Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 18

Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 18
1B FRfJALS VEFÍZLUN ÓF-1 og Eldborg GK-13. SJÓSÓKN OG SKIPASMÍÐANÁM. Árið 1921 var flutt að Fagra- skógi og þrem árum seinna á Svínárnes á Látraströnd. Þar blasti við nýr heimur. Með bú- skapnum var róið til fiskjar á ára- bátum. Þá fóru þeir á sjóinn, drengirnir. Það var mikil reynsla. Oftast var sótt stutt, en stundum út fyrir Kjálkanes, út úr Eyjafirði, og þá vildi verða erfið heimferðin á litlum árabáti, þegar hann kom á suðvestan og hvergi var lend- andi, nema í túnfætinum heima. Upp úr þessu tók hópurinn að dreifast. Sumir drengjanna fóru suður á vertíð, þar á meðal Þor- björn, sem síðar kemur við sögu. Fimmtán ára gamall réðist Skafti til Antons Jónssonar út- gerðarmanns á Akureyri. Átti svo að heita, að hann lærði þar skipa- smíði, sem hann og gerði. En inn á milli var hann landformaður hjá útgerð Antons í Siglufirði og svo heima. Frá fyrsta árinu í læri hjá Antoni Jónssyni hefur Skafti þó aldrei sloppið við að koma ein- hvern tíma hvers árs við á Tang- anum á Akureyri til skipasmíða. Árið 1927 lézt Laufey, móðir barnanna á Svínárnesi. Árið eftir var flutt til Grenivíkur, og þar byggði Áskell með börnum sínum húsið Ægissíðu. En ári seinna réðst Skafti í það stórvirki með bróður sínum, Þorbirni, að kaupa 10 tonna bát, Hjalta, úr búi Antons Jónssonar, sem þá var orð- inn gjaldþrota. Við þá útgerð var Skafti landmaður í 10 ár og vann jafnframt við búskap, sem þá var enn víðast um þessar lóðir stund- aður með útgerðinni. EIGIÐ BÚ. Þar kom árið 1934, að Skafti fastnaði sér konu, Guðfinnu Hall- grímsdóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdal, sem þá var kaupakona í Grýtubakkahreppi. Þau byrjuðu þegar að byggja yfir sig húsið Bjarg, en tvö ár liðu svo, að Skafti hafði aldrei tíma til að ganga í það heilaga. Þá hringdi Guðfinna í hann einn góðan veð- urdag og spurði, hvort þau ættu ekki að koma þessu á. Jú, jú, ekki stóð á því, enda húsið tilbúið. Og á Bjargi byrjuðu þau sinn bú- skap í desember 1936. Á Þorláksmessu árið eftir fædd- ist þeim sonur, Hallgrímur, sem nam skipasmíðar og er nú hægri hönd föður síns í Slippnum. Árið 1938 þótti Skafta full- reynt, að Hjaltaútgerðin gæfi ekki nægilegt af sér til að fram- fleyta báðum fjölskyldum þeirra Þorbjarnar, eins og þá stóð. Á- kváðu þau Guðfinna þá að flytj- ast til Akureyrar. Fékk Þorbjörn hlut Skafta og hélt útgerðinni áfram, en um hana stofnaði hann síðan hlutafélagið Gjögur, sem hafði um árabil mik- il og vaxandi umsvif í Grenivík og er enn rekið þar. En Þorbjörn fórst í hörmulegu flugslysi fyrir nokkrum árum. Það leit ekki búsældarlega út fyrir ungu hjónunum, þegar þau fluttu til Akureyrar í byrjun árs 1938. Þau áttu lítið annað en skuldir, og mjög var aðkreppt um alla atvinnu. Þeim tókst þó að fá íbúð um vorið. 1941 byggði Skafti hús að Hríseyjargötu 20 í frístund- um sínum, og var flutt í það, þegar komin var miðstöð og útihurð, þótt vantaði jafnvel eldunartæki. Að Hríseyjargötu 20 fæddist þeim hjónum annar sonur 1945, Brynjar Ingi, sem nú nemurskipa- verkfræði utanlands. Árið eftir byggði svo Skafti í félagi við Þóri bróður sinn húsið Norðurgötu 53, þar sem þeir búa enn báðir með fjölskyldum sínum. SKIPASMÍÐI. Þegar Skapti var kominn til Akureyrar, sneri hann sér strax að sinni grein, skipasmíðinni, og hóf á eigin snærum að gera við báta. Námið og skólann hafði hann að baki, en hafði ekki hirt um iðn- bréfið, sem reyndist þó harla mik- ilvægt, eins og á stóð. Þar kom von bráðar, að honum var meinað að stunda iðnina. Ekki stóð þó lengi við svo búið. Skafti marði út víxil fyrir far- gjaldi með Goðafossi til Reykja- víkur og heim aftur. Þangað varð hann að sækja bréfið mikilvæga.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.