Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 5

Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 5
5 FRJÁLS VERZLUN bréf frá útgefanda Ljúft er og skylt í upphafi þessara orða að þakka þær góðu móttökur, sem Frjáls vei’zlun hefur hlotið, og einnig og ekki síður ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Frjáls verzlun er enn mjög í mótun, og eru allar ábendingar lesenda vel þegn- ar. Blaðið er nú nokkuð hreytt frá 1. tbl. Uppselningin hefur verið einfölduð, en þó er vart við því að búast, að útlit blaðs- ins sé endanlega ákveðið. Nýr þáttur, „Hagfréttir F.V.“, hefst nú í blaðinu, og mun hann birtast að staðaldri. 1 þessum þætti er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar í samanþjöppuðu formi. Hins vegar mun þátturinn „Staða—hagur—horfur“ aðeins birtast öðru hverju. I þeim þætti var í síðasta blaði fjallað um „Verðfall á útflutningsvörum“, og vakti sú grein mikla athygli. Margt er viðtala í blaðinu. Er ekki að efa, að ýmislegt má læra af orðum þeirra ágætu manna, er ræða nú við F.V. •— Líkast til verður viðtalið við Magnús Jónsson fjár- málaráðherra lesið með hvað mestri athygli, enda em efna- hagsmálin efst á baugi um þessar mundir. Kristján G. Gislason ræðismaður, formaður Verzlunarráðs Islands, er samtíðannaður F.V. í þessum mánuði. Það þarf víst ekki að geta þess, að Verzlunarráð Islands átti fimmtiu ára afmæli hinn 17. septemlier s.l. Þótti fara vel á því að rita um og ræða við formann Verzlunarráðs Islands í tilefni þessara tímamóta. 1 blaðinu eru eimiig birtar myndir frá afmæh Verzlunar- ráðs. Ákvað ritstjómin að liafa myndirnar með í þessu blaði, enda þótt vitað væri, að slikt mundi seinka útgáfu blaðsins nokkuð. Biðjum við lesendur að afsaka töfina. Ýmsar greinar eru í blaðinu, og er rcynt að koma sem víð- ast við, því að reynslan bendir óumdeilanlega til þess, að lesendur vilji fjölskrúðugt efni. Viðamesta greinin er að þessu sinni eftir Björgvin Guðmundsson deildarstjóra, en hann ritar um markaðsbandalögin í Evrópu. Er Björgvin löngu viðurkenndur sérfræðingur í þessum málum, og verða vafalaust margir stórum fróðari um þessi efni eftir lestur greinar hans. Eins og tekið var fram í upphafi þessara orða, er F.V. blað, sem er enn mjög i mótun. Við fikrum okkur áfram með hverju blaði, og með góðum ábendingum og stuðningi ykk- ar, lesendur góðh', náum við vonandi brátt þeirri braut, er haldið skal eftir. I=RJAI.H VIERZLUIM SEPTEMBER 1967 27. ÁRGANGUR 2. TBL. MÁNAÐARLEGT TÍMARIT U M VIÐSKIPTA- □ G EFNAHAGBMAL - STDFNAÐ 1939. GEFIÐ ÚT í SAMVINNU VIÐ SAMTÖK VERZLUNAR- DG ATHAFNAMANNA. ÚTGÁFU ANNAST: VERZLUNARÚTGÁFAN H.F. SKRIFSTDFA DÐINSGDTU 4. SÍMAR: B23GG - B23D1 -B23D2. PÓSTHOLF 1193. RITSTJDRI □ G FRAMKV.STJ.: JÓHANN BRIEM. FRETTASTJQ Rl: □ LAFUR THDRDDDSEN [ÁBM.]. AUGLÝSINGASTJÓRI: ÁSDÍS ÞQ RÐARDQTTIR. SETNING □ G PRENTUN: FELAGSPRENTSMIÐJAN H.F. VERÐ í ÁSKRIFT KR. 65,□□ Á MÁNUÐI. KR. BD.DD í LAUSASÖLU. ÖLL RETTINDI ÁSKILIN. ENDURPRENTUN AÐ HLUTA EÐA ÖLLU LEYTI ÓHEIMIL, NEMA TIL KDMI SÉRSTAKT LEYFI ÚTGEFANDA.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.