Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 85
tankana, sem síðan eru tæmdir í mjólkurtankbíla án þess að mannshöndin komi þar nokkurn tíma nærri. Kælitankana er líka hægt að nota án mjaltakerfis- ins og er mjólkinni þá hellt i þá úr brúsum eða mjaltafötum. Tankarnir eru með kælikerfi í botninum og kælist mjólkin nið- ur um leið og hún kemur í tank- inn. Einnig eru fáanleg með þessum tönkum þvottatæki, al- sjálfvirk, frá sama framleið- anda. Þvo þau tankana með há- þrýstiúðara án þess að maður- inn þurfi að snerta þar á. Dráttarvélar h.f. hafa umboð fyrir kanadíska fyrirtækið Mass- ey-Ferguson, er hefur höfuð- stöðvar sínar í Toronto. Hingað hafa þó dráttarvélar og vinnu- tæki frá þeim verið keypt frá dótturfyrirtæki þeirra í Eng- landi þar sem framleiðsla á þeim fer fram. Massey-Fergu- son er risastórt fyrirtæki með fjölda útibúa víða um heim, m. a. í Bandaríkjunum og taldi Arn- ór ekki óhugsandi að eftir síð- ustu gengisskráningu dollarans væri hagstæðara fyrir okkur að kaupa vélar þessar þaðan en frá Evrópu. IBIVl á íslandi: Fjarvinnsla í skýrsluvélum fyrir Borgarspítalann Bandaríska fyrirtækið Inter- national Business Machines, eða IBM, eins og það er venju- Iega kallað, rekur útibú hér á landi að Klapparstíg 25, og hef- ur í sinni þjónustu 40 starfs- menn, en útibússtjóri er Ottó A. Michelsen. Raunar er það dótturfyrirtæki bandaríska fyrirtækisins sem rekur útibúið, IBM World Trade Corporation, en það annast alla starfsemi IBM utan Bandaríkj- anna. Tengslin eru í aðalatriðum fólgin í því, að útibúið leggur fyrir IBM fjárhagsáætlun til 2ja ára í senn, sem er í samræmi við settar starfsreglur frá fyrirtæk- inu. Þegar IBM hefur svo sam- þykkt áætlunina starfar útibúið mjög sjálfstætt innan þess ramma sem áætlunin og reglurn- ar segja til um. FV hitti að máli fyrir stuttu þá Jóhann Gunnars- son og Jón Marinósson deildar- stjóra hjá IBM á íslandi og fræddu þeir okkur um starfsemi útibúsins. Á 3. HUNDRAÐ TIL ÞJÁLF- UNAR IBM á íslandi leigir út tölvur og annast innflutning á öllum rekstrarvörum til þeirra og sér um viðgerðarþjónustu á tölvun- um. Nú eru hér á landi milli 10 og 20 IBM tölvur af ýmsum stærðum. Má nefna að á síðasta ári fluttu þeir inn gataspjöld fyrir tölvur frá Bandaríkjunum fyrir um 10 milljónir ísl. króna. Þá annast IBM á íslandi þjálfun starfsfólks sem við tölvurnar á að vinna, og er talið að á milli 2 og 3 hundruð manns komi ár- lega til mismunandi langrar þjálfunar í stöðvar útibúsins á Klapparstígnum. Þar hefur IBM tvær tölvur og á þær annast fyr- irtækið bókhald og hvers kyns úrvinnslu fyrir fjöldamörg ís- lenzk fyrirtæki. Sjálfar tölvurnar eru yfirleitt ekki bandarísk smíði. Þær eru að langmestum hluta smíðaðar í einhverju útibúa IBM World Trade Corporation. Söluumboðs- skrifstofur þess eru alls 451 í 126 löndum í fjórum heimsálf- um og fer framleiðsla þeirra fram í 22 verksmiðjum í 13 þess- ara landa. Aðalstöðvarnar eru í New York. MEÐAL 10 STÆRSTU FYRIR- TÆKJA HEIMS IBM er nú eitt af 10 stærstu fyrirtækjum heimsins og til fróðleiks má geta þess að brúttó- tekjur þess voru á síðasta ári 9.500 milljónir dollara. Starfs- menn eru alls um 250 þúsund talsins. Langstærsta fram- leiðslusviðið er smíði rafreikna eða tölva en einnig framleiðir IBM, eins og flestum er kunn- ugt, skrifstofuvélar svo sem rit- vélar, Ijósritunartæki, hljóðrit- unartæki svo og öll hjálpartæki og annað sem þarf til notkunar á þessum tækjum. IBM starf- rækir 22 rannsóknar- og þróun- ardeildir, þar sem stöðugt er unnið að endurbótum og endur- nýjun og er eytt til þess hundr- uðurn milljóna dollara á ári. BYRJUÐU MEÐ KJÖT- VINNSLUVÉLAR IBM hóf starfsemi um 1914 með framleiðslu á kjötvinnslu- vélum, vogum og klukkum en fljótlega var farið að framleiða skýrsluvélar með gataspjöldum. Fyrirtækinu tókst að halda starf- seminni gangandi á kreppuárun- um og var þess vegna unnt að anna eftirspurn eftir skrifstofu- vélum þegar kreppunni lauk og viðskiptalíf tók að blómgast. Áður en Ottó A. Michelsen stofnaði útibúið árið 1967 hafði hann um árabil verið umboðs- maður IBM, sem eigandi Skrif- stofuvéla h.f., og flutt inn frá þeim skrifstofuvélar og fyrstu tölvurnar, sem komu hingað Unnið við IBM-kerfið hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. 85 FV 4 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.