem viðskiptavinirnir þekkja hvorki hver annan né heldur afgreiðslu- fólkið. — Hins vegar sleppa minni verzlanir betur. Bæði er auð- veldara að fylgjast með öllu í verzluninni og svo er hitt, að við- skiptavinir eru ekki fleiri en svo, að flestir eru kunnugir þar. Það yrði þess vegna fljótlega heyrum kunnugt í hverfinu, ef ein- hver íbúi þess yrði staðinn að hnupli í verzluninni. Því er það, að hvinnskt fólk leitar frekar á verzlanir í miðbænum eða á stór- verzlanir í öðrum hverfum, því að enginn vill liggja undir þjófsorði af nágrönnum, vinum eða kunn- ingjum. Magn þess, sem hnuplað er í kjörverzlunum, ernokkuð mismun- andi. Þar, sem mest ber á hnupli og óeðlilegri rýrnun, er álitið, að slíkt fari nokkuð yfir 1%. Þetta er mjög mikið, og hljóta orsakirnar að vera aðrar en beint hnupl. Hins vegar eru margir stjórnendur kjör- verzlana sammála um, að hnupi og óeðlileg rýrnun kunni að vera einhversstaðar á milli 0.5% og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.