Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 41
Bandarísk ferðamál
Mörg nýstárleg tækifæri
fyrír erlenda ferðamenn
Á engri samgönguleið milli Islands og annarra landa eru
ferðir jafntíðar og á Bandaríkjaleiðinni. Jafnt vetur sem sum-
ar eru reglulegar ferðir í lofti og á sjó vestur um haf, og á
sumrin eru t. d. um 20 flugferðir að velja á viku hverri
til New York. Þessar greiðu samgöngur hafa vitaskuld stuðl-
að að mjög auknum straumi ferðafólks á milli Islands og
Bandaríkjanna, en þó hefur umferðin mjög áberandi verið
á einn veg.
Af tæplega 72.000 erlendum •
ferðamönnum, sem til íslands
komuf fyrra voru 30.782 Banda-
ríkjamenn en af þeim 37.000 ís-
lendingum, sem ferðuðust til
annarra landa í fyrra lögðu að-
eins 3.144 leið sína til Banda-
ríkjanna, samkvæmt upplýsing-
um U. S. Travel Service í Wash-
ington. Flestir urðu ferðamenn
frá íslandi 1 Bandaríkjunum
árið 1970 eða 3.478.
• Lítil
hvatning
Það orð hefur legið á, að ferða-
lög til Bandaríkjanna væru svo
dýr, að þau myndu reynast ís-
lendingum ofviða. Fjarlægð
milli íslands og Bandaríkjanna
er líka meiri en menn hérlendis
eiga almennt að venjast í utan-
ferðum sínum, þó að flugferð til
New York taki að vísu ekki
nema fimm klukkustundir.
Af hálfu Bandaríkjamanna
sj'álfra hefur líka til skamms
tíma fremur lítið verið aðhafzt
til að kynna land þeirra sem
ferðamannaland. Opinberar að-
gerðir hafa miklu fremur beinzt
að þvi að hvetja bandaríska
borgara til að skoða sig urn í
Evrópulöndum og kynnast
menningu þeirra.
Nú hefur þetta viðhorf gjör-
breyzt og sérstök skrifstofa, U.
S. Travel Service, sem stofnuð
var árið 1961, hefur það verk-
efni með höndum að örva heim-
sóknir erlendra ferðamanna til
Bandaríkjanna.
15 milljón
ferðantenn
Utlent ferðafólk venur komur
sínar til Bandaríkjanna í síaukn-
um mæli. Sé litið á tölur frá
1962 var heildarfjöldi erlendra
ferðamanna, sem til Bandaríkj-
anna komu það ár, tæplega 6
milljónir en í fyrra voru þeir
rúmlega 15 milljónir. Fjölmenn-
astir eru nágrannarnir, Kanada-
menn og Mexíkóbúar, en af þjóð-
um sem búa utan meginlands
N-Ameríku, eru Japanir fjöl-
mennastir, um 400 þúsund og
Bretar þar næstir. Tóku Japan-
ir efsta sætið af Bretum í fyrra.
Meðaleyðsla á hvern erlendan
ferðamann í Bandaríkjunum
er talin vera um $ 400 og með-
aldvalartími um 10 dagar.
U. S. Travel Service hefur
nokkrar skrifstofur erlendis og
skipuleggja þær margs konar
kynningarstarfsemi til að laða
að ferðafólk. Hún er aðeins rek-
in á stærstu hugsanlegu mörk-
uðunum og kemur ísland engan
veginn inn í þá mynd. Þó leggja
einkafyrirtækin í ferðamála-
rekstri áherzlu á að vekja hvar-
vetna athygli á þeim kjörum,
sem ferðafólki eru boðin, og það
eru að mörgu leyti kostakjör. Á
það alveg sérstaklega við um
flugferðir innan Bandaríkjanna.
© 50%
afsláttur
flugfargjalds
Rúmlega 20 flugfélög á innan-
landsleiðum í Bandaríkjunum,
Brezki fáninn og liinn banda-
ríski blakta við hún á Iands-
stjórahöllinni í nýlenduborg-
inni Williamsburg. Þar hafa
130 liús frá nýlendutímanum
verið endurreist. Á 18. öld-
inni var Williamsburg miðstöð
menningar og stjórnsýslu í
Nýja heiminum. Borgin er í
Virginíuríki.
FV 4 1973
41