Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 55
55
Lög og réttur/
Hjörtur Torfason, hrl.:
Endurskoðun hlutaféiaga-
laganna frá 1921
TILKOMA HLUTAFÉLAGA.
Senn eru nú liðin 100 ár, síðan
starfsemi reglulegra hlutafélaga
varð varanlegur þáttur í íslenzku
atvinnulífi. Sagt hefur verið um
þetta félagsform, að tilorðning
þess á ofanverðum miðöldum og
síðari framþróun þess á 17. og 18.
öld hafi ekki verið ómerkari
áfangi á þroskabraut mannkynsins
en uppfinning gufuvélarinnar og
annarra þeirra tækninýjunga, sem
hrundu af stað iðnbyltingunni á
sínum tíma og lögðu grundvöllinn
að tæknibvltingu nútímans. Hvort
sem þetta er ofmælt eða ekki, er
hitt víst, að þáttur hlutafélaganna
í viðskiptalífi þjóðanna hefur orðið
æ mikilvægari eftir því sem tímar
liðu, jafnt hér á landi sem annars
staðar. Er ástæða til að ætla, að
hann muni fara vaxandi enn um
sinn.
LÖG NR. 77 FRÁ 27. JÚNl
1921.
Á þessu tæpra 100 ára tímabili
höfum við íslendingar eignazt ein
heildarlög um stofnun og starf-
semi þessara félaga. Eru það lögin
um hlutafélög nr. 77 frá 27. júní
1921, sem nú hafa gilt með óveru-
legum breytingum um nærri hálfr-
ar aldar skeið. Setning þessara
laga leysti úr brýnni þörf á sínum
tíma, og ferill þeirra síðan hefur
orðið áfallalítill. Það hefur hins
vegar lengi verið Ijóst, að lögin
mundu þurfa úrbóta við í ýmsum
efnum, og mun óhætt að fullyrða,
að tími sé til kominn að taka þau
til endurskoðunar miðað við
fengna reynslu og þær breyting-
ar, sem orðið hafa í efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Yfirleitt hefur
raunin orðið sú í nágrannalöndum
okkar, að nauðsynlegt sé að hafa
jafnan vakandi auga með löggjöf-
inni um hlutafélög til að tryggja
skiptalífsins á hverjum tíma.
það, að hún fullnægi þörfum við-
ERLEND FYRIRMYND.
Hlutafélagalögin frá 1921 eru
í aðalatriðum sniðin eftir þá-
gildandi hlutafélagalögum Dana,
sem voru hin fyrstu þar í landi
og sett árið 1917. Þessi dönsku
lög þóttu á ýmsan hátt ófullkom-
in frá sjónarmiði þeirra, er búa
vilja sem tryggilegast að starfs-
háttum hlutafélaga, og settu Danir
sér ný hlutafélagalög árið 1930.
Á þeim áratugum, sem síðan eru
liðnir, hefur endurskoðun og sam-
ræming hlutafélagalaga á Norður-
löndum verið á dagskrá samnor-
rænnar nefndar, sem unnið hefur
að undirbúningi sameiginlegs
frumvarps til hlutafélagalaga.
Hefur ísland átt aðild að störfum
nefndarinnar síðustu árin. Ýmis
íslenzk lög eiga rót sína að rekja
til slíkrar samvinnu, sem kunn-
ugt er, svo sem samningalögin frá
1936 og lögin um vátryggingar-
samninga frá 1954. Á sviði hluta-
félagalaga hefur hin norræna sam-
vinna enn ekki borið beinan
árangur, og er ekki vitað að svo
stöddu, hve langt þess verður að
bíða, að nefndin ljúki störfum.
Óvíst er einnig, hvort niðurstöður
nefndarinnar muni að öllu leyti
henta íslenzkum staðháttum, en
vonir standa til þess, að störf henn-
ar geti orðið að verulegu liði við
mótun hlutafélagalöggjafar hér á
landi.
ENDURSKOÐUN.
Hér heima fyrir var málum
þessum fyrst hreyft að marki á
árinu 1948, er Alþingi ályktaöi að
skora á ríkisstjórnina að láta fara
fram endurskoðun á hlutafélaga-
lögunum frá 1921. Voru þeir Árni
Tryggvason og dr. Þórður Eyjólfs-
son, þá hæstaréttardómarar, skip-
aðir til að framkvæma þetta verk,
og sömdu þeir frumvarp til nýrra
hlutafélagalaga. Var þar tekið tiilit
til hlutafélagalöggjafar með ýms-
um þjóðum, en þó einkum höfð
hliðsjón af ákvæðum sænsku
hlutafélagalaganna frá 1944, sem
enn eru í gildi með nokkrum
breytingum, og frumvarps dönsku
hlutafélagalaganefndarinnar frá
árinu 1941, sem ekki hefur orðið
að lögum.
Frumvarp þetta var lagt fyrir
Alþingi árið 1952 og aftur árið
1953, en hlaut ekki afgreiðslu.
Frekara var ekki aðhafzt í málinu
um sinn, en þess beðið, hverju
fram yndi um störf hinnar sam-
norrænu nefndar. Þar sem enn
ríkir óvissa um hinar endanlegu
niðurstöður nefndarinnar sem
fyrr getur, þótti ekki ástæða til að
draga málið frekar á langinn, og
á s.l. vetri fól dómsmálaráðherra,
Jóhann Hafstein, höfundi þessa
greinarkorns að hefja störf að
endurskoðun hlutafélagalaganna.
Er það von mín, að unnt verði að
þoka málinu nokkuð áleiðis á
næstu mánuðum. Til þess er ætl-
azt, að við þessa endurskoðun
verði frumvarpið frá 1952 haft til
athugunar, ásamt þeim bending-
um og athugasemdum, sem gerð-
ar voru við frumvarpið af ýmsum
aðilum, meðan það lá fyrir Al-
þingi. Á sama hátt verði höfð hlið-
sjón af niðurstöðum og gögnum
frá hinni samnorrænu nefnd, eftir
því sem þau liggja fyrir. Jafn-
framt er þess óskað, að athugað
verði, hverjar breytingar á ann-
arri almennri félagalöggjöf, svo
sem um samvinnufélög, sameign-
arfélög og samlög, mundu eiga að
fylgja gagngerri endurskoðun á
hlutafélagalöggjöfinni. Þess er að
vænta, að samráð verði höfð við
samtök þau og aðila, sem hags-
muna hafa að gæta í málinu, áð-
ur en gerðar eru formlegar til-
lögur um nýja löggjöf.og þá að
sjálfsögðu einnig við samtök
verzlunarmanna.
HLUTVERK LAGANNA.
Hlutafélög hafa margvíslegu
hlutverki að gegna í nútíma þjóð-
félagi, og reynsla okkar sem ann-
arra hefur orðið sú, að það sé
bæði erfitt verk og tímafrekt að
meta, hvernig heppilegast sé að
búa að þeim með lagasetningu.
Hlutafélagalög hinna ýmsu þjóða
eru mjög mismunandi í mörgum
greinum. Óhætt mun þó að full-
yrða, að stöðugt horfi þar til auk-
innar samræmingar með bættum