Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 79
er hægt að velja um fjölmargar
aðrar gerðir, allt frá Datsun
ÍOOA og upp í Datsun 240Z, auk
þess Datsun diesel. Viðgerðar-
þjónusta er hjá Friðriki Ólafs-
syni, Dugguvogi 7.
Kr. Kristjánsson h. f., Suður-
landsbraut 2, er annað af tveim-
ur Ford-umboðum hér og heí'ur
á boðstólum Ford-bíla af öllum
gerðum og stærðum frá verk-
smiðju Ford Motor Company í
V-Þýzkalandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Einn vinsæl-
asti Fordbíllinn nú er hinn
ameríski Mercury Comet, 2ja
og 4ra dyra, sem er 488 cm á
lengd og 180 cm. á breidd. Com-
et þykir lipur, kraftmikill og
búinn helzta öryggisbúnaði,
sem völ er á, og sem fylgja
kröfum sem stjórnvöld Banda-
ríkjanna hafa lögfest. f Comet
er hægt að velja um þrjár vélar-
stærðir, auk þess vökvastýri
og sjálfskiptingu. Mercury Com-
et kostar frá kr. 653.000. Aðrar
bílagerðir frá Kr. Kristjánssyni
h.f. eru m. a. Ford Escort, Cort-
ina, Bronco og Transit sendi-
bílar.
Kristinn Guðnason h.f., Suð-
urlandsbraut 20, hefur umboð
fyrir frönsku Renault-bílunum
og BMW frá V-Þýzkalandi.
Renault framleiðir margar gerð-
ir og stærðir bíla, en einna vin-
sælastu.r er Renault R-15, sem
er 4—5 manna fjölskyldu-
sportbíll, með nýtízkulegu út-
liti og innréttingu. í bílnum er
kraftmikil vél, góð miðstöð að
sögn umboðsmanna, aflhemlar,
þægileg sæti á franska vísu, hit-
uð afturrúða, riðstraumsrafail,
diskahemlar að framan, tvöfallt
hemlakerfi og síðast en ekki sízt
framhjóladrif. A-15 kostar hér
kr. 668.000 Þá eru til Renault
R-4, R-5, R-, R-12 og R-16, auk
þess BMW 1600 og 520. Ren
ault bílar eru sparneytnir og
bjóða upp á fjölbreytta nýting-
armöguleika. BMW eru kraft-
miklir bilar, sem kunnir eru
fyrir gæði og öryggi.
Sporthíllinn Renault R 15.
Vinsælasti Fordbíllinn — Ford Corlina.
Sveinn Egilsson h.f., Skeif
unni 17, hefur umboð fyrir
Ford-bílum frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og V-Þýzkalandi. Það
er of langt mál að telja upp
alla þá bíla, sem fáanlegir eru
frá Ford, en einn sá vinsælasti
hér er Ford Cortina, sem er
rúmgóð fimm manna fjöl-
skyldubifreið, sem kostar frá
kr. 440.000. Cortína-bíla er
hægt að fá í mörgum útgáfum,
þ. e. a. s. með ýmsum vélar-
stærðum, innréttingum, útliti
og helztu gerðirnar hér á mark-
aðnum eru Cortina „L“, 1300,
FV 4 1973
79