Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 27
FRJÁL5 VERZLUN
25
Allri flugfrakt er nú hlaðið og afhlaðið með stórvirkum tækjum, sem öll miða að 'því að stytta viðstöðuiíma
flugvélanna eins mikið og hægt er. Með slíkum tækjum er hægt að afhlaða og hlaða aftur 35 tonnum á
30—45 mínútum.
ódýrara að flytja með ílugvélum
en með skipum, jafnvel þótt sjálf-
ur flutningskostnaðurinn sé hærri
með flugi.
En hvar er þá sparnaðurinn?
Hann liggur fyrst og fremst í
tímasparnaði, en á N.-Atlants-
hafsleiðinni má reikna með að
jafnaði um 30 dögum í skipaflutn-
ingi, en um 3 dögum með flug-
vélum. Fyrst og fremst ber þá að
líta á þann sparnað, sem verður
á fjármagnsbindingu þeirra verð-
mæta, sem liggja í vörunni. í
öðru lagi eru vátryggingargjöld
allt að 300% lægri í sumum til-
fellum. í þriðja iagi er hægt að
panta vörur með skemmri fyrir-
vara og hafa því betri hömlur á
vörubirgðum, svo og minnka þær
vörubirgðir, sem liggja þarf með
hverju sinni, og er sparnaður i
þessu tilliti augljós. Ekki hvað
sízt skiptir okkur íslendinga sú
staðreynd, að með minnkuðum
birgðum og styttum tima, sem
binda þarf fjármagn í hverri
sendingu, er hægt að vega upp
á móti þeim tilfinnanlega rekstr-
arfjárskorti, sem víða hamlar eðli-
legum viðskiptaháttum.
En sagan er ekki öll sögð með
tímasparnaðinum. Stórlækkaður
pökkunarkostnaður er í mörgum
tilfellum næg ástæða til þess að
flytja vörur flugleiðis. í stað
þungra og fyrirferðamikilla um-
búða, sem nauðsynlegar eru til
þess að vernda vörurnar í skipa-
flutningum, koma ódýrar og létt-
ar umbúðir, sem gera heildar-
flutningskostnaðinn mun lægri en
með skipum, í mörgum tilfellum.
Aðalástæðan fyrir lækkuðum
tryggingarkostnaði er að vísu
styttur flutningstími, en ennfrem-
ur hefur komið í ljós, að skemmd-
ir, vantanir og önnur tjón eru
stórum fátíðari, þegar sent er með
flugvélum.
Margir eru þeir, sem hafa rek-
ið upp stór augu, þegar þeir hafa
sezt niður og reiknað út heildar-
kostnað á flutningi og dreifingu
vöru sinnar og komizt að þeirri
niðurstöðu, að með því að skipu-
leggja flutninga, birgðir, magn
pantana o. s. frv., hafa þeir
getað sparað sér stórfé, auk þess
að gera starfsemi sína alla léttari
í vöfum vegna meira fjármagns-
frelsis, örari veltu og betri þjón-
ustu við viðskiptavini sína.
Hluti þeirra vöruflutninga, sem
fer fram með flugvélum er mjög
lítill í dag, eða aðeins um 2% af
heildarvöruflutningum í heimin-
um. Ef aftur á móti er aðeins mið-
að við þær vörutegundir, sem enn
eru taldar henta til flugflutninga,
mun þessi hlutfallstala vera eitt-
hvað hærri.
En þetta er breytingunum háð,
eins og allt annað í þessum hríf-
andi og ört vaxandi atvinnuvegi,
fluginu. Vörutegundir, sem fyrir
nokkrum árum var talið, að
myndu aldrei verða fluttar öðru-
visi milli heimsálfa en með skip-
um, eru nú fluttar daglega með
flugvélum. Rafeindaheilar, iðnað-
arvélar, framleiðsluvélar og að >
ir stórir þungir hlutir eru nú
fluttir á nokkrum klukkutímum
yfir heimshöfin, pakkað í plast-
hjúp einan saman. Að vísu kost-
ar í mörgum tilfellum meira að
flytja þessa hluti með flugi er,
með skipum, en hér kemur tíma-
sparnaðurinn til góða einu sinni
enn, en það er í sambandi við
þann tíma, sem umræddar vélar
geta unnið með fullum afköstum,
meðan þær annars væru í lest
skips á leiðinni yfir hafið. í slík-
um tilfelium, eins og til dæmis
með rafeindaheila, er hægt að
senda tvo í flugi fyrir sama heild-
arkostnað og hægt er að senda
einn með skipi.
FLEIRI NOTA SÉR
FLUGFRAKT.
En hvernig er svo þessum mál-
um háttað hjá okkur íslending-
um? Flutningar til landsins með
flugi hafa farið vaxandi síðustu
árin, þótt þeir hafi ekki enn þró-
azt í eins stórum mæli og í ná-
grannalöndunum, þar sem stór-
tækari flugvélar eru til reiðu fyr-