Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 51
með þeim til íslands og gefur
íslenzka sendiráðið ekki leng-
ur út vegabréfsáritun handa
skyldfólki varnarliðsmanna.
EKKERT FRAMHALD
AKVEÐIÐ
Sem kunnugt er fóru fram
svonefndar könnunarviðrasð-
ur milli utanríkisráðherra ís-
ands og Bandaríkjanna um
varnarmálin í vetur. Fékk ut-
anríkisráðherra íslands þar
tækifæri til að kynnast sjón-
armiðum ýmissa fulltrúa
Bandaríkjastjórnar og banda-
ríska hersins á öryggismálum
íslands og hafa engar óskir
komið fram af hálfu íslend-
inga né Bandaríkjamanna um
að formlegar viðræður um
brottför hersins verði hafnar.
Það er stefna Bandaríkja-
stjórnar að hafa ekki herlið
sitt á erlendu landsvæði í ó-
þökk ibúa þess enda er mjög
sterk hreyfing fyrir því með-
al almennings í Bandaríkjun-
um að dregið verði úr hernað-
arútgjöldum og þá einkum
kostnaði vegna dvalar banda-
rískra hermanna í ýmsum Ev-
rópuríkjum, sem í sívaxandi
mæli keppa við Bandarikin á
viðskiptasviðinu. Efnahags-
örðugleikar hjá Bandaríkja-
mönnum gera það að verkum,
að almenningur vestan hafs
vill aukna hlutdeild Vestur-
Evrópubúa sjálfra í kostnaði
við varnir ríkja.
í Washington eru embætt-
ismenn utanríkisráðuneytis-
ins þeirrar skoðunar, að brott-
för bandaríska hersins af ís-
landi myndi mjög veikja
varnir Atlantshafsbandalags-
ríkjanna enda hefur komið í
ljós, að yfirvöld í Danmörku
og Noregi hafa sívaxandi á-
hyggjur vegna eflingar so-
vézka hersins á norðurslóð-
um. Hafa Norðmenn sérstak-
lega lagt áherzlu á að varnir
NATO í norðri verði auknar
og telja hættuna þar miklu
meiri en á suðursvæðinu, sem
þeir segja, að NATO hafi um
of einblínt á.
MENNINGARTENGSL
Af hálfu bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins starfar
William Sailer að menning-
arsamskiptum íslands og
Bandaríkjanna um þessar
mundir. Á skrifstofu hans
var verið að undirbúa komu
12 skólastjóra frá Reykjavík,
sem ætluðu að kynna sér
skólastarfsemi í Bandaríkj-
unum í tvær vikur í apríl-
byrjun með fræðslustjórann í
fararbroddi. Sú för var að
hluta greidd af bandaríska ut-
anríkisráðuneytinu.
Tólf íslenzkir stúdentar
fengu á fjárhagsárinu 1972—
73 ferðastyrk frá bandarísk-
um yfirvöldum til þess að
komast til Bandaríkjanna
vegna náms við háskóla þar
í landi. Að auki voru 11 stúd-
entar fyrir í Bandaríkjunum
með styrk frá stjórnvöldum.
74 IIÁSKÓLASTÚDENTAR
Þetta er þó aðeins hluti af
I því íslenzka skólafólki, sem
nám stundar í Bandaríkjun-
um. Sumir eru á eigin veg-
um eða fá styrk frá banda-
rískum menntastofnunum
eða einkaaðilum. f athugun,
sem gerð var á vegum Insti-
tute of International Edu-
cation í bandariskum háskól-
um, kom í Ijós, að 74 íslend-
ingar voru þar við nám. At-
hugun þessi var gerð með því
að senda fyrirspurnalista til
erlendra stúdenta, sem síðan
áttu að skila þeim til stofn-
unarinnar. Má gera ráð fyrir,
að íslenzkir stúdentar við
nám í Bandaríkjunum séu
fleiri en þessi tala gefur til
kynna.
Þá fara árlega 35—40
gagnfræða- og menntaskóla-
nemendur til Bandaríkjanna
á vegum samtakanna Ameri-
can Field Service og Internat-
ional Christian Youth Ex-
change. Búa þessi ungmenni
á heimilum bandarískra fjöl-
skyldna og stunda nám í
menntaskólum.
Bandarísk yfirvöld hafa
sérstakan áhuga á að fá tæki-
færi til að senda fleiri banda-
ríska háskólanemendur til
íslands og þá helzt til að læra
íslenzku í sambandi við nám
Bygging bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington.
FV 4 1973
51