Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 58
5B FRJÁLS VERZLUN togurum Eignaðist bærinn 8, og er þá ekki talinn með einn tog- ari, sem bærinn eignaðist, en út- hlutaði fljótlega til útgerðarfélags í bænum. Voru 4 af þessum 8; dieseltogarar. Fyrsti togarinn í eigu bæjarins kom til íslands hinn 17. febrúar 1947, en hinn seinasti af þessum 8 hinn 23. janúar 1952. Stofnun BÚR. Hinn 21. septem- ber 1946 samþykkti Bæjarráð að fela sjávarútvegsnefnd að veraút- gerðarráð bæjarins fyrst um sinn. Má því telja, að Bæjarútgerð Reykjavíkur sé formlega stofnuð þá. Tilgangur. Tilgangurinn með stofnun Bæjarútgerðarinnar var að sj álfsögðu sá að tryggj a atvinnu- öryggi í bænum og sjá um, að þessi „stórvirku framleiðslutæki“ yrðu starfrækt þaðan. Taldi bær- inn þetta skyldu sína, þegar ein- staklingsfélög gátu ekki tryggt þessa aðstöðu. BREYTT VIÐHORF. Er uppbygging togaraflotans hófst eftir heimsstyrjöldina síðari, átti togaraútgerðin að baki sér mikið velgengnitímabil. íslend- ingar höfðu svo til einir nýtt hin auðugu fiskimið umhverfis landið. verð á ísfiski hafði verið hátt erlendis af skiljanlegum ástæðum, og togaraútgerðin hafði notið margs konar fríðinda. Stóðu út- gerðarfyrirtæki því í stríðslok á gömlum og traustum grunni. Er ekki vafi á því, að lagt var út í hina stórfelldu togarauppbyggingu vegna góðæris fyrri ára. Sytir í álinn. Eftir stríðið fór veiði minnkandi. Þegar verulega fór að syrta í álinn, hlaut þess að gæta einna fyrst hjá Bæjarútgerð- inni, sem ekki stóð á gömlum merg. — Hafði Bæjarútgerðin þurft að leita til Framkvæmda- sjóðs um fjárfestingarlán, en til lánastofnana um rekstrarfé. Þá var bátaútvegnum og veitt ýmiss konar fríðindi, sem togaraútgerðin fékk ekki. Við má og bæta því, að kaup á togurunum, sem samið var um árið 1948, urðu ákaflega óhagstæð, bæði vegna gengisfell- ingar íslenzku krónunnar árið 1950 sem og slæmra lánskjara. REKSTUR BÚR. Rekstur Bæjarútgerðarinnar hefur gengið fjarskalega illa. Þeg- ar litið er á rekstrarreikninga frá 1949—’66, sésti að gróði hefur að- eins orðið 4 sinnum. Þar af hefur gróðinn einungis orðið verulegur árin 1958 og ’59, en slíkt má rekja til þeirrar uppgripaveiði, er varð við Nýfundnaland á þessum tíma. Hefur togaraáfli annars farið minnkandi. Á sama tíma hefur bátaafli farið vaxandi. Hefurþetta auovitað haft mikil áhrif á reKsiui BÚR. Tap BÚR. Heildartap á rekstri BÚR er samtals kr. 133.653.728,46. Eru þá afskriftir reiknaðar með. Tap á togurunum er nokkru hærra en tap af heildarrekstri, en BÚR hefur, eins og kunnugt er, annazt fiskverkun o. fl. í landi. Sá rekst- ur hefur gengið vel yfirleitt, þó að nú gangi illa vegna hráefnisskorts, verðfalls o. fl. Ekki þykja horfur á því, að rætist úr rekstri BÚR á næstunni. Mun því verða áframhaldandi tap á rekstri Bæjarútgerðarinnar, ef hún verður starfrækt áfram á sama hátt og áður. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Atvinna. Hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur munu nú starfa um 400 manns. Er margt af þessu lausafólk, semvinnuröðruhverju: húsmæður, börn, unglingar. Verð- ur ekki gengið fram hjá þessu starfsfólki. Annars hefur starf- semi Bæjarútgerðarinnar dregizt saman. Þannig komu 2.3% af heildartekjum Reykvíkinga frá Bæjarútgerðinni árið 1958, en ein- ungis 0.9% árið 1966. (Þó er deilt um þessa tölu ársins 1966). Hráefni. Bæjarútgerðin starf- rækir ýmiss konar fiskvinnslufyr- irtæki í landi, og hefur sá rekstur að ýmsu leyti gengið vel, eins og áður var sagt Ef Bæjarútgerðin verður lögð niður að öllu leyti, þá er það vitað mál, að þessi fyrir- tæki skortir hráefni, því að upp- bygging bátaflotans hefur miðazt við síldveiðar svo til eingöngu. Eru gallarnir á þessari einhliða upp- byggingu þegar farnir að segja til sín. Þess vegna verður að tryggja þessum fiskvinnslufyrirtækjum. hráefni, og virðist það ekki ófram- kvæmanlegt, því að afli togaranna hefur glæðzt að undanförnu. Áframhaldandi tap. Tap verður áfram á rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, ef hún verður rekin áfram á óbreyttan hátt. Er sem allt komi fyrir ekki, þótt forstjór- arnir séu tveir. Þá þurfa togarar útgerðarinnar að fara í dýrar flokkunarviðgerðir á næstunni. Skattborgarar mega því búast við að þurfa að borga með fyrirtækinu eftir sem áður. Hvað á að gera? í þessari grein hefur verið rætt um málefni Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Stað- reyndirnar hafa verið birtar, þó að þær séu ekki fagrar. En enginn er kominn til með að segja, aðþað eigi að leggja Bæjarútgerðina nið- ur. Fyrirtækið var að vísu stofnað á þeim tíma, er bærinn vildi tryggja íbúum sínum atvinnu. Síðan komu þau ár, er atvinna var næg, og ekki sýndist rétt að halda áfram rekstri fyrirtækis, sem var í rauninni fjárhít og stórkostleg byrði á bæjarfélaginu. En málin hafa einfaldlega breytzt. Atvinna hefur minnkað, en afli togaranna glæðzt. Allir eru nú sammála um það, að ekki megi binda sig ein- vörðungu við síldveiðarnar. Og ef Bæjarútgerðin verður lögð niður, þá er það að sjálfsögðu dauða- dómur yfir allri togaraútgerð 1 landinu. Þess vegna er ekki unnt að líta á málefni Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá bókhaldslegum sjónarhóli eingöngu; margt fleira er í húfi, og enginn getur fullyrt, að togaraútgerð eigi ekki fram- tíð fyrir sér, þó að gömlu ný- sköpunartogararnir séu nú forn- gripir, sem lítt sé á treystandi. Þess vegna er erfiðara en ella að leggja Bæjarútgerðina r.iður en margir vilja vera láta. En hvað um það. Rekstri Bæjar- útgerðarinnar hlýtur að verða að breyta. Þetta getur ekki gengið svona öllu lengur. Úr því að deilur hafa orðið um rekstur þessa fyrir- tækis, er ekki nema rétt, að allur almenningur fái að fylgjast með því, sem er verið að gera í sam- bandi við málefni þess. Þetta er allt í deiglunni enn, en vandamálið er áfram: Hvað á að gera? Séu menn algjörlega ráðlausir, leggur blaðið til, að þriðja for- stjóranum verði bætt við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.