Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 45

Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 45
FRJÁLS VERZLUNf 45 Erlend fyrirtæki STÓRVELDID GILLETTE Stórveldið Gillette Industr- ies Ltd. hóf ekki alls fyrir löngu að selja nýju rakvélarteg- und, Techmatic, sem nú þegar hefur náð verulegum vinsæld- um hér á landi. Um svipað Franskættaður Kanadamað- ur, King Camp Gillette að nafni stofnaði fyrirtækið árið 1901, og var það í fyrstu til húsa á fiskilofti einu í Boston. Ekki blés byrlega framan af. Heildarsalan fyrsta starfsárið nam aðeins 4 þúsund dollur- um, en skuldirnar voru þá orðnar 10 þúsund dollarar. En það rofaði til, og þrem árum seinna keypti fyrirtækið sex hæða hús í suðurenda Boston fyrir starfsemi sína. utan á bláu Gillette rakblaða- pökkunum orðin eitt þekktasta vörumerki heims. Árið 1948 keypti Gillette Tony verksmiðjurnar, sem framleiddu þá þegar þekkt hár- lagningarefni. Þær framleiða nú að auki ýmsar aðrar snyrti- vörur. Paper Mate verksmiðj- urnar urðu eign Gillette nokkr- um árum síðar, en þær fram- leiða m. a. kúlupenna og blý- anta. Síðast fyrir fáum árum keypti Gillette svo Braun sam- King Camp GiIIette, stofnandi stórveldisins GILLETTE, leyti og sala þessarar nýju rak- vélartegundar hófst hér, kom sölustjóri verksmiðjanna í Ev- rópu, Asíu og Afríku A. M. Wilson, hingað til lands, og gafzt Frjálsri Verzlun tækifæri til að ræða við hann. Grein þessi er m. a. byggð á því við- tali. SÖGUÁGRIP. Gillette hefur um áratuga- skeið verið í fararbroddi í framleiðslu hvers kyns raká- halda, og nú rekur það einnig nokkur dóturfyrirtæki í öðr- um framleiðslugreinum. Árið 1909 hófst landnám Gillette í Evrópu með stofnun verksmiðju í Englandi. í heimsstyrjöldinni fyrri lögðu yfirmenn Bandaríkja- hers mikla áherzlu á snyrti- mennsku hermannanna, og þá auðvitað að þeir létu ekki und- ir höfuð leggjast að vera jafn- an vel rakaðir. Sala rakáhalda jókst og þó einkum rakblaða, og naut Gillette góðs af. Urðu ár heimsstyrjaldarinnar fyrri mikill uppgangstími hjá Gill- ette verksmiðjunum. Þegar King Camp Gillette andaðist 1932, var andlitsmynd hans steypuna í Þýzkalandi, sem þekkt er fyrir framleiðslu raf- tækja. Þetta lauslega yfirlit yfir sögu Gillette og athafnir, gef- ur hugmynd um þá þróun sem orðið hefur í iðnaðarlöndunum, í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu, fyrirtæki hafa stækk- að og færzt saman til þess að standast nýjar kröfur á stækk- andi mörkuðum, sem smáfyrir- tækjum hefur verið um megn, vegna takmarkaðra fram- leiðslumöguleika og fjármagns- skorts. Um leið hafa svo önnur fyrirtæki lagt upp laupana.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.