Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 15
Útlönd
Danmörk:
Mýtt stórhótel opnar
í Kaupmannahöfn
Þeir. sem leið hafa átt til
Kaupmannahafnar nýverið,
hafa vafalaust veitt athygli
nýrri stórbyggingu á Amager,
skammt frá miðborg Kaup-
mannahafnar. Þarna er um að
ræða bótelbyggingu, sem flug-
félagið SAS hefur beitt sér
fyrir, að reist yrði, og mun
leysa úr miklurn vandræðum,
sem orðið hafa í Kaupmanna-
höfn síðustu árin vegna skorts
á gistirými.
Þann 4. maí næstkomandi
verður hið nýja Hótel Skandi-
navia í Kaupmannahöfn form-
lega opnað. Um leið og þetta
glæsilega stórhýsi, sem setja
mun mikinn svip á ytra borð
Kaupmannahafnar, verður tek-
ið í notkun, stórbatnar aðstaða
til gestamóttöku í borginni auk
þess sem prýðilega verður búið
að félagasamtökum og fyrir-
tækjum, sem halda fundi í vist-
legum salarkynnum hótelsins.
STÆRSTA HÓTEL
N-EVRÓPU.
Hótel Skandinavia verður bú-
ið 534 gistiherbergjum með sam-
tals 1033 rúmum en það er næst-
um sami rúmafjöldi og gistihús í
Reykjavík, er starfa allt árið
hafa upp á að bjóða. Hótel
Skandinavia er ekki aðeins
stærsta gistihús í Norður-Ev-
rópu heldur verður það líka
mesta ráðstefnumiðstöð á Norð-
urlöndum. í stærsta sal hússins,
„Scandinavian Ball Room“ verð-
ur hægt að halda fundi með þátt-
töku 1200 manna. Honum má
síðan skipta niður á marga vegu
með skilrúmum, þannig að henti
fyrir hvers konar fundi, borð-
hald og síðdegismóttöku.
Öll herbergi á Hótel Skandi-
navia verða með baði, útvarpi
og síma og áherzla verður lögð
á að gera herbergin að öðru leyti
þannig úr garði, að samrýmist
þeim gæðakröfum, sem almennt
eru gerðar á Norðurlöndum.
Á götuhæð hótelsins verður
stór veitingasalur, „Brasserie"
þar sem alls kyns heitir og kald-
ir réttir verða framreiddir frá
ki. 6.30 að morgni til kl. 23. Þar
verða sæti fyrir 225 manns. Á
sömu hæð verður aðalvínveit-
ingastaður hótelsins, barinn
,,Artilleri“. Nafnið á að minna
á, að hótelið er reist á lóð, sem
danski herinn átti til skamms
tima og notuð var sem geymslu-
svæði fyrir fyrirferðarmikinn
vopnabúnað. Á barnum verður
rúm fyrir 110 manns.
FV 4 1973
15