Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 45

Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 45
FRJALS VERZLUN 45 LANDBÚNAÐUR MARGT NÝSTARLEGT AF LANDBÚN- AÐARTÆKJUM Á LANDBÚNAÐAR- SÝNINGUNNI Sýningin var fjölsótt og er aðsóknin mikið a5 þakka fjölmiSlunartœkjum. Einn helzti viðburðurinn innan- lands í ágústmánuði er vafalaust Landbúnaðarsýningin ’68, er hald- in var í sýningarhöllinni í Laug- ardal dagana 9.—18. ágúst. Sýn- ing þessi er hin viðamesta, sem hér hefur verið haldin, sýningar- deildir voru bæði innan- og utan- húss, og kostnaður við hana því mikill. Framkvæmdastjóri sýning- arinnai' var Agnar Guðnason, ráðunautur, og sagði hann í blaða- viðtali, meðan á sýningunni stóð: ,,Við gerum okkur ánægða með að fá 60 þúsund manns á sýning- una“, og þótti ýmsum hann æði bjartsýnn að ætlast til, að svo mikið fjölmenni sækti hana á að- eins rúmri viku. Ljóst var þó, að allmiklu fleiri gesti hefði þurft til, svo að sýningin stæði undir sér. En hvað um það, — vonir for- ráðamanna sýningarinnar urðu að veruleika og rúmlega það. Um 80 þúsund manns sóttu sýninguna, og má eflaust þakka aðsóknina því, að veðurguðirnir voru land- búnaðinum með eindæmum hlið- hollir í þetta sinn, svo og að fjöl- miðlunartækin voru óþreytandi við að vekja athygli almennings á sýningunni. Vart er annað hægt en hrósa skipulagi og framkvæmd sýning- arinnar, því að hún var hvort tveggja í senn — fræðandi og skemmtileg. Auðvitað hefði sumt mátt betur fara, — en það væri aðeins nánasarsjónarmið að fara að draga það fram í dagsljósið. Eitthvað var þarna við allra hæfi, en þó hefur búfjársýningin vafa- laust dregið flesta að sér. í sýn- ingarstúkum innanhúss mátti líka fá margar fræðandi upplýsingar um hag, vöxt og stöðu landbúnað- arins, og svokölluð „þróunar- deild“, sem sýningarnefndinhafði látið koma upp, dró marga að sér. Var þar að finna ýmis verk- færi frá fyrri tímum o. fl. En fyrir bóndann, sem sótti sýninguna til að kynnast nýjung- um á sviði landbúnaðar, hafa sýn- ingarsvæði vélainnflytjendanna vafalaust reynzt gagnlegust. Skammt austan sýningarhallar- innar höfðu sex stærstu landbún- aðartækjainnflytjendurnir sam- liggjandi sýningarsvæði, þar sem þeir kynntu vélar og tæki til landbúnaðarstarfa. Var þarna margt nýstárlegt að sjá, sem gaf mönnum til kynna, hve landbún- aðurinn er í raun og veru orðinn vélvæddur. Skal nú aðeins vikið að sýningarsvæðum þessum nán- ar: Sýningarbás Sláturfélags Suðurlands var mjög smekklegur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.