Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 58

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 58
5B FRJÁLS VERZLUN togurum Eignaðist bærinn 8, og er þá ekki talinn með einn tog- ari, sem bærinn eignaðist, en út- hlutaði fljótlega til útgerðarfélags í bænum. Voru 4 af þessum 8; dieseltogarar. Fyrsti togarinn í eigu bæjarins kom til íslands hinn 17. febrúar 1947, en hinn seinasti af þessum 8 hinn 23. janúar 1952. Stofnun BÚR. Hinn 21. septem- ber 1946 samþykkti Bæjarráð að fela sjávarútvegsnefnd að veraút- gerðarráð bæjarins fyrst um sinn. Má því telja, að Bæjarútgerð Reykjavíkur sé formlega stofnuð þá. Tilgangur. Tilgangurinn með stofnun Bæjarútgerðarinnar var að sj álfsögðu sá að tryggj a atvinnu- öryggi í bænum og sjá um, að þessi „stórvirku framleiðslutæki“ yrðu starfrækt þaðan. Taldi bær- inn þetta skyldu sína, þegar ein- staklingsfélög gátu ekki tryggt þessa aðstöðu. BREYTT VIÐHORF. Er uppbygging togaraflotans hófst eftir heimsstyrjöldina síðari, átti togaraútgerðin að baki sér mikið velgengnitímabil. íslend- ingar höfðu svo til einir nýtt hin auðugu fiskimið umhverfis landið. verð á ísfiski hafði verið hátt erlendis af skiljanlegum ástæðum, og togaraútgerðin hafði notið margs konar fríðinda. Stóðu út- gerðarfyrirtæki því í stríðslok á gömlum og traustum grunni. Er ekki vafi á því, að lagt var út í hina stórfelldu togarauppbyggingu vegna góðæris fyrri ára. Sytir í álinn. Eftir stríðið fór veiði minnkandi. Þegar verulega fór að syrta í álinn, hlaut þess að gæta einna fyrst hjá Bæjarútgerð- inni, sem ekki stóð á gömlum merg. — Hafði Bæjarútgerðin þurft að leita til Framkvæmda- sjóðs um fjárfestingarlán, en til lánastofnana um rekstrarfé. Þá var bátaútvegnum og veitt ýmiss konar fríðindi, sem togaraútgerðin fékk ekki. Við má og bæta því, að kaup á togurunum, sem samið var um árið 1948, urðu ákaflega óhagstæð, bæði vegna gengisfell- ingar íslenzku krónunnar árið 1950 sem og slæmra lánskjara. REKSTUR BÚR. Rekstur Bæjarútgerðarinnar hefur gengið fjarskalega illa. Þeg- ar litið er á rekstrarreikninga frá 1949—’66, sésti að gróði hefur að- eins orðið 4 sinnum. Þar af hefur gróðinn einungis orðið verulegur árin 1958 og ’59, en slíkt má rekja til þeirrar uppgripaveiði, er varð við Nýfundnaland á þessum tíma. Hefur togaraáfli annars farið minnkandi. Á sama tíma hefur bátaafli farið vaxandi. Hefurþetta auovitað haft mikil áhrif á reKsiui BÚR. Tap BÚR. Heildartap á rekstri BÚR er samtals kr. 133.653.728,46. Eru þá afskriftir reiknaðar með. Tap á togurunum er nokkru hærra en tap af heildarrekstri, en BÚR hefur, eins og kunnugt er, annazt fiskverkun o. fl. í landi. Sá rekst- ur hefur gengið vel yfirleitt, þó að nú gangi illa vegna hráefnisskorts, verðfalls o. fl. Ekki þykja horfur á því, að rætist úr rekstri BÚR á næstunni. Mun því verða áframhaldandi tap á rekstri Bæjarútgerðarinnar, ef hún verður starfrækt áfram á sama hátt og áður. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Atvinna. Hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur munu nú starfa um 400 manns. Er margt af þessu lausafólk, semvinnuröðruhverju: húsmæður, börn, unglingar. Verð- ur ekki gengið fram hjá þessu starfsfólki. Annars hefur starf- semi Bæjarútgerðarinnar dregizt saman. Þannig komu 2.3% af heildartekjum Reykvíkinga frá Bæjarútgerðinni árið 1958, en ein- ungis 0.9% árið 1966. (Þó er deilt um þessa tölu ársins 1966). Hráefni. Bæjarútgerðin starf- rækir ýmiss konar fiskvinnslufyr- irtæki í landi, og hefur sá rekstur að ýmsu leyti gengið vel, eins og áður var sagt Ef Bæjarútgerðin verður lögð niður að öllu leyti, þá er það vitað mál, að þessi fyrir- tæki skortir hráefni, því að upp- bygging bátaflotans hefur miðazt við síldveiðar svo til eingöngu. Eru gallarnir á þessari einhliða upp- byggingu þegar farnir að segja til sín. Þess vegna verður að tryggja þessum fiskvinnslufyrirtækjum. hráefni, og virðist það ekki ófram- kvæmanlegt, því að afli togaranna hefur glæðzt að undanförnu. Áframhaldandi tap. Tap verður áfram á rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, ef hún verður rekin áfram á óbreyttan hátt. Er sem allt komi fyrir ekki, þótt forstjór- arnir séu tveir. Þá þurfa togarar útgerðarinnar að fara í dýrar flokkunarviðgerðir á næstunni. Skattborgarar mega því búast við að þurfa að borga með fyrirtækinu eftir sem áður. Hvað á að gera? í þessari grein hefur verið rætt um málefni Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Stað- reyndirnar hafa verið birtar, þó að þær séu ekki fagrar. En enginn er kominn til með að segja, aðþað eigi að leggja Bæjarútgerðina nið- ur. Fyrirtækið var að vísu stofnað á þeim tíma, er bærinn vildi tryggja íbúum sínum atvinnu. Síðan komu þau ár, er atvinna var næg, og ekki sýndist rétt að halda áfram rekstri fyrirtækis, sem var í rauninni fjárhít og stórkostleg byrði á bæjarfélaginu. En málin hafa einfaldlega breytzt. Atvinna hefur minnkað, en afli togaranna glæðzt. Allir eru nú sammála um það, að ekki megi binda sig ein- vörðungu við síldveiðarnar. Og ef Bæjarútgerðin verður lögð niður, þá er það að sjálfsögðu dauða- dómur yfir allri togaraútgerð 1 landinu. Þess vegna er ekki unnt að líta á málefni Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá bókhaldslegum sjónarhóli eingöngu; margt fleira er í húfi, og enginn getur fullyrt, að togaraútgerð eigi ekki fram- tíð fyrir sér, þó að gömlu ný- sköpunartogararnir séu nú forn- gripir, sem lítt sé á treystandi. Þess vegna er erfiðara en ella að leggja Bæjarútgerðina r.iður en margir vilja vera láta. En hvað um það. Rekstri Bæjar- útgerðarinnar hlýtur að verða að breyta. Þetta getur ekki gengið svona öllu lengur. Úr því að deilur hafa orðið um rekstur þessa fyrir- tækis, er ekki nema rétt, að allur almenningur fái að fylgjast með því, sem er verið að gera í sam- bandi við málefni þess. Þetta er allt í deiglunni enn, en vandamálið er áfram: Hvað á að gera? Séu menn algjörlega ráðlausir, leggur blaðið til, að þriðja for- stjóranum verði bætt við.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.