Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 38
3B
FRJÁLS VERZLUN
höfuðið af hárfínni nákvæmni,
enda sagði Burton þreytulega eft-
ir upptökuna: „Og ég sem hélt, að
þetta væri einn af þessum hríf-
andi og þægilegu gamanleikjum.“
Söguþráðurinn er eitthvað á
þessa leið: Maður hét Baptista,
auðugur vel og bjó í bænum
Padua. Hann átti tvær dætur.
Eldri dóttirin var óhemja, trillt
og villt á skapsmunum, en sú
yngri var algjör andstæða. Báðar
voru stúlkurnar fagrar útlits, en
sú yngri, Bianca, hafði hirð biðla
og aðdáenda í kringum sig — sú
eldri, Katharina, hafði á hinn bóg-
inn enga. Átti ólíkt skap þeirra
systra mestan þátt í því. Baptista
þótti þetta leitt, hugsaði sem svo,
að ekki gæti hann gefið neinum
manni Biancu, fyrr en Katharina
væri gengin út, en enginn vildi
ganga að eiga hana, því að allir
óttuðust óhemjuskapinn í stúlk-
unni.
En þá kemur Petruchio til sög-
unnar, sem engill af himni send-
ur — lostafenginn ruddi af yfir-
stétt frá Verona. Hann fær auga-
stað á Katharinu, og kvikmyndin
segir frá því, hvernig hann temur
villibráð sína hægt og sígandi —
þó mest með hennar eigin vopn-
um. Þetta þætti ekki merkilegur
efnisþráður á vorum dögum, en
Shakespeare heitinn gæðir leikinn
því lífi og fjöri, sem honum er
lagið. Og enginn fer svikinn heim
af þessari mynd, enda hefur hún
fengið lofsamlega dóma gagnrýn-
enda og þríhyrningurinn Taylor-
Burton-Zeffirelli sagður hafa leyst
Leikstjórinn leiðbeinir Burton og Taylor í einu atriðinu. verkefni sitt vel af hendi.
sagði til um. Eitt ofsafengnasta
atriðið í kvikmyndinni er, þegar
elskhuginn og eiginmaðurinn til-
vonandi eltir heitmey sína heila
hlöðulengd, upp stiga, sem þar er
inni, út um glugga og upp á þak-
ið. Þar líður yfir stúlkukindina og
hjónakornin blessuð hrapa fram
af þakbrúninni í sameiningu —
en lenda fyrir guðs náð í heybing
og verður því ekki meint af. Þetta
atriði spannar aðeins yfir sjö mín-
útur í sjálfri kvikmyndinni, svo
ofsafengið sem það nú er, en það
þurfti átta daga kvikmyndun til
að ná því. Atriðinu lýkur á því,
að stúlkan fær lamið ektamann-
inn tilvonandi með tréklump í
Nauðsynleg tækí áhverju heimilt
RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTl 23
S|M| 18395