Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 45
FtfJALS VERZLUN 4 5 MARKAÐIR SH REKUR 25 FISKBARI Í LONDON Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti og tók d leigu nokkra fiskbari í London fyrir tíu árum. Síðan hefur þeim fjölgað stöðugt og heildarvelta þeirra er áœtluð 31 milljón króna á þessu ári. Fyrir tíu árum keypti Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna tvo fisk- bari og tók nokkra slíka á leigu í London í tilraunaskyni. Nú á SH 25 slíka fiskbari í Bandarikj- unum, sem selja „Fish and chips“, kjúklinga o. fl. Þar vinna 70 manns, sem langflestir hafa vinnu sína hjá þessum fiskbörum að að- alstarfi. Sérstakur eftirlitsmaður með fiskbörunum starfar á sölu- skrifstofu SH í London. Viðskiptin fara þannig fram að viðskiptavinurinn kaupir matinn tilbúinn og tekur hann með sér og neytir hans utan barsins eða hann snæðir hann á staðnum. í hin- um stærri fiskbörum SH geta 50—70 manns verið að snæðingi samtímis. Viðskipti þessara fisk- bara hafa einkum þróazt í sam- bandi við hópferðalög í áætlunar- bifreiðum til og frá London. Fisk- barirnir eru staðsettir í þéttbýlis- kjörnum í úthverfum London og eru auðkenndir með nafninu „Ice- landic Fish-Bar“. Tala slíkra fisk- bara skiptir þúsundum í Londcn. Það var með kaupum á fyrirtæk- inu Snax (Ross) Ltd. sem fisk- börum SH fjölgaði til muna. Naut fyrirtækið eðlilegrar fyrirgreiðslu brezkra banka, sömuleiðis við fjölgun þeirra síðar. Hagnaði at sölu fiskbaranna er varið til fjölgunar þeirra og til að greiða niður kostnað af sölustarfi SH. Fjármagn til rekstrar og uppbygg- ingar þessarar starfsemi SH í London hefur ekkert komið héðan að heiman. Heildarvelta fiskbaranna árið 1966 var um 25 milljónir króna og er áætluð ca 31 millj. kr. á þessu ári. Heildarvelta Snax(Ross ) Ltd. tvöfaldaðist á tveimur árum. 1964—’66. Upphaflega var íslenzkur fiskur notaður í fiskbörum Snax (Ross) Ltd. Var talið heppilegra að selja okkar fisk þangað en kaupa o- dýrari fisk annars staðar til sölu á fiskbörunum. Breytist þessar að- stæður aftur verður íslenzkur fiskur hafður á boðstólum í fisk- börunum á nýjan leik, enda hef- ur þarna skapazt ákjósanlegt sölu- fyrirkomulag og dreifingarað- staða í einni af stærstu borgum veraldar. Rekstur fiskbaranna var upphaflega liður í nýrri sókn SH til sölu og dreifingar íslenzkra fiskafurða á brezkum mörkuðum, sem voru orðnir íslendingum mjög óhagstæðir m. a. vegna landhelg- isdeilu okkar við Breta. Var sala á frystum fiskflökum til Bretlands árið 1954 komin niður í 601 siná- lest það ár en var í árslok 1945 25 þúsund smálestir og árið 1956 þcg- ar viðskiptin eru byrjuð að auk- ast aftur er hún 1598 smálestir og hefur síðan verið mest árið 1965 eða 8537 smál. Næstmest var saia SH til Bretlands árið 1961 eða 7747 tonn en þá var mikill skortur á fiski í Bretlandi. Á sl. ári fór sal- an niður í 3542 lestir, sem stafar af hagstæðari markaðsþróun í öðr- um löndum innan EFTA en af hin- um íslenzka fiski þarf að greiða fullan toll eða tíu prósent. Hvers vegna ekki að athuga verð og gæði OLYMPIA-rafritvélanna áður en þér takið lokaákvörðun um ritvélakaup. OLYMPIA-rafritvélin mælir með sér sjálf, enda fram- leidd í verksmiðju með yfir 60 ára reynslu í smíði ritvéla. ÓLAFUR GÍSLAS0N & C0. H.F. Ingólfsstræti 1 A, sími 18370.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.