Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 28

Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 28
26 FRJALS VERZLUN Flugflutningar eru ekki lengur bundnir við smásendingar, sem mikið liggur á. Nú eru reglulegir flutningar á vörum eins og vefn- aðarvöru, sjónvarpstækjum, mót- orhjólum, Iifandi minkum, fiski- netiun, lifandi húsdýrum og eggj- um daglegt brauð, og eru bó að- eins talin örfá atriði hér. ir innflytjendur en við höfum hingað til haft upp á að bjóða. Samt sem áður eru fleiri og fleiri innflytjendur, sem sjá sér hag í því að notfæra sér þann sparnað og hagræði, sem flugflutningar hafa í för með sér. Árið 1966 fluttu íslenzku flugfélögin um 790 tonn af vörum til íslands, en um 70 tonn frá landinu. Síðastliðið ár voru flutt 980 tonn til landsins og 95 tonn til útlanda, eða samtals 1075 tonn. Heildarþungi inn- og útflutnings íslendinga árið 1967 nam um 1,3 milljónum tonna, og þar af var innflutningurinn um 880 þúsund tonn. Af þessu má sjá, að aðeins 0,08% af flutningi til og frá ís- landi fór fram með flugi árið 1967, sem þó jókst um 24% frá árinu 1966. Það fer ekki á milli mála, að miklu meiri áherzla verður lögð á að gera mögulegt að flytja sem flestar vörutegundir til landsins í stórum mæli með flugvélum. Hér er um að ræða hagsmunamál allr- ar þjóðarinnar, og með góðu skipulagi má spara stórar fúlgur fjár, þótt aðeins sé tekið til, hvað sparast í fjármagnsbindingu við tímasparnaðinn. SKORTUR A FLUTNINGI FRÁ LANDINU. Mestu erfiðleikar íslenzku flug- félaganna varðandi aukningu á fraktrými til landsins stafa af þeim einstefnuakstri, sem á flutn- ingunum er, þ. e. a. s. skorti á flutningi frá íslandi. Það gefur auga leið, að ekki er hægt að byggja upp flutninga til landsins á lágum sérfarmgjöldum, ef nauð- synlegt er að fljúga vélunum hálf- tómum frá landinu. Eitt stærsta atriðið í sambandi við hömlur á því, að hægt sé að flytja út vörur frá íslandi með flugvélum, er vit- anlega takmörkun á vörutegund- um, sem aðlaga sig til flugflutn- inga. Það skal tekið skýrt fram hér, að flugflutningar eru ekki allra meina bót í viðskiptum landa á milli og að það eru ekki allar vörutegundir, sem hægt er að IIIJSMÆÐCII muiiid Vals-vöriirnai*: Sultu Sósulit Avaxtahlaup Ediksýru Marmdaði Tóniatsosu Saftir Issósur Matarlit Bóðinga VAL.UII VANDAR VÖIUJIVA VALUR Box 1313 — Sími 40795 — Reykjavík Sendum uwn ntlt luntl.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.