Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 50
5D FRtlÁLS VERZLUN verða því ekki mjög mikil. Og ef hugsað er um textann á annað borð, þá virðist aðalatriðið að koma sem mestu lesefni fyrir í auglýsingunni. Textinn þarf ekki að vera svo mjög langur, en í hon- um þarf að leggja áherzlu á rétt atriði. Skal minnzt á eitt raunhæft dæmi. Erlent fyrirtæki hafði sett nið- ursoðið rauðkál á markaðinn. Umbúðirnar voru afbragðs falleg- ar, varan góð og miklu fé eytt í auglýsingar. Samt seldist lítið. Forstjórar fyrirtækisins u r ð u nokkuð undrandi og báðu sál- fræðing um að athuga málið. Sálfræðingurinn kallaði á nokkrar konur og bauð þeim í kaffi. Síðan ræddu þau málið yfir kaffibolla, sálfræðingurinn og frúrnar. Flestar konurnar urðu sammála um það, að þeim þætti heimamatbúið r a u ð k á 1 miklu betra en niðursoðið. Þetta væii bara vitleysa hjá fyrirtækinu, að niðursoðið rauðkál væri betra. (Nú eru víst miklu flestir þeirrar skoðunar, að heimamatreitt rauð- kál sé nokkru betra en niðursoðið. Því er nú einu sinni þannig farið. Hins vegar er mikið til í því, að það sé ákaflega seinlegt að mat- búa það.) Sálfræðingurinn dró sínar álykt- anir af þessu. Hann benti forráðamönnum fyrirtækisins á að texta auglýsinganna þyrfti að breyta. í stað þess að vera ávallt að hamra á því, hve þetta niðursoðna rauðkál væri gott, ætti að leggja áherzlu á það, hve tíminn væri dýrmætur. Konan ætti ekki að þreyta sig á umfangsmikilli matargerð. Tím- anum væri miklu betur varið hjá eiginmanni og börnum. Fyrirtækið fór eftir þessum ráð- leggingum, breytti um orðalag í auglýsingum, og salan jókst. Ætti þetta dæmi að sýna, að textinn getur skipt verulegu máli. Önnur vandamól. Vandamálin eru fleiri en þau, að misræmis gæti milli útlits og texta, — á kostnað textans. Einnig mætti nefna staðsetningu auglýsingar- innar í blaði o. fl. Þá auglýsa menn sjaldnast upp vöru eftir neinni fyrirframgerðri áætlun, heldur er handahóf látið ráða að mestu leyti. Er handahófið talið alvarlegast. ÁHRIFARÍKARI OG BETRI AUGLÝSINGAR. íslenzkar auglýsingar eru enn á því stigi, að tilvonandi viðskipta- vinir eru látnir vita um, að til- tekin vara sé til og hvar sé unnt að nálgast hana. Er gjarnan biri mynd af vörunni, ásamt upplýs- ingum um verð. Komast þessar auglýsingar næst því, sem kallað er fræðandi (auglýsingar); lítið er hins vegar um það, að menn skapi visst andrúmsloft í kringum hlut eða vöru: fínt fólk reykir þetta, hugaðir hitt o. s. frv. Er íslenzk auglýsingarmenning ekki enn komin á það stig. En miklar um- bætur má gera innan ramma núverandi auglýsingagerðar. Eru helztu úrræðin talin þessi: Gera verður smá markaðs- könnun, þ. e. athuga, hverjar séu sams konar vörur á markaðnum og hverjir selji og framleiði þær. Kanna ber bæði, verð og heildar- sölu þessara vörutegunda. -^- Athuga verður, hverjir kaupa þessar vörur mest. Hvernig má bezt ná til tiltekins kaupendæ hóps? (þ.e. hvar á að auglýsa og hve oft?). Áætla ber kasti eigin vöru umfram aðrar vörur. Þannig fást þau atriði, sem leggja ber áherzlu á í auglýsingum. Þá verður að ákveða, hversu miklum hluta markaðsins eigi að ná og hversu miklu fé megi eyða til þess að ná þessu marki. Þótt margar bækur hafi verið skrifaðar um markaðskannanir og greinar birzt víða í blöðum, þá hefur ein stór spurning orðið nokkuð útundan: Hver eru tak- mörkin fyrir því, hversu miklum tíma og háum upphæðum skal verja í einstakar rannsóknir? Of eða van. Þannig eru dæmi þess, að fyrirtæki í Bret- landi hafi eytt 2000 pundum í rannsókn á tiltölulega litlum markaði, þar sem með hagræð- ingu hefði mátt komast af með 500 pund. Og á hinn bóginn hef- -^- Nú fyrst er kominn tími til að hafa samband við auglýsinga- stofu, leggja þessar áætlanir og upplýsingar fram og vinna auglý.s- inguna í sameiningu. Þessi undir- búningur tekur ekki svo langan tíma, því að markaðurinn er lítill hérlendis, en undirbúningurinn gerir auglýsingarnar mun áhrifa- ríkari en ella. Menn skyldu ekki álíta, að allt sé fengið með því að fara til auglýsingateiknara. Auglýsingar verða fyrst verulega góðar og árangursríkar, þegar náið sam- starf ríkir með þeim, er auglýsir, og þeim, er vinnur auglýsinguna. Til þess að svo verði, cvr ntuðsyn- legt, að auglýsandi hafi aflað sér réttra upplýsinga, áður en .leitað er til auglýsingagerðar. Þetta ættu menn að athuga. Auglýsingin er fjárfesting, sem á að skila arði. Þess vegna verður að vanda til hennar eftir beztu getu. FRAMTÍÐIN. Framtíð íslenzkra auglýsinga er enn í deiglunni. Þó er vitað mál, að íslenzk auglýsingamenning hlýtur að verða um margt lík erlendri auglýsingagerð, — þ. e. náið samstarf milli ýmissa greina svo sem myndlistar, markaðs- fræði, sálfræði, málfræði o. fl. Það er sú þróun, er koma skal. ur upphæð verið takmörkuð við £ 1000, þótt komið hafi í ljós síð- ar, að helmingi hærri upphæð þyrfti til, og árangurinn er því engan veginn fullnægjandi. Slík ákvörðun upphæða að ókönnuðu máli er hættuleg, hvort sem könn- unin er í höndum starfsliðs við- komandi fyrirtækis, eða lögð fyr- ir sérfræðinga. Mismunandi. Markaðskönnun er fjölþætt, en einfalt dæmi væri fyrirtæki, er hygðist hefja fram- leiðslu á nýrri gerð af upptökur- Framh. á bls. 52. Nauðsyn kosnaðaráætlana við markaðsrannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.