Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 31
FRJÁLÖ verzlun 31 þotutegundir kæmu til greina. var Boeing 727 m. a. valin sér- staklega með tilliti til þess, hve hljóðlát hún er og þarf stutta flugbraut. T. d. er þetta eina þot- an, sem leyft er að fljúga til Vest- ur-Berlínar einmitt af þessum sömu ástæðum. Fraktflutningar. Annað stórt at- riði, sem taka þurfti til greina við þotukaupin, var hagkvæmni í fraktflutningum. Geysiör þróun er að verða á sviði fraktflutninga í lofti um allan heim. Flugfélög- in hafa þarna eygt nýja mögu- leika, og samkeppnin á því sviði er orðin mjög mikil. Á síðasta ári jukust vöruflutningar F.f. milli ianda um 40%, og reikna má með mikilli aukningu næstu árin. Hin nýja þota er þannig gerð, að með lítilli fyrirhöfn má breyta henni að hluta eða öllu leyti til vöru- flutninga, og kemur þá aftur til sögunnar óhagræði af því, að hún skuli gerð út frá Keflavík. Þetta, og óvenju hæg afgreiðsla á öllum tollpappírum, hamlar nauðsyn- legri þróun á aukningu vöru- flutninga í lofti miili landa. Framleiðum: Þorskmjöl Karfamjöl Síldarmjöl Karfa- og síldarlysi SÍLDAR- 0G FISKIMJÖLS- VERKSMIÐJAN H.F. Útboð - tilboð/ Útboð Innkaupastofnunarinnar F.V. hafði samband við settan forstjóra Innkaupastofnunar ríkis- i!ns, Ásgeir Jóhannesson, og' fékk hjá honum eftirfarandi upp- lýsingar: Innkaupastofnun ríkisins var stofnuð með lögum nr. 72 frá 5. júní 1947, og er hlutverk stofnun- arinnar að annast innkaup vegna rikisstofnana og sérstakra fram- kvæmda ríkisins. Hún var stofn- sett á sínum tíma til þess að koma á umbótuin í þeim þætti opinbers reksturs, er varðar innkaup og út- vegun á vörum fyrir þær stofn- anir, sem reknar eru að öllu eða einhverju leyti fyrir reikning ríkissjóðs eða hafa með höndum sérstakar framkvæmdir, sem kost- aðar eru eða styrktar verulega af ríkissjóði. FY-RIRKOMULAG. Innkaup. Til að ná þessu tak- marki hefur Innkaupastofnunin haft þann hátt á við öll meirihátt- ar vöruinnkaup erlendis frá, að leita fob-verðtilboða í útboðsformi frá seljendum eða umboðsmönnum þeirra og opna síðan tilboðin eftir tiltekinn tíma í viðurvist bjóðenda í samráði við þá ríkisstofnun eða ríkisstofnanir, sem vöruna eiga að fá, hefur síðan verið tekin ákvörð- un um kaup á grundvelli verðs, gæða og annarra skilmála, ef ekki hafa hindrað gjaldeyris- eða inn- flutningsráðstafanir. Innkaupastofnuninni er einnig oft falið að annast innkaup á ýms- um smávörum, þar sem útboða er ekki þörf. Gefur hún þá ráðlegg- ingar um verð, gæði o. fl. Þá hefur Innkaupastofnunin og samið um sérstakan a f s 1 á 11 farmgjalda, þannig að mikil hagkvæmni er í bæði innkaupum og flutningum ríkisstofnana. Innkaupastofnunin lætur greiða þóknun fyrir þjónustu sína, sem nemur rúmlega útlögðum kostn- aði. Utboð framkvœmda. Alveg eins og Innkaupastofnunin hefur ann- azt innkaup á ýmsum vörum erlendis frá, hefur hún boðið út verklegar framkvæmdir og verk- sölu til opinberra stofnana. Eru út- boðin venjulega samin á arkitekta- og verkfræðistofum, enlnnkaupa- stofnunin sér um samræmingu og að koma þeim á framfæri. AUKIN STARFSEMI. Árið 1958 seldi Innkaupastofn- unin vörur fyrir 8 millj. króna, en árið 1966 fyrir um 240 milljónir, auk verksamninga fyrir um 40 millj. Útboðin eru auglýst í dagblöð- um, svo og í anddyri Innkaupa- stofnunarinnar. Séu tilboðin sér- staks eðlis, eru öll gögn send þeim aðilum, sem vitað er, að fram- kvæmt geta verkið. En þeir, sem vilja, geta að sjálfsögðu leitað tii Innkaupastofnunarinnar og fengið þar allar nauðsynlegar upplýsing- ar. FRAMTÍÐARTILHÖGUN. Það hefur sýnt sig, að starfsemi Innkaupastofnunarinnar hefur sparað ríkinu stórfé. Útboðin hafa aukizt mjög og aukast enn. Ekki hafa verið til nein lög hér- lendis um útboð. Auðséð er, að þeirra er nú brýn þörf, bæði vegna þess, hve ríkur þáttur útboðin eru orðin í viðskiptalífinu og svo hins, að nauðsynlegt er að fullmóta stefnuna í útboðsmálum, þar eð nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi þau hjá ýmsum aðilum. Einnig mundi löggjöf um útboð auka festuna í þessum málum og þar með hagkvæmnina. ----O----- Vegna þess, hve ríkur þáttur út- boðin eru orðin í viðskiptalífinu, getur viðskiptarit eins og „Frjáls verzlun“ ekki komizt hjá því að fylgjast nákvæmlega með þeim. Bæði er þetta þjónusta blaðsins við ýmsa kaupendahópa þess, en þó miklu fremur hitt, að útboðin eru í rauninni eins konar kaup- þing eða verðbréfamarkaður, sem endurspeglar verðlag og viðskipta- þróun. Útboðin og niðurstaða þeirra eiga því erindi til mun fleiri en þeirra, sem eiga beinna hagsmuna að gæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.