Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 35
FRJALS VERZLUfvf 35 Sjávarútvegur, fiskiðnaður Er ekki hægt að hagnast meira á saltfiskinum með frekari vinnslu? Saltfiskurinn er hornreka í íslenzkum fiskiðnaði. . . Á síðasta ári fluttum við ís- lendingar út saltfisk, blautsalt- aðan saltfisk og þurrkaðan saltfisk, fyrir um 930 milljónir króna. Allur þessi fiskur var seldur í hlemmum með bein- um, roði og sporði, og kaup- endunum látið það með öllu eftir að gera úr honum marg- víslega unninn og framreiddan fisk. Nú er saltfiskurinn tiltölu- lega þægilegur í meðförum, t. d. samanborið við hraðfrystan ifisk, og því vaknar óneitan- lega stór spurning um það, hvort ekki sé unnt að hagn- ast meira á saltfiskinum en raun ber vitni með frekari meðferð hér á landi, vinnslu í neytendapakkningar. Með salt- fisk að verðmæti 930 milljónir króna á ári, mætti ætla að nokkurt svigrúm væri til til- rauna í þessa átt og ástæða til að gera ráð fyrir að þær bor- uðu sig fljótt, þegar um slíika upphæð er að ræða — ef þær tækjust. En eftir því sem blað- ið hefur komizt næst með við- tölum við ýmsa aðila, hafa slík- ar tilraunir verið mjög óveru- legar og nánast engar alvarleg- ar en mönnum ber ekki saman um árangurinn. Því á spurning blaðsins örugglega rétt á sér og því er henni varpað fram hér. Allur saltfiskútflutningur er undir einum hatti, Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda, og er því um algeran einokunar- hring að ræða, þeir eru þó þrír aðilarnir í freðfiskútflutningi. Ekki kemur blaðinu til hugar, að hægt sé að ásaka forráða- menn SÍF um neins konar mis- ferli, en kerfið er einokun og eftir höfðinu dansa limirnir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.