Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 13

Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 13
FRJÁLS VERZLUN 13 fjármagnið. Spörun getur átt sér stað á ýmsan hátt. Henni má skipta í tvo höfuðflokka, frjálsa og þvingaða spörun. Þvinguð spörun finnst í ýmsum myndum hér á landi, t.d. sem greiðsluafgangur hjá ríkissjóði, í lífeyrissjóð- um, skyldusparnaði o. fl. Mun óhætt að segja, að fáir möguleikar til að þvinga fram spörun hafi verið ónotaðir. Þegar Iitið er til frjálsar spörunar er ekki um auðugan garð að gresja. Sparisjóðsbækur og nú síðustu árin spariskírteini auk fjárfestingar í íbúðarhúsnæði hafa verið megin spöruna.r- form almennings. Spörun í hlutabréfum, skuldabréfum eða eignaraðild að fyrirtækjum hefur verið nær c-þekkt. Fyrst og fremst er orsakanna að leita í skattalögunum. Spörun í hlutabréfum og öðrum þess háttar eignum, mun verða undir í samkepnninni við önnur sparnaðarform að óbreyttum skatta- íögum. Jafnfra.mt þýðir þetta, að atvinnufyritæki á íslandi verða ekki almenningseign nema með þjóðnýtingu. í öðru lagi vantar hér hlutabréfa- markað- til þess að almenningur geti beypt og selt hlutabréf sín á oninberum marka.ði, þar sem markaðsverðið, seni ákveðst af framboði og eftirspurn, er opinbert og öllum kunnugt. Jafnvel þótt okkur takist. að auka snörun. mun fjármagn samt halda áfram að vera takmarkað. Mikið er undir því komið, að hið takmarkt 5a fiármagn nýtist sem bezt. Munurinn á því að hafa ávaxtað fjármagn með 10% eða 12% vöxtum er orðinn æði mikill eftir nokkur ár. Oft er þó munur- inn á hagkvæmni tveggja framkvæmda mun meiri. Hér á landi ráða tveir aðilar mestu um ávöxtun fjármagnsins. Annars vegar ríkið og aðrir opin- berir og hálfopinberir aðilar að meðtöldum ýmsum sjóðum, og hins vegar bankakerfið. Fra.mkvæmdir á vegum ríkis og annarra opinberra aðila verða aldrei eingöngu metnar í beinum peningarlegum gróða, heldur koma þar ýmisleg félagsleg sjónavmið til viðbótar. Við margar opinberar fra.mkvæmd- ir er raunar félagslega markmiðið aðalatriðið. Engu að síður er þó sjálfsagt að gera þá kröfu. að allar framkvæmdir séu þannig metnar af sjónarhóli hagkvæmninnar til þess að tryggja, að fjármagnið ávaxtist sem bezt, ef ekki á peningalegan hátt, þá á félagslegan. Þa.r sem friáls lánsfjármarkaður er ekki fyrir hendi. fellur öll ábyrgð á hagkvæmri nýtineu þess fjármagns. sem beint er til atvinnuveganna. í hlut banka og fjárfestingarlánasjóða. Stjórnendur þessara stofnana hafa í liendi sér, hvernig okkur nýtist fjármagnið. Ábyrgð stjórnendanna er mikil, og nauðsynlegt er, að þeir hafi sér til aðstcðar sérmenntað starfsfólk, sem getur vegið og metið einstakar framkvæmdir. Mest er bó um vert, að stjórnendurn- ir séu óháðir, og þurfi ekki að hafa aðra leiða.rstjörnu en landshag. Takist okkur að nýta vinnuafl og fjármagn á sem hagkvæmastan hátt, þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. 220 000 Það eru núna 20.000 ár síðan Iiomo Hcidelbergensis preníuðu fyrstu fótsóla sína á leir- inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða prentvélar (þær beztu í heimi) og núna i desember síðastliðnum voru þeir búnir að framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það liér með. HEIDELBERGER AG. & CD.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.