Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 46

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 46
46 FRJÁLS VERZLUN- HANN FYLGIST MEÐ í daglegu starfi er hann háður þróun tímans — þeim öru breytingum, sem g e r a s t kringum hann. Hann les Frjálsa Verzlun — því hann er maðurinn, sem fylgist með. FRJALS VIERZI.UIM um algert afnám tolla, sem voru 5% eða lægri. Lög þessi vorusam- þykkt 1. júlí 1962 og skyldu gilda í 5 ár. Þess vegna var nauðsynlegt, að Kennedy-viðræð- unum væri lokið, áður en þessi lög rynnu út, og það tókst með undirritun samninganna um tolla- lækkanirnar 30. júní s.l. Þegar Bandaríkjaþing hafði samþykkt hin svonefndu „Trade Expans- ion“-lög 1962, hafði skapazt grund- völlur víðtækra tollaviðræðna milli Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna. Var talið eðlilegt og sjálfsagt, að slíkar tollaviðræður færu fram á vegum GATT. í maí 1963 var ákveðið á ráðherra- fundi í GATT, að slíkar tollavið- ræður skyldu hefjast 1964. Var ákveðið, að viðræðurnar skyldu taka til allra vörutegunda og fjalla bæði um tollamál og við- skiptatálmanir. Viðræðurnar hóf- ust formlega í maí 1964, og var þá ákveðið að stefna að því að lækka tolla um 50%. Ákveðið var, að meginreglan í viðræðun- um skyldi vera sú, að tollalækk- unin skyldi vera jöfn á öllum vörutegundum. þ.e. „linear.“ En þó var samþykkt, að nokkur lönd með sérstakar efnahags- ástæður skyldu undanþegin þessu ákvæði. Viðræðurnar fóru þannig fram, að í fyrstu lögðu þátt- tökuríkin fram lista yfir þær vörur, sem þau vildu að yrðu undanþegnar tollalækkunum. — Fóru fram miklar viðræður um réttlætingu þessara undanþágu- lista. Síðan var rætt, hversu mikil tollalækkunin ætti að vera á þeim vörutegundum, sem hún næði til. Það kom fljótlega í ljós, að góðar horf- ur voru á talsverðri íolla- lækkun á iðnaðarvörum, en lítil von til þess, að mikill árangur næðist á landbúnaðarsviðinu. — Ástæðan fyrir þessu var sú, að Efnahagsbandalagið hafði ekki fullmótað stefnu sína í landbún- aðarmálum, og fyrirsjáanlegt var, að bandalagið hafði lítinn áhuga á því að hleypa bandarískum landbúnaðarvörum óhindrað inn á markaðssvæði sitt. Fór tíminn lengi vel eingöngu í að ræða tollalækkanir á iðnaðarvörum, en öllum viðræðum um tolla- lækkanir á landbúnaðarvörum var frestað, á meðan stefna Efna- hagsbandalagsins í þeim málum hafði ekki verið ákveðin. Það gerði samningana um landbúnað- armálin erfiðari, að vandkvæði viðskipta með landbúnaðarafurðir er ekki fyrst og fremst vegna tolla, heldur vegna hafta, sem eru á slíkum viðskiptum. Á lokastigi Kennedy-viðræðn- anna virtist svo sem samningarn- ir ætluðu að fara út um þúfur. Ákveðið hafði verið að reyna að ljúka samningunum hinn 30. apríl s.l., en er ekki hafði náðst samkomulag þá, var ákveðið að framlengja samningana enn um hálfan mánuð. Stóðu fundir nótt og dag síðustu dagana, áður en sá frestur rann út. Mánudaginn 15. maí um miðnætti, tókst sam- komulag í stórum dráttum milli aðalsamningsaðiljanna. Þau atriði, sem mestum deilum ollu á loka- stigi viðræðnanna, voru reglur Efnahagsbandalagsins um „kem- ískar vörur, lækkun stáltolls Breta, hámarks- og lágmarksverð á hveiti og korngjafir til þióun- arlandanna. Það, sem mestu máli skiptir, í samningunum um land- búnaðarmálin, var eftirfarandi: Samið var um nýtt lágmarksverð á hveiti. Er það verð 1.73 bandar. dalir pr. skeppu fyrir „hard winter“ gæðaflokkinn. En það er 0,19 bandar. dölum hærra en lág- marksverð Alþjóðahveitiráðsins, miðað við núverandi farmgjöld. Þá var samið um 4,5 millj. tonna sameiginlega korngjöf til þróunar- landanna. Bera Bandaríkin 42% kostnaðarins og Efnahagsbanda- lagið 23%. Alls hafa verið gefin loforð fyrir 94-95% kostnaðarins. Þar af ber t.d. Svíþjóð 1,2%, Danmörk 0,6% og Noregur og Finnland 0,3% hvert. ísland var ekki aðili að GATT, er ákveðið var að hefja Kennedy- viðræðurnar. Ákvað ísland að gerast aðili að GATT til þess að geta tekið þátt í viðræðunum. Fékk ísland bráðabirgðaaðild að GATT í marz 1964 og öðlaðist þar með heimild til þess að taka þátt í Kennedy-viðræðunum, sem hófust þá um vorið. Vildu fulltrú- ar fslands stuðla að því, að sem mestur árangur næðist á sviði við- skipta með sjávarafurðir. í fyrstu töldu fulltrúar Islands ekki koma til mála að leggja fram tilboð í Kennedy-viðræðunum á „linear“- grundvelli. — Töldu þeir rétt- lætanlegt með tilliti til sérstöðu

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.