Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 34

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 34
34 •rRJÁLS’ VERZLUNl FRÁ KAUPMANNA- SAMTÖKUM ÍSLANDS STOFNLÁNASIÖÐUR. Sigurður Magnússon, formaður Kaupmannasamtakanna, hreyfði þeirri hugmynd á aðalfundi Verzl- unarbanka íslands h/f árið 1962, að nauðsynlegt væri, að stofnaður yrði stofnlánasjóður verzlunar- innar. Benti Sigurður á það, að verzlunin stæði að baki öðrum atvinnuvegum, hvað snerti stofn- lánasjóði. Gerði Sigurður það að tillögu sinni, að kannaðir yrðu möguleikarnir á því að koma á fót stofnlánasjóði við Verzlunar- banka íslands h/f. Alþingi hefur nú afgreitt lög um stofnlánasjóð við Verzlunar- banka fslands. STOFNLÁNASJÓÐUR MATVÖRUVERZLANA. Síðan gerðist það, að matvöru- kaupmenn stofnuðu sinn eiginr stofnlánasjóð á s. 1. ári. Þarf ekki að efa, að þetta verður matvöru- kaupmönnum til mikilla heilla. Sjóðurinn er séreignasjóður. Höfuðstóllinn er framlög sjóðsfé- laga. Félagsmenn fá þau endur- greidd með fullum vöxtum, ef þeir segja sig úr sjóðnum, við andlát eða gjaldþrot. SÝNDSIG. Kvenfélagasamband fslands heldur landsfund sinn í Reykja- vík 24.—25. ágúst n. k. í tilefni þess hefur sambandið boðið Fé- Frá Verzlunarbanka íslands „IBM-gataspj aldskrárúrvinnsla bókhalds veitir viðskiptavinum bankans skjóta afgreiðslu og bankanum hagkvæmari rekstur, ásamt möguleikum til stækkunar án erfiðleika,“ sagði Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, fyrir skömmu, er fréttamaður F.V. ræddi við hann um málefni bank- ans. Rekstur Verzlunarbanka ís- lands hefur gengið mjög vel frá upphafi, og veitir bankinn nú sér- lega góða þjónustu, hvað af- greiðslu snertir. Stjórnendum bankans hefur ávallt verið ljós hin mikla þýðing hraðrar og ör- uggrar afgreiðslu. Kom bankinn því á IBM-úrvinnslu bókhalds, sem hefur þá kosti umfram hið eldra fyrirkomulag, að afgreiðsla fer nú einungis fram við gjald- kerann í afgreiðslunni, en bókun- in á fjórðu hæð hússins. Sparar þetta viðskiptavinum tíma, en í dagsins önn er tíminn þeim, er viðskipti stunda, dýrmætastur. Verzlunarbankinn er eini bank- inn, sem notar gataspjaldakerfi við úrvinnslu viðskiptareikninga. Aukin starfsemi. Frá því að bankinn var stofnaður árið 1961,. hefur starfsemi hans sífellt aukizt ár frá ári. Aðalbankinn er nú í Bankastræti 5, en það hús keypti bankinn árið 1964. Útibú eru að Laugavegi 172 og í Keflavík, en afgreiðsla er í Umferðarmiðstöð- inni. Hefur bankinn samfellt opna afgreiðslu daglega kl. 9.30 til 19. Skipulag — starfsfólk. Skipu- lagi bankans er þannig farið, að aðalfundur kýs þriggja manna bankaráð, sem fer með stjórn bankans, ásamt bankastjóra og aðstoðarbankastjóra. Bankaráð skipa nú þeir Egill Guttormsson, formaður, Þorvaldur Guðmunds- son og Magnús J. Brynjólfsson. Bankastjóri er Höskuldur Ólafs- son, en aðstoðarbankastjóri Krist- ján Oddsson. Við bankann starfa nú 68 manns, og er þá meðtalið það fólk, sem ekki starfar beinlínis við bankastörf, svo sem nætur- verðir o. fl. Skrifstofustjóri bankans er Árni H. Bjarnason, aðalbókari Lárus Lárusson, aðalféhirðir Björgúlfur Bachmann. Úr afgreiðslusal. lagi raftækjasala að efna til sýn- ingar á þvottavélum og sauma- vélum og yrði sýningin haldin í hinum nýju og glæsilegu húsa- kynnum Kvenfélagasamtakanna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Stjórn Félags raftækjasala hef- ur ákveðið að taka boði þessu. Hefur stjórnin jafnframt ákveðið, að sýningin verði opin fyrir al- menning í 3—4 daga, eftir að landsfundinum lýkur, enda gefst hér óvenjugott tækifæri fyrir al- menning til að sjá og kynnast þeim gerðum framangreindra véla, sem á markaðinum eru. *

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.