Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 5
5 FRJÁLS VERZLUN bréf frá útgefanda Ljúft er og skylt í upphafi þessara orða að þakka þær góðu móttökur, sem Frjáls vei’zlun hefur hlotið, og einnig og ekki síður ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Frjáls verzlun er enn mjög í mótun, og eru allar ábendingar lesenda vel þegn- ar. Blaðið er nú nokkuð hreytt frá 1. tbl. Uppselningin hefur verið einfölduð, en þó er vart við því að búast, að útlit blaðs- ins sé endanlega ákveðið. Nýr þáttur, „Hagfréttir F.V.“, hefst nú í blaðinu, og mun hann birtast að staðaldri. 1 þessum þætti er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar í samanþjöppuðu formi. Hins vegar mun þátturinn „Staða—hagur—horfur“ aðeins birtast öðru hverju. I þeim þætti var í síðasta blaði fjallað um „Verðfall á útflutningsvörum“, og vakti sú grein mikla athygli. Margt er viðtala í blaðinu. Er ekki að efa, að ýmislegt má læra af orðum þeirra ágætu manna, er ræða nú við F.V. •— Líkast til verður viðtalið við Magnús Jónsson fjár- málaráðherra lesið með hvað mestri athygli, enda em efna- hagsmálin efst á baugi um þessar mundir. Kristján G. Gislason ræðismaður, formaður Verzlunarráðs Islands, er samtíðannaður F.V. í þessum mánuði. Það þarf víst ekki að geta þess, að Verzlunarráð Islands átti fimmtiu ára afmæli hinn 17. septemlier s.l. Þótti fara vel á því að rita um og ræða við formann Verzlunarráðs Islands í tilefni þessara tímamóta. 1 blaðinu eru eimiig birtar myndir frá afmæh Verzlunar- ráðs. Ákvað ritstjómin að liafa myndirnar með í þessu blaði, enda þótt vitað væri, að slikt mundi seinka útgáfu blaðsins nokkuð. Biðjum við lesendur að afsaka töfina. Ýmsar greinar eru í blaðinu, og er rcynt að koma sem víð- ast við, því að reynslan bendir óumdeilanlega til þess, að lesendur vilji fjölskrúðugt efni. Viðamesta greinin er að þessu sinni eftir Björgvin Guðmundsson deildarstjóra, en hann ritar um markaðsbandalögin í Evrópu. Er Björgvin löngu viðurkenndur sérfræðingur í þessum málum, og verða vafalaust margir stórum fróðari um þessi efni eftir lestur greinar hans. Eins og tekið var fram í upphafi þessara orða, er F.V. blað, sem er enn mjög i mótun. Við fikrum okkur áfram með hverju blaði, og með góðum ábendingum og stuðningi ykk- ar, lesendur góðh', náum við vonandi brátt þeirri braut, er haldið skal eftir. I=RJAI.H VIERZLUIM SEPTEMBER 1967 27. ÁRGANGUR 2. TBL. MÁNAÐARLEGT TÍMARIT U M VIÐSKIPTA- □ G EFNAHAGBMAL - STDFNAÐ 1939. GEFIÐ ÚT í SAMVINNU VIÐ SAMTÖK VERZLUNAR- DG ATHAFNAMANNA. ÚTGÁFU ANNAST: VERZLUNARÚTGÁFAN H.F. SKRIFSTDFA DÐINSGDTU 4. SÍMAR: B23GG - B23D1 -B23D2. PÓSTHOLF 1193. RITSTJDRI □ G FRAMKV.STJ.: JÓHANN BRIEM. FRETTASTJQ Rl: □ LAFUR THDRDDDSEN [ÁBM.]. AUGLÝSINGASTJÓRI: ÁSDÍS ÞQ RÐARDQTTIR. SETNING □ G PRENTUN: FELAGSPRENTSMIÐJAN H.F. VERÐ í ÁSKRIFT KR. 65,□□ Á MÁNUÐI. KR. BD.DD í LAUSASÖLU. ÖLL RETTINDI ÁSKILIN. ENDURPRENTUN AÐ HLUTA EÐA ÖLLU LEYTI ÓHEIMIL, NEMA TIL KDMI SÉRSTAKT LEYFI ÚTGEFANDA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.