Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 43

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 43
Frá hellunum í Luray í Virginíuríki. Þeir eru me'ðal sérkenni- legustu hella í Bandaríkjunum og dropasteinarnir í þeim eru geysifagrir. þeirra á meðal hin stærstu, bjóða útlendu ferðafólki 50% afslátt af fargjöldum sínum á næstum öllum leiðum með því skilyrði, að höfð sé viðkoma á þremur stöðum. Með þessu móti má komast milli New York og vesturstrandar Bandaríkjanna fyrir 17.000 krónur, báðar leiðir. Allmörg flugfélög bjóða ótak- mörkuð ferðalög í 21 dag fyrir 16.000 krónur, og með langferða- bílum Greyhound og Continent- al Trailways er hægt að kaupa ótakmarkaðar ferðir í 15 daga fyrir 10.000 krónur. Þá veita járnbrautirnar og bílaleigur út- lendum ferðamönnum afslátt af gjöldum sínum. Sum gistihús gefa líka afslátt fyrir útlend- inga, en nákvæmar upplýsingar um kostnaðarhlið á ferðalögum til Bandaríkjanna veita íslenzku ferðaskrifstofurnar. Þeim, er gerst þekkja reikn- ast svo til, að ferðamaðurinn í Bandaríkjunum megi gera ráð fyrir að verja 25 dollurum á dag í gistingu og mat miðað við tveggja manna herbergi. • Óþrjótandi möguleikar Möguleikar til ferðalaga í svo stóru landi sem Bandaríkjunum eru óþrjótandi. Landshlutar eru gjörólíkir og sögulegar minjar eru til vitnis um blæbrigðamun á menningu fólksins, sem þá byggja. Bandaríkin eru ekki það allsherjar skuggahverfi ofbeldis og viðurstyggðar, sem svo oft hefur verið reynt að telja ís- lendingum trú um. Bandaríkin eru líka meira fyrir ferðamann- inn en Niagarafossar, Yellow- stone-þjóðgarðurinn eða Grand Canyon, sem sjá má á svo mörg- um litprentuðum póstkortunum. í þessu víðáttumikla landi má sjá mestu kosti og galla mann- lífs í frjálsu samfélagi. Hvar- vetna má líka greina ávexti mannlegs hugvits í margs konar furðuverkum og risafengnum mannvirkjum. Þar eru sólheitar baðstrendur, grænir skógar og tær fjallavötn, skrælnaður eyði- merkurgróður og frjósamar ekr- ur. Síaukin áherzla er lögð á menningarstarf af ýmsu tagi, þannig að listunnendur geta með auðveldu móti fundið sitthvað sér til hæfis og þá af því sem bezt gerist í heimi listanna um þessar mundir. Það er sem sagt af ýmsu að taka. • Nýjar slóðir ferðamanna Sá, sem ferðast til Bandaríkj- anna mun að sjálfsögðu verja einhverju af tíma sínum til að skoða frægustu borgir eins og New York og Washington. Eng- inn verður heldur fyrir von- brigðum með San Francisco, sem er að flestra dómi fegursta stórborgin í Bandaríkjunum. Af hálfu U. S. Travel Service er lögð áherzla á að kynna þá möguleika til skoðunarferða í Bandaríkjunum, sem fáir út- lendingar hafa sennilega áttað sig á, að eru fyrir hendi. í því sambandi skulu hér nefndir fá- einir eins og heimsóknir i borg- ir og bæi, þar sem sögusvið lið- inna alda birtist manni Ijóslif- andi eða leyndardómar Indíána- byggðanna í Suð-vesturríkjum Bandaríkjanna. Skoðunarferðir í stórkostlega dropasteinshella víða um land og heimsóknir á vínekrur og í vínframleiðslumið- stöðvar njóta vaxandi vinsælda. ð Minjasöfn í gömlum borgum Gamlir „lifandi“ bæir, eru fjölmargir á austurströnd Bandarikjanna. í skugga skýja- kljúfanna og iðandi stórborgar- lífsins hefur að nýju verið blásið lífi í fornar venjur, sem stund- aðar eru daglega á þessum kyrr- látu stöðum. Starfsfólk, klætt búningum frá hinum liðna tíma og önnum kafið við störf forfeðranna, er kjarni bæjarlífsins. Gestir geta séð frumbyggja að störfum með plóginn úti á akri eða hlustað á hefðarmeyjarnar ræða um líf- ið á plantekrunum í Suðurrikj- unum. Langflestir þessara bæja og minjasafna eru á svæðinu frá FV 4 1973 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.