Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 42

Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 42
42 FRJALS VERZLUN hafa eitthvað fyrir fasta við- skiptavini. Þannig höfum við til dæmis tekið Júgóslavíu aft- ur með núna. Þangað höfum við haft ferðir áður, og gáfust þær vel. En ég held að þróunin verði sú, að farnar verði lengri og lengri ferðir. Þegar ég byrjaði að fást við ferðalög, sá fólk ekki lengra en til Norðurlanda og Bretlands og nær óhugsandi þótti að fara til útlanda, nema koma við í Kaupmannahöfn. Nú hefur þátttaka í ferðum til Skandinavíu minnkað, fyrst og fremst vegna þess hve dýrt er að lifa þar. Ég hef þá trú að fólk fari að sækjast eftir ferð- um ti‘1 Afríku til dæmis. Þau ferðalög eru enn mjög dýr. En þar sem leiguflugið gerist stöð- ugt almennara — og lækkar verðið — er ekki ólíklegt að Afríkuferðir verði vel viðráð- anlegar áður en mjög langt um líður. Okkar á milli sagt.... • Ungur héraðsdómslögmaður hér í borg er meðal kunnra gleðimanna. Eitt sinn var hann í samkvæmi að kvöldi til, og frétti þá, að kunningi hans einn ætti þrítugsafmæli. Lög- maðurinn vatt sér í símann og nantaði vörubíl. Þegar vöru- bíllinn kom. lét hann aka heirn til kunningjans. E- þangað kom, lét hann bdinn rtanza o'T sturta þrisvar í heiðursskyni við afmælisbarnið. 0 —Símonarkjör? — Jú, Alfreðsína. — Þetta er Sigurlína á Jóns- götu 1, getið þér sent mér eitt bréf af kanel strax? — Því miður, frú. Sendi- ferðabíllinn var að fara upp á Akranes með einn eldspýtu- stokk! * Og svo var það maðurinn í Hallgrímsprestakalli, sem fór í algert bindindi, þegai- hann sá TempiarahölHna, sagðist ekki ætla að styðja byggingu fieiri slíkra glerkastala, sem skyggðu á kirkjuna sína.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.