Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 32

Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 32
32 FRJAL5 VERZLUN 20-7 18 OLÍA 1967 a FRAMLEIÐSLA □ NOTKUN í MILLJÓNUl'í TONNA. uppskipun, smásölulaun og öllurn öðrum kostnaði. „Þá verður gaman“. Þeir sögðu allir forstjórarnir að eins og málum væri háttað væri olíuverzlun á íslandi lítill ,busin- ess‘. Þeir sögðu jafnframt, að með- an ástand í útflutningsmálum okk- ar væri eins og nú háttaði, lægi í augum uppi, að við yrðum að kaupa olíuna af Rússum til þess að geta losnað við afurðir okkar. En þeir vona líka allir að sá tími sé ekki langt undan, er við getum farið að kaupa alla okkar olíu á frjálsum markaði, og eins og Vilhjáimur hjá Esso orð- aði það „þá verður gaman að reka olíufélag á íslandi.“ Þá verður líka hægt að gera frjálsa samn- inga og ná hagkvæmustu kaupum á hverjum tíma. Þegar að því kemur mun samkeppnin heldur ekki láta standa á sér og þjónust- an eðlilega batna. Samkeppnin hörð. „Það er ekki rétt að engin sam- keppni sé á milli olíufélaganna, hún er hvergi harðari,“ sagði Önundur hjá BP. „Og það andar oft köldu milli forráðamanna fé- laganna. Okkar samkeppni fer að mestu leyti fram bak við tjöldin, án allra auglýsinga. Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að eyða stórfé í auglýsingar, því að hvað eigum við að segja. Við selj- um allir sömu olíurnar og getum Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Shell. „Það er erfitt að láta endana ná saman.“ þar af leiðandi ekki sagt að benzín úr BP tank sé betra en úr Esso eða Shell tank, eða að þessi olía sé betri en hin. Benzín er líka minnsti hluti sölunnar eða 10%. Við berjumst um skipin og hús- eigendurna. Við getum að vísu ekki boðið þeim betri vöru en hin- ir, en við bjóðum ýmis kjör og þjónustu, sem við höldum að keppinautarnir bjóði ekki, og þannig gengur það á víxl hjá okk- ur öllum, og því fjarri lagi að sam- keppni sé ekki fyrir hendi.“ Þegar við spurðum, hvort það gæti ekki hænt að viðskiptavini á benzínstöðvarnar, ef afgreiðslu- mennirnir væru svolítið liprari og t. d. þurrkuðu af rúðum og gættu að olíunni, sögðu þeir að þetta hefði nokkrum sinnum verið reynt en staðreyndin væri sú, að þjónustueðli væri íslendingum svo fjarri, að afgreiðslumennirnir hreinlega fengjust ekki til slíkra hluta. Samsteypa ekki hagkvæm. Væri ekki hagkvæmara að sam- eina félögin í eina samsteypu? Nei, þá myndi afgreiðslustöðvum og stöðum aðeins fækka og eng- inn íslendingur kærir sig um bið- raðir. Olíufélögin keppa sín á

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.