Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 13
Af hverju ?
Jon Helgason, Skólavörðustíg 21A, skrifar:
Eftirfarandi spurningar
mínar hefðu átt að komast á
beinu línuna til Jóhannesar
Nordal, seðlabankastjóra, hér
um daginn, en úr því svo varð
ekki bið ég Frjálsa verzlun
að afla svaranna og birta þau.
1. Hvers vegna voru is-
Ienzku bankaseðlarnir, þeir
sem nú gilda, prentaðir í
svo áþekkum litum að
vandræði hafa iðulega hlot-
izt af, einkum hjá gömlu
fólki og sjóndöpru?
2. Má ekki vænta þess
að stjórn Seölabankans hæti
hér fljótlega úr með skýr-
um og ólíkum Iitum, t.d.
rauðum og gulum, sem áð-
ur gáfust svo vel?
3. Er þörf á að hafa 50-
króna peninginn svona
geysistóran, þungan og ó-
þægilegan? Gerði hann ekki
sama gagn minni og léttari,
og sparaði það ekki tals-
verðan framleiðslukostnað?
Menn hafa sagt í mín eyru,
að úr því Seðlabankamönn-
um væru svo áberandi mis-
lagðar hendur í svo sjálf-
sögðu og augljósu máli, hvers
mætti þá vænta í stóru mál-
unum?
Hvað sem því líður hefur
mín skoðun ávallt verið sú,
að peningar væru til þess að
auðvelda viðskipti, en ekki
til þess að torvelda þau.
Svar frá bankastjórum Seðlabankans:
♦ Tvær seðlastærðir, sem nú
J eru í umferð, þ. e. 100 og
♦ 1000 kr. seðlar, eru nær ó-
♦ breyttar frá því þær voru
Ifyrst gefnar út í ársbyrjun
1960, samkvæmt lögum frá
1957 um Landsbanka íslands,
Seðlabanka. Enda þótt nokkr-
ar kvartanir bærust í fyrstu
. um of lítinn litamun á þess-
♦ um tveim seðlum, var ekki
I talin ástæða til að breyta lit
J þeirra á árinu 1963, þegar
seðlar með nafni Seðlabanka
íslands voru látnir í umferð.
Kom þar hvort tveggja til,
að almenningur hafði vanizt
þessum seðlum og eins að
hvers kyns breytingar á
gjaldmiðlinum valda jafnan
nokkrum byrjunarerfiðleik-
um hjá fólki. Seðlabankinn
hefur síðan gefið út tvær
seðlastærðir, 500 kr. árið 1968
og 5000 kr. seðil í ársbyrjun
1971, en litir þeirra eru mjög
ólíkir og frábrugðnir þeim
seðlum, sem fyrir voru.
Allir eru þessir seðlar með
mjög mismunandi myndum
og skreytingum, bæði á fram-
hlið og bakhlið og verðgildi
þeirra áberandi. Til þess að
auðvelda blindu fólki og sjón-
döpru að greina verðgildi
seðlanna, eru tölur þeirra og
bókstafir hafðir með upp-
hleyptu letri.
Hæfilegur stærðarmunur á
mynt í umferð er talinn vera
um 2 mm., svo mögulegt sé að
greina myntina í sundur og
telja í vélum og einnig vegna
vaxandi notkunar sjálfsala.
Þegar ákveðið var að gefa út
5, 10 og 50 kr. mynt í stað
seðla, varð að finna þeim aðr-
ar stærðir en þær, sem fyrir
voru á ísl. smámynt og má
því segja, að 2 krónu pening-
urinn hafi ráðið úrslitum um
stærð 50 kr. peningsins.
■OOSD*CQOOOOCOCCOC-OOOCCCO« O O 9 0 0 0 -0-0 C 0 0-0-0-0 O O 0-0 o o c x> -o « O O 0-0 o o
J
I
:
♦
♦
t
c
c
0
9
c
0
♦
c
c
0
0
c
♦
c
c
ö
♦
0
c
c
0
0
:
t
9
t
0
t
J
c
*
t
♦
i
i
*
♦
aV automatic radiq
® Átta rása segulbandstæki í
bíla. Vönduð og falleg.
Gæðin framúrskarandi.
— Verð frá kr. 6.680,00.
RADÍÚBÆR HF.,
Njálsgötu 22 - sími 21377
FV 4 1973
13