Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 43
FRJÁLS VERZLUW 43 Sölumennska Prentaðar uppiýsingar Einn mikilvægur þáttur í nútíma sölumennsku er prentaðar upplýsingar og leið- beiningar. Þessi þáttur er enn á nokkru frumstigi hér á landi, eins og auglýsingastarfsemi al- mennt. En nú þegar við höfum fært okkur um set og gerzt þátttakendur í viðskiptabanda- lagi með möi'gum öðrum þjóð- um, og við verðum að stórefla samkeppnisaðstöðu okkar á al- þjóðlegum vettvangi, er óhjá- kvæmilegt að endurskoða þenn- an mikilvæga þátt sölumennsk- unnar. Nýlega gaf iðnaðarráðu- neytið út bækling á emsku um íslenzkar fiskiskipasmiðar, „Iceland, Foremost in Fishing“, og í sambandi við FAO-ráð- stefnuna hófst dreifing á lausblaðaupplýsingum á ensku um véla- og tækjaframleiðslu okkar, en Útflutningsskrifstofa FII stendur fyrir útgáfunni. Þetta eru skref í áttina, og mik- ilsvert, að einungis sé um byrjun að ræða, en að þegar í upphafi verði þess gætt, að samræma þessa upplýsinga- miðlun sem bezt og gera hana sem aðgengilegasta. í sambandi við þessa byrjun, vill blaðið benda á sem fyrir- mynd upplýsinga- og leiðbein- ingastarfsemi damska utanrík- isráðuneytisins, m. a. með út- gáfu bæklingsins „Danmark Review“, sem ekki er aðeins kynning á framleiðslu Dana, heldur og á þeim leiðum, sem fyrir hendi eru til þess að nálg- ast viðskipti við framleiðendur og um land og þjóð cg þá þjón- ustu, sem Danir veita ferða- mönnum í viðskiptaerindum. Ýmisar fleiri íyriiTnyndir eru tiltækar en þessi er nefnd hér sem dæmi. I „Denmark Revi- ew“ er dregið saman í læsilegt og fræðandi form flest það sem máli skiptir fyrir þá, sem á- huga fá á viðskiptum við danska framleiðendur og heim- sækja þá í heimalandinu. Með þessum hætti geta Danir vænzt þess, að njóta til hins ítrasta viðskiptamöguleika og sam- skipta við aðra. Aukaatriðin eru nefnilega oft mikilvægust.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.