Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 44
44 FRJÁ'LS verzlun Erlendar fréttir Lr öllum álfum iVorsk tæki í skip Norski kaupskipaflotinn er nú sá 4. stærsti í heiminum og sífellt er unnið að endurnýjun hans og umbótum jafnhliða til þess að standast samkeppnina á heimshöfunum. Eins og að líkum lætur er skipasmíðaiðn- aður Norðmanna í örum vexti, en honum er fyrst og fremst beint að smíði sérhæfðra skipa og kapphlaupið um smíði risa- tankskipa er leitt hjá honum að mestu. En sá iðnaður, sem nú er orð- inn jafnvel enn mikilvægari, lýtur að smíði tækja í skip. Norðmenn annast nú orðið slíka tækjagerð fyrir allar sigl- ingaþjóðir heims, og færist það stórlega í vöxt með ári hverju. Mörg norsk fyrirtæki í þessum iðnaði hafa náð langt og sum tekið forystu í tækjagerð á sínum sviðum. Sjálfsafgreiðsla í skó- búftum Fyrirtækið Umdasch KG. í Amstetten í Austurríki býður nú kerfi fyrir sjálfsafgreiðslu í skóbúðum, en þetta fyrirtæki skipuleggur sjálfsafgreiðslu- kerfi og búðainnréttingar. Þjónusta viö ferðamenn Austurríki er eitt af helztu ferðamannalöndum Evrópu. Nýlega fór þar fram nákvæm Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna. Flestir rómuðu þægilegt andrúmsloft og fagurt landslag. Aðeins 2% voru von- sviknir, en 44% kváðust myndu koma bráðlega aftur. Ferðamálamenn í Austurríki treysta ekki eingöngu á nátt- úrufegurð, þeir leggja einnig sérstaka áherzlu á þjónustuna með byggingu þjónustufyrir- tækja og menntun starfsliðs. Um 600 ungir Austurríkisbúar stunda nú nám í matreiðslu og framreiðslu; æðri ferða- mannaskólarnir þrír færa stöð- ugt út kvíarnar og jafnvel í „Hochschule fiir Welthandel“ í Vín er stofnun, sem fjallar um ferðamál. Stærsta skíðaverk- smiðjan Með austurrískri aðstoð er nú á döfinni að koma á fót í Rúss- landi skíðaverksmiðju, sem framleiða á 3 millj. para á ári, og á því að verða stærsta skíðaverksmiðja heims. Það er austurríska verksmiðjan Kneissl, sem aðstoðar Rússana. Umbætur í malbikun Ný malbikuð hraðbraut í Odense í Danmörku úr nýrri malbiksblöndu, sem gerð var í tilraunaskyni, hefur reynzt á þann veg, að viðnám fyrir hemlun er helmingi meiri en venjulega. Rannsókn á þýðingu þessa fyrir umferðaröryggið bendir til, að slys í árekstrum verði helmingi færri. Skiptir það vitaskuld ekki svo litlu máli á umferðarþungum hrað- brautum og raunar einnig öll- um götum, þar sem slysahætta er mikil. Malbiksblandan, sem virðist ætla að hafa svo mikla slysa- vamaþýðingu, er úr Epoxy, Bitumen og asfaltafbrigði, og er kölluð Shellgrip. OK og Calsberg í Kuala Lumpur Dönsku fyrirtækin, 0stasia- tiske Kompagni og Carlsberg ölverksmiðjurnar, hafa komið sér saman um stofnun ölverk- smiðju í Kuala Lumpur, og er hlutafé hennar 20 millj. danskra króna. Er gert ráð fyrir því að hið opinbera í Kuala Lumpur eignist síðar allt að helming hlutafjárins. 0K hefur annazt sölu á Carlsberg öli til Kuala Lumpur, en vegna hækkandi innflutningsgjalda, hefur salan minnkað verulega. Því hafa fyrirtækin brugðið á það ráð, að notfæra sér áunnar vinsældir Carlsberg ölsins með því að reisa verksmiðju þama austur frá og sleppa þannig við innflutningsgjöldin. Til Tallin með “Vodka Express“ Ferjan „Vodka Express” fer frá Helsinki árla morguns og kemur fjórum stundum síðar í höfn í Hansa. Fyrir 1 þús. kr. kemst ferðamaðurinn svo í fimm stunda ferð til Tallin, sem nú er sovézk borg. Verðið gildir aðeins fyrir fargjaldið. Vodkað er ekki innifalið. Eins dags ferðir til Tallin hafa náð miklum vinsældum meðal ferðamanna, einkum finnskra, enda kjörið tækifæri til þess að gægjast inn fyrir landamæri Sovétríkjanna. Slík- ar ferðir voru leyfðar 1965 í fyrsta sinn eftir seinni heims- styrjöldina, og þá fóru 5 þús- und manns til Tallin, en í fyrra fóru 14 þúsund manns þangað.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.